Glóðafeykir - 01.09.1976, Side 71

Glóðafeykir - 01.09.1976, Side 71
GLOÐAFEYKIR 71 ævi. Hann lauk búfræðiprófi frá Hólaskóla vorið 1909, reisti sjálf- stætt bú á Hóli 1923, en raunar bjó hann þar í sambýli við foreldra sína allt frá 1914 og óslitið þaðan í frá til 1958 er hann seldi búið í hendur sonum sínurn tveim. Jón var alla- jafna í beztu bænda röð. Hann unni jörð sinni og starfi, var mikill ráðdeildarmaður, óvenjulega eljusamur og kappsfullur starfs- maður og vinnuglaður að sama skapi, féll aldrei verk úr hendi meðan heilsa entist. Hann fyrirleit leti, hyskni og ómennsku. Sjálfur vann hann langan vinnudag og hlífði sér hvergi, vildi og láta aðra le°:gja sig fram, þá sem nreð honum unnu; þótti sumum hann ýtinn nokkuð svo og tjóaði engurn að hangsa við verk, þeim sem hann hafði yfir að segja. Jón sat lengi í hreppsnefnd Staðarhrepps og skólanefnd, en var annars heldur ófús að gegna opinberum störfum. Jón á Hóli var tvíkvæntur. Árið 1914 gekk hann að eiga Margréti Sigurðardóttur bónda á Geirmundarstöðum í Sæntundarhlíð, Sig- urðssonar, og konu hans Ingibjargar Halldórsdóttur, sjá þátt um Ingibjörgu í Glóðaf. 1971, 12. h. bls. 43. Sambúð þeirra varð eigi löng, því að Margrét dó árið 1923. Börn þeirra eru tvö: Sigurður, lyfsali á Sauðárkr. og Hallfríður Bára, húsfr. á Víðimel í Seyluhr. Arið 1926 kvæntist Jón Petreu Óskarsdóttur síðast bónda í Kjart- ansstaðakoti á Langholti, Þorsteinssonar, og konu hans Sigríðar Hall- grímsdóttur ,sjá þátt um Óskar í Glóðaf. 1974, 15. h. bls. 54. Lifir hún mann sinn. Börn þeirra eru 7: Sveinn, bóndi á Hjallalandi, ný- býli frá Hóli, Grétar, bóndi á Hóli, Óskar, prentari í Hafnarfirði, Sigríður, húsfr. á Hamri í Hegranesi, Bjarni, bóndi á Hóli, Magnús, rafvirki á Akureyri og Margrét, húsfr. á Akureyri. Jón á Hóli var lágur maður og grannvaxinn, liðlegur og snar í hreyfingum, grannleitur, andlitsfríður. Hann var vel greindur, fjör- maður einstakur, röskur og knár; kappgirni, fágætur áhugi og elja lýsti sér í öllu hans fari. Síðasta árið, sem hann lifði, blindur maður og vanheill á sjúkrahúsi ,var hann á stöðugxi rölti, hugurinn sífellt bundinn við heimilið, við konu, börn og búsannir. Jón Sveinsson var vel metinn og vinsæll heiðursmaður.

x

Glóðafeykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.