Fréttablaðið - 13.04.2016, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 13.04.2016, Blaðsíða 23
fólk kynningarblað 1 3 . a p r í l 2 0 1 6 M I Ð V I K U D a G U r „Kvikmyndanördar hafa sérstak­ lega mikinn áhuga á því að sjá nýja hlið á sínum uppáhaldskvikmynd­ um. Pæling mín þegar við byrjuð­ um með Svarta sunnudaga var því að láta íslenska listamenn sjá um plakötin en það hefur til dæmis verið siður í Póllandi,“ segir Hug­ leikur Dagsson, einn af stofnend­ um költmyndaklúbbsins Svartra sunnudaga. „Ég hafði því samband við lista­ menn fyrir hverja sýningu og spurði hvort þeir væru í stuði til að gera plakat. Ég þurfti hálft í hvoru að brjóta eigin prinsipp því ég gat aldrei borgað neitt fyrir,“ segir Hugleikur glettinn. Lang­ flestir voru þó til, enda verkefnið skemmtilegt. „Fyrirvarinn var allt frá nokkr­ um mánuðum og niður í viku,“ segir Hugleikur sem bendir á að það sé flóknara en margir haldi að fá réttindi til að sýna kvikmynd, sér í lagi gleymdar költmynd­ ir. „Stundum er rétturinn týndur, í eigu einhverra sérvitringa eða í höndum ættingja. Það er höfuð­ verkur stelpnanna í Bíói Paradís að finna út úr því, minn höfuðverkur er að finna nýjan listamann fyrir hvert plakat,“ segir Hugleikur og það hefur tekist í öll skipti utan tveggja. Hugleikur reynir að fá nýjan listamann í hvert sinn. „Stundum hef ég þó leitað til sömu listamanna þegar ég er í miklu tímahraki,“ segir Hugleikur. Hann er glaður þegar listamenn hafa samband við hann að fyrra bragði. Mörg plaköt eru Hugleiki eftir­ minnileg. „Ég bað Snorra Ás­ mundsson, gjörningalistamann og myndlistarmann, að hanna plak­ at fyrir The Night of the Hunter. Hann sendi mér það í tölvupósti og fyrsta hálftímann fannst mér þetta hræðilegt plakat, en allt í einu fatt­ aði ég að þetta væri besta plakat í heimi,“ segir Hugleikur en Snorri hafði tekið plakat fyrir fyrstu Star Wars myndina og skipt út andlit­ um aðalleikaranna. „Þetta var eitt stórt fokkjú, en samt svo fallegt.“ Annað eftirminnilegt plakat er það sem Lóa Hjálmtýsdóttir gerði fyrir Veggfóður. „Í myndinni er frasinn „passaðu þig á krókódíla­ manninum“ frægi. Lóa teiknaði því krókódíl með hatt og skjalatösku.“ Hugleikur hefur sjálfur fest kaup á nokkrum plakötum. „Til dæmis því sem Halldór Baldursson gerði fyrir Mad Max 2 og því sem Evana Kisa gerði fyrir Akira.“ Sýningin á plakötunum verður opnuð í Bíói Paradís á laugardaginn klukkan 17. Hægt verður að festa kaup á plakötunum sem kosta 10 þúsund krónur. Sýningin stendur fram á sumar. plaköt eftir íslenska listamenn Svartir sunnudagar hafa staðið fyrir költmyndasýningum í Bíói Paradís í fjóra vetur. Íslenskir listamenn hafa hannað kvikmyndaplaköt fyrir sýningarnar. Sýning á plakötunum verður opnuð á laugardag. Snorri Ásmundsson. Halldór Baldursson. Hugleikur við hluta plakatanna sem verða til sýnis á laugardaginn. Mynd/Ernir Ómar Hauksson.Lóa Hjálmtýsdóttir. Vertu vinur á Facebook Vertu vinur á Facebook Vertu vinur á FacebookLaugavegi 63 • S: 551 4422 VORFRAKKAR Skoðið laxdal.is Vertu vinur á Facebook Nánari upplýsingar á Texasborgarar.is og Facebook BLT-SAMLOKA MEÐ FRÖNSKUM 1.490 KR. Alsæla með spældu eggi og bernaise fyrir klink af BLT-samloku með frönskum gegn framvísun þessa miða. Aðeins 1.490 kr. fyrir tvo. Klipptu miðann út og taktu með þér. Gildir til 25. maí 2016. 2 FYRIR 1 1 3 -0 4 -2 0 1 6 0 4 :1 0 F B 0 4 8 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 6 K _ N Ý.p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 9 0 B -5 8 0 0 1 9 0 B -5 6 C 4 1 9 0 B -5 5 8 8 1 9 0 B -5 4 4 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 4 8 s _ 1 2 _ 4 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.