Glóðafeykir - 01.09.1976, Síða 26

Glóðafeykir - 01.09.1976, Síða 26
26 GLOÐAFEYKIR Vísnaþáttur Arnfriður Jónasdóttir, húsfr. á Þverá í Blönduhlíð, er fædd 12. nóv. 1905, dóttir Jónasar skálds Jónassonar frá Hofdölum syðri og konu hans Önnu Jónsdóttur. Er Arnfríður því systir Hólmfríðar skáldkonu, er vísnaþátt á í 11. h. Glóða- feykis 1970 svo og hið ágæta upphafskvæði í síðasta hefti: Ég heilsa þér . . . Arnfríður er gift Hannesi bónda Stefáns- syni á Þverá. Hér fara á eftir nokkrar stökur, er Arn- fríður hefur varpað af munni fram við ýmis tækifæri. G. M. Tvær vinkonur Arnfríðar, Halldóra Magnúsdóttir og Guðný Árnadóttir, báðar þingeyskar, voru um nætursakir á Þverá sumarið 1971. Þeirn Arnfríði varð skraf- drjúgt fram eftir nóttu og hugðust sofa út að morgni. Þó fór svo, að þær Arnfríður og Halldóra vöknuðu eld- snemma við hurðarskelli og hávaða og vissu eigi hverju sætti. Guð- ný hafði þá vaknað á undan þeim og heyrt umgang í eldhúsi, talið víst að húsfreyja væri að hella á könnuna, snarar sér fram heldur léttklædd en verður hverft við í eldhúsdyrum er hún sér, að það er bóndinn, sem er að hella á könnuna. „Það var hvellur á kerlu til baka til að klæða sig. Sat hún svo við kaffidrykkju með bónda mín- um, er við Halldóra komurn fram. . . En það bezta var, að er þær voru farnar fann ég náttkjólinn Guðnýjar vöðlaðan saman inni á snyrtingu. Ég skrifaði henni og lét þessar vísur fljóta með, en fékk það borgað — með rentu, því að Guðný er hagmælt vel.“ Úr náttkjólnum klæddi sig konan í skyndi og kom frarn í eldhúsið. Húsbóndinn var þar að hita kaffi að heldri manna sið. Arnfriður Jónasdóttir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Glóðafeykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.