Fréttablaðið - 13.04.2016, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 13.04.2016, Blaðsíða 1
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —8 6 . t ö l u b l a ð 1 6 . á r g a n g u r M i ð V i K u d a g u r 1 3 . a p r Í l 2 0 1 6 Fréttablaðið í dag MarKðurinn Eftir erfiðleika á árunum 2010 til 2014 er nýsköpunarfyrir- tækið Dohop í sóknar- hug, segir Davíð Gunnarsson. sKoðun Tryggvi Gíslason vill að nám í lýðræðisleg hugsun verði skyldunám. 14 sport Ísland er í góðri stöðu í undankeppni EM 2017. 16 Menning Hugskot er bók fyrir þá sem vilja taka þátt í baráttunni fyrir betra samfélagi. 22 lÍfið Muna ekki allir eftir Brjáni úr Sódómu Reykjavík? 28 plús sérblað l fólK *Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015 Frá kr. 62.900 m/morgunmat BORGIR FY RI R2 1 SPOTTPRÍS ALGJÖRUM SÓL Á Allt að 50.000 kr. afsláttur á mann til 20. apríl valdar brottfarir FRÁ KR. 49.295 Aðeins 400 sæti í boði Faxafeni 11 • Sími 534 0534 Finndu okkur á ALLT Í BARNA­ AFMÆLIÐ Herinn kominn aftur Bandaríski flugherinn æfði viðbragðsáætlun Atlantshafsbandalagsins hér á landi í gær en hann sinnir nú loftrýmisgæslu yfir landinu með um 150 liðsmenn flughersins og fjórar herþotur. Mynd/Stöð 2 lÍfið Þungarokkssveitin Auðn sigraði í keppninni Wacken Metal Battle á föstudaginn og vann sér þar með rétt til að spila á Wacken Open Air hátíðinni, stærstu tónlistarhátíð sinnar tegundar í heiminum, sem verður haldin í Þýskalandi í ágúst. Fréttablaðið ræddi við Aðalstein Magnússon, gítar- leikara sveitarinnar, sem er hæstánægður með sigurinn og sér fram á risa- tækifæri til að ná lengra í tónlistarbrans- anum. – sþh / sjá síðu 30 Spila á stærstu þungarokks- hátíð í heimi ViðsKipti Bolli Héðinsson, hag- fræðingur og formaður Samtaka sparifjáreigenda, telur að lífeyris- sjóðir ættu að koma á fót sjálfstæðu kjararáði til að koma í veg fyrir of háar launagreiðslur til stjórnenda fyrirtækja í þeirra eigu. Bolli segir að lífeyrissjóðir ættu að notfæra sér það afl sem þeir hafi sameiginlega til að reyna að hindra launaskrið. „Í stað þess að búa við stöðugar hótanir stjórnenda um að þeir fari eitthvert annað, fái þeir ekki þau laun og kaupauka sem þeir krefjist,“ segir Bolli. Íslenskir lífeyrissjóðir áttu í nóvember að meðaltali með bein- um hætti 38 prósent af skráðum félögum í Kauphöll Íslands. Laun forstjóra Kauphallarfélag- anna hækkuðu að meðaltali um 13,3 prósent á milli ára en meðal- árshækkun launavísitölu Hagstofu Íslands var 7,2 prósent árið 2015. Bolli vill að kjararáðið verði sjálf- stæð nefnd sem úrskurði um laun stjórnenda fyrirtækja í eigu lífeyris- sjóða. „Kjararáð lífeyrissjóðanna myndi setja saman launatöflur fyrir stjórn- endur og skipa þeim, hvort sem er í bönkum eða öðrum fyrirtækjum lífeyrissjóðanna, viðeigandi stað í launatöflum sem kjararáðið setur.“ Hann segist ekki hafa áhyggjur af því að íslenskir stjórnendur leiti úr landi. „Ég veit að það er engin eftir- spurn eftir íslenskum stjórnendum í útlöndum, nema manni og manni,“ segir hann. Haukur Hafsteinsson, fram- kvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfs- manna ríkisins, stærsta lífeyrissjóðs landsins, segir hugmyndina nýja og skoðunarverða. „Hún gengur hins vegar út á víð- tækara samstarf milli lífeyrissjóða en er til staðar því hver og einn líf- eyrissjóður kemur fram sem sjálf- stæður fjárfestir. „Ég hef ákveðnar efasemdir um að markaðurinn og samkeppnisyfirvöld myndu heim- ila þetta víðtæka samstarf lífeyris- sjóðanna,“ segir hann. Haukur segir hluthafastefnuna sem LSR hafi samþykkt ganga út frá því að launakjör stjórnenda þeirra fyrirtækja sem lífeyrissjóðurinn eigi hlut í séu hófleg en í takti við það sem tíðkist hjá sambærilegum fyrirtækjum. Bolli telur hins vegar ekki að sam- keppnisyfirvöld muni setja sig upp á móti fyrirkomulaginu. Samtök atvinnulífsins reki til að mynda samræmda kjarastefnu. – ih / sjá Markaðinn Lífeyrissjóðir stofni kjararáð til að takmarka launahækkanir Formaður Samtaka sparifjáreigenda telur rétt að kjararáð haldi aftur af launahækkunum til stjórn- enda. Vafi um að samkeppnisyfirvöld samþykki. Ég veit að það er engin eftirspurn eftir íslenskum stjórnendum í útlöndum, nema manni og manni. Bolli Héðinsson, hagfræðingur og formaður Samtaka sparifjáreigenda 1 3 -0 4 -2 0 1 6 0 4 :1 0 F B 0 4 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 9 0 B -4 9 3 0 1 9 0 B -4 7 F 4 1 9 0 B -4 6 B 8 1 9 0 B -4 5 7 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 8 s _ 1 2 _ 4 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.