Glóðafeykir - 01.09.1976, Side 26

Glóðafeykir - 01.09.1976, Side 26
26 GLOÐAFEYKIR Vísnaþáttur Arnfriður Jónasdóttir, húsfr. á Þverá í Blönduhlíð, er fædd 12. nóv. 1905, dóttir Jónasar skálds Jónassonar frá Hofdölum syðri og konu hans Önnu Jónsdóttur. Er Arnfríður því systir Hólmfríðar skáldkonu, er vísnaþátt á í 11. h. Glóða- feykis 1970 svo og hið ágæta upphafskvæði í síðasta hefti: Ég heilsa þér . . . Arnfríður er gift Hannesi bónda Stefáns- syni á Þverá. Hér fara á eftir nokkrar stökur, er Arn- fríður hefur varpað af munni fram við ýmis tækifæri. G. M. Tvær vinkonur Arnfríðar, Halldóra Magnúsdóttir og Guðný Árnadóttir, báðar þingeyskar, voru um nætursakir á Þverá sumarið 1971. Þeirn Arnfríði varð skraf- drjúgt fram eftir nóttu og hugðust sofa út að morgni. Þó fór svo, að þær Arnfríður og Halldóra vöknuðu eld- snemma við hurðarskelli og hávaða og vissu eigi hverju sætti. Guð- ný hafði þá vaknað á undan þeim og heyrt umgang í eldhúsi, talið víst að húsfreyja væri að hella á könnuna, snarar sér fram heldur léttklædd en verður hverft við í eldhúsdyrum er hún sér, að það er bóndinn, sem er að hella á könnuna. „Það var hvellur á kerlu til baka til að klæða sig. Sat hún svo við kaffidrykkju með bónda mín- um, er við Halldóra komurn fram. . . En það bezta var, að er þær voru farnar fann ég náttkjólinn Guðnýjar vöðlaðan saman inni á snyrtingu. Ég skrifaði henni og lét þessar vísur fljóta með, en fékk það borgað — með rentu, því að Guðný er hagmælt vel.“ Úr náttkjólnum klæddi sig konan í skyndi og kom frarn í eldhúsið. Húsbóndinn var þar að hita kaffi að heldri manna sið. Arnfriður Jónasdóttir

x

Glóðafeykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.