Glóðafeykir - 01.09.1976, Blaðsíða 71

Glóðafeykir - 01.09.1976, Blaðsíða 71
GLOÐAFEYKIR 71 ævi. Hann lauk búfræðiprófi frá Hólaskóla vorið 1909, reisti sjálf- stætt bú á Hóli 1923, en raunar bjó hann þar í sambýli við foreldra sína allt frá 1914 og óslitið þaðan í frá til 1958 er hann seldi búið í hendur sonum sínurn tveim. Jón var alla- jafna í beztu bænda röð. Hann unni jörð sinni og starfi, var mikill ráðdeildarmaður, óvenjulega eljusamur og kappsfullur starfs- maður og vinnuglaður að sama skapi, féll aldrei verk úr hendi meðan heilsa entist. Hann fyrirleit leti, hyskni og ómennsku. Sjálfur vann hann langan vinnudag og hlífði sér hvergi, vildi og láta aðra le°:gja sig fram, þá sem nreð honum unnu; þótti sumum hann ýtinn nokkuð svo og tjóaði engurn að hangsa við verk, þeim sem hann hafði yfir að segja. Jón sat lengi í hreppsnefnd Staðarhrepps og skólanefnd, en var annars heldur ófús að gegna opinberum störfum. Jón á Hóli var tvíkvæntur. Árið 1914 gekk hann að eiga Margréti Sigurðardóttur bónda á Geirmundarstöðum í Sæntundarhlíð, Sig- urðssonar, og konu hans Ingibjargar Halldórsdóttur, sjá þátt um Ingibjörgu í Glóðaf. 1971, 12. h. bls. 43. Sambúð þeirra varð eigi löng, því að Margrét dó árið 1923. Börn þeirra eru tvö: Sigurður, lyfsali á Sauðárkr. og Hallfríður Bára, húsfr. á Víðimel í Seyluhr. Arið 1926 kvæntist Jón Petreu Óskarsdóttur síðast bónda í Kjart- ansstaðakoti á Langholti, Þorsteinssonar, og konu hans Sigríðar Hall- grímsdóttur ,sjá þátt um Óskar í Glóðaf. 1974, 15. h. bls. 54. Lifir hún mann sinn. Börn þeirra eru 7: Sveinn, bóndi á Hjallalandi, ný- býli frá Hóli, Grétar, bóndi á Hóli, Óskar, prentari í Hafnarfirði, Sigríður, húsfr. á Hamri í Hegranesi, Bjarni, bóndi á Hóli, Magnús, rafvirki á Akureyri og Margrét, húsfr. á Akureyri. Jón á Hóli var lágur maður og grannvaxinn, liðlegur og snar í hreyfingum, grannleitur, andlitsfríður. Hann var vel greindur, fjör- maður einstakur, röskur og knár; kappgirni, fágætur áhugi og elja lýsti sér í öllu hans fari. Síðasta árið, sem hann lifði, blindur maður og vanheill á sjúkrahúsi ,var hann á stöðugxi rölti, hugurinn sífellt bundinn við heimilið, við konu, börn og búsannir. Jón Sveinsson var vel metinn og vinsæll heiðursmaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.