Fréttablaðið - 13.04.2016, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 13.04.2016, Blaðsíða 2
Veður Í dag er gert ráð fyrir suðvestanátt, víða 3-8, en 8-15 norðvestan til á landinu. Léttskýjað á Norðaustur- og Austurlandi, annars skýjað og þurrt að kalla, þó gætu nokkrir dropa fallið í kvöld. Hiti 4 til 10 stig að deginum. sjá sÍðu 20 Starfsmenn Sorpu brugðu sér út fyrir girðinguna á starfsstöðinni við Elliðavog í gær og létu hendur standa fram úr ermum við tiltekt. Talsvert magn af plastpokum og öðru rusli berst gjarnan frá stöðinni á útvistarsvæðið þar við fjöruna eins og fram kom í blaðinu í gær. Fréttablaðið/Pjetur Fæst í flestum apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum verslana. BUMBAN BURT! Prógastró, öflugi asídófílusinn, getur hjálpað þér! Tvö hylki á dag hjálpa meltingunni! stjórnmál „Maður á að eiga rétt á að koma þessu frá sér og fengið stað­ fest að maður sé búinn að þessu,“ segir Sturla Jónsson vörubílstjóri sem safnað hefur tilskildum fjölda meðmælenda vegna forsetafram­ boðs en fær engan til að taka við listanum. Sturla lauk við að safna undir­ skriftum í mars. Hann segir innan­ ríkisráðuneytið hafa vísað honum með meðmælendalistann til kjör­ stjórnar sem eigi að yfirfara nöfnin. Hann hafi nú í vikunni rætt við for­ mann kjörstjórnar í sínu kjördæmi, Reykjavík norður, sem ekki hafi viljað veita listanum viðtöku að svo stöddu en sagt það hugsanlega geta orðið eftir um tíu daga. Það yrði þá auglýst sérstaklega. Fréttablaðið náði ekki tal af Erlu S. Árnadóttur, formanni yfirkjör­ stjórnar Reykjavíkurkjördæmis norður, í gær. „Það er getið um tímamörk hve­ nær maður má í seinasta lagi skila þessu en það er ekki getið um tíma­ mörk varðandi hversu snemma má skila,“ segir Sturla sem kveður þetta slæmt því samkvæmt stjórnarskrá séu menn ekki í framboði fyrr en gögnunum hefur verið skilað inn. „Það er ekki það að ég sé með einhverja paranoju en við vitum að það gerist ýmislegt. Hlutir geta týnst eða skemmst. Eldsvoði gerir ekki boð á undan sér, vatnstjón gerir ekki boð á undan sér og það gera innbrot ekki heldur,“ nefnir Sturla sem dæmi um hvað gæti komið fyrir meðmælendalistann. Sturla segist hafa safnað undir­ skriftunum með því að fara einn í kringum landið og varið til þess 21 degi. „Ég var einfaldlega auðmjúkur og snortinn því það skrifuðu að jafnaði 140 manns á dag undir hjá mér. Ég átti aldrei von á þessu,“ segir frambjóðandinn sem safnaði alls 3.000 undirskriftum. Að lágmarki er krafist 1.500 undirskrifta en Sturla vildi hafa vaðið fyrir neðan sig og safnaði hámarksfjölda meðmælenda ef ein­ hverju kynni að vera áfátt við ein­ hver nöfn. gar@frettabladid.is Sturla óttast um þrjú þúsund undirskriftir Sturla Jónsson er ósáttur við að yfirvöld neiti að taka við meðmælendalistum hans að svo stöddu. Formaður kjörstjórnar segi það geta orðið eftir tíu daga. Sturla segir alls kyns óhöpp geta orðið með undirskriftirnar í millitíðinni. Ég var einfaldlega auðmjúkur og snortinn því það skrifuðu að jafnaði 140 manns á dag undir hjá mér. Sturla Jónsson forsetaframbjóðandi Sturla jónsson vill koma meðmælendalistanum í öruggar hendur. Kjörstjórn er hins vegar ekki reiðubúin til að taka á móti honum strax. Fréttablaðið/anton brinK Viðskipti Sjö aðalmenn og tveir varamenn voru tilnefndir í kosn­ ingu til bankaráðs fyrir aðalfund Landsbankans í gær. Aðalfundurinn fer fram á morgun. Þau Berglind Svavarsdóttir, Birgir Björn Sigurjónsson, Danielle Pamela Neben, Helga Björk Eiríks­ dóttir, Hersir Sigurgeirsson, Jón Guðmann Pétursson og Magnús Pétursson voru tilnefnd sem aðal­ menn. Þá voru Ásbjörg Kristinsdótt­ ir og Einar Þór Bjarnason tilnefnd sem varamenn. Lagt er til að Helga Björk verði formaður bankaráðs. Í mars tilkynntu fráfarandi bankaráðsmennirnir Tryggvi Páls­ son, Eva Sóley Guðbjörnsdóttir, Jón Sigurðsson, Kristján Davíðsson og Jóhann Hjartarson að þau myndu ekki sækjast eftir endurkjöri vegna afskipta Bankasýslu ríkisins af starfsháttum bankans. – þea, sg Níu tilnefndir í bankaráð Landsbankans Klappað og klárt 1 3 . a p r Í l 2 0 1 6 m i ð V i k u D a G u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð menntamál Háskóli Íslands færðist í gær upp um fimmtíu sæti á mats­ lista Times Higher Education á bestu háskólum heims eftir að villa við útreikninga uppgötvaðist. Upp­ haflega var Háskólinn í kringum 270. sæti en er nú í 222. sæti. Skól­ inn er í þrettánda sæti yfir bestu háskóla Norðurlanda. Háskólinn hefur verið á listanum frá aldar­ afmæli hans árið 2011. Jón Atli Benediktsson, rektor háskólans, greindi stafsmönnum frá tíðindunum um hádegisbil í gær. Hann sagði gríðarlega viðurkenn­ ingu á starfi starfsfólks og stúdenta felast í niðurstöðunni. „Niðurstaðan er mikil viðurkenn­ ing fyrir alla þá sem starfa hér og nema. Þá má ekki gleyma einkar öfl­ ugum samstarfsaðilum innan lands og utan sem gera hann enn betri,“ sagði Jón Atli og benti á að niður­ staðan væri mikilvæg fyrir orðspor Íslands og íslenskra háskóla. Við mat á stöðu háskóla á list­ anum er horft til margra þátta í starfsemi þeirra, þar á meðal rann­ sóknarstarfs, áhrifa á alþjóðlegum vettvangi, kennslu og námsum­ hverfis. – þea Háskóli Íslands upp um fimmtíu sæti Niðurstaðan er mikil viðurkenning fyrir alla þá sem starfa hér og nema. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands Háskóli Íslands er í 222. sæti yfir bestu háskóla heims. 1 3 -0 4 -2 0 1 6 0 4 :1 0 F B 0 4 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 9 0 B -4 E 2 0 1 9 0 B -4 C E 4 1 9 0 B -4 B A 8 1 9 0 B -4 A 6 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 8 s _ 1 2 _ 4 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.