Glóðafeykir - 01.09.1976, Page 57

Glóðafeykir - 01.09.1976, Page 57
GLÓÐAFEYKIR 57 gjaldeyrir til að kaupa f)TÍr til jólanna svo og til annarra nauðsyn- legra heimilisþarfa“. „Stefán gerði rnikið að því, bæði fyrir sjálfan sig og aðra, að snúa snörur úr taglhári, er notaðar voru á Drangeyj- arfleka. Einn veturinn sneru þeir feðgar, Stefán og Óskar sonur hans, 60 þúsund snörur og sátu þó aldrei við allan daginn, því að sinna þurfti búfjárhirðingu. Talið var að hraðar hendur þyrfti til að skila hundraðinu á klukkustund." Hér má bæta við, að á þessum árum voru greiddar 2 krónur fyrir að snúa þúsundið. Hins má líka geta, að langvían var þá seld á 12 aura og álkan á 10 aura. (E. Asm.). Stefán var tví-kvæntur. Árið 1897 gekk hann að eiga Ósk Þorleifs- dóttur bónda á Miklabæ í Óslandshlíð, Þorleifssonar, og konu hans Elísabetar Magnúsdóttur. Þau eignuðust tvö börn og dóu bæði í bernsku. Stefán naut eigi fyrri konu sinnar lengi, því að hún lézt 1906. Árið 1908 kvæntist hann seinni konu sinni, Guðrúnu Sveins- dóttur, alsystur Hermanns bónda á Aíiklhóli í Viðvíkursveit, sjá Glóðaf. 1974, 15. h. bls. 72. Hún lézt síðla árs 1959, frábær dugnað- arkona og atgervis. Börn þeirra hjóna eru 6: Óskar, bóndi á Skugga- björgum og tvíburabróðir hans Sveinn, verkam. á Sauðárkr., Gunn- ar, trésmiður, Hofsósi, Sigurjón, trésmiður, Skuggabjörgum, Elísa- bet, húsfr. á Gili og Þorsteinn, aðalbókari hjá Samvinnutryggingum, Reykjavík. „Stefán á Skuggabjörgum var góður meðalmaður á hæð og svaraði sér vel. Hann var sróðum ráfum gæddur o°f Sflaður í viðmóti. l’ólt ára gamall fór hann að lesa húslestur og hélt þeim sið þar til útvarp- ið kom. Sá var siðttr á Drangeyjarfjöru, að lesa húslestur á helgum. Komu þá fjörubúar saman í stærsta byrginu og hlýddu á hugvekj- una. Stefán var sjálfkjörinn lesari ,ef ekki var í landi. Hann skrifaði skýra og fagra rithönd: var vel minnugur á það, sem fyrir augu og eyru bar; kvað vísur og rímur við raust og var stundum fenginn til þess að kveða í mannfagnaði." Stefán skrifaði þátt um Gunnlaug á Hále2;2fsstöðum í III. bd. Ska?f. æviskráa, o? eru endn ellimörk á. (Heimildarm. Guðm. frá Teigi). Jóhannes Kristjánsson, bóndi og f. hreppstj. á Reykjum í Tungu- sveit lézt þ. 13. ágúst 1970. Hann var fæddur á Hafgrímsstöðum í Tungusveit 7. okt. 1892, sonur Kristjáns bónda þar Kristjánssonar, bónda á Kimbastöðum i Borgarsveit, Jónssonar, ogbústýru hans Elínar Arnljótsdóttur bónda á Syðri-Löngumýri í Blöndudal, Guðmundssonar, og konu hans Gróu Sölvadóttur.

x

Glóðafeykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.