Fréttablaðið - 13.04.2016, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 13.04.2016, Blaðsíða 15
Gildi–lífeyrissjóður Ársfundur 2016 Dagskrá fundarins Venjuleg ársfundarstörf. Erindi tryggingafræðings sjóðsins. Önnur mál, löglega upp borin. Allir sjóðfélagar eiga rétt til setu á ársfundinum með málfrelsi og tillögurétti. Sérstakt fulltrúarráð, að jöfnu skipað fulltrúum stéttarfélaga og samtaka atvinnurekenda sem að sjóðnum standa, fer með atkvæði á ársfundinum. Tillögur til ályktunar sem taka á fyrir á ársfundi þurfa að berast stjórn sjóðsins eigi síðar en viku fyrir ársfund. Reykjavík, 4. apríl 2016. Stjórn Gildis — lífeyrissjóðs. 1. 2. 3. Grand hótel Reykjavík, fimmtudaginn 14. apríl kl. 17.00 Lífeyrissjóður www.gildi.is Á vorfundi Landsnets 5. apríl sl. sagði Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og við- skiptaráðherra, að tillögur verk- efnisstjórnar rammaáætlunar væru „ágætt dæmi um [þennan] skort á skilningi á samspili orkumála og loftslagsmála“!? Ráðherra gagnrýndi tillögu verk- efnisstjórnarinnar einkum á þeim forsendum að hún tæki ekki nægilegt tillit til samfélagslegra og efnahags- legra sjónarmiða (les. orkugeirans). Þetta tengdi hún loftslagsmálum og þeirri meintu skyldu okkar að virkja sem allra mest til að draga megi úr losun CO2 á heimsvísu. Rót gagn- rýninnar virðist vera óánægja með þá tillögu að þrjú stór vatnasvið á miðhálendinu, Héraðsvötn, Skjálf- andafljót og Skaftá, auk efstu draga Þjórsár fari í verndarflokk. Í orkunýtingarflokki rammaáætl- unar verða alls um 1.400 MW, gangi tillögur verkefnisstjórnar eftir. Það afl samsvarar rúmlega tveimur Kára- hnjúkavirkjunum sem gætu fræði- lega knúið tvö ný risaálver á stærð við álver ALCOA í Reyðarfirði (ekki að ég mæli með því). En eru ekki Norðlendingar afskiptir? Nei, síður en svo. Á Norðurlandi eru, að Þeista- reykjavirkjun meðtalinni, um 570 MW til ráðstöfunar þótt vissulega sé mikil umhverfisáhætta fylgjandi t.d. Bjarnarflagsvirkjun. Ný kerfisáætlun Landsnets á auk þess að tryggja flutn- ing raforku um allt land. Samkvæmt tölum Ragnheiðar sparar (hennar orðalag) 100 MW virkjun árlega um 400.000 tonn af CO2 sem jafngildir bindingu 200 milljóna trjáa eða 950 ferkílómetra af skógi. Megavöttin 1.400 í orku- nýtingarpottinum „spara” því sem nemur bindingu 2,8 milljarða trjáa eða 13.300 ferkílómetra af skógi. Verður ekki að segja að það sé býsna rausnarlegt framlag til loftslagsmála í heiminum? Fyrir 500 MW af orku má líka rafvæða samgöngur, sjávarútveg og landbúnað og þar með draga úr árlegri losun frá þessum greinum sem nemur vel á aðra milljón tonna af CO2. Þá væru samt eftir allt að 900 MW fyrir Norðlendinga og aðra til iðnaðaruppbyggingar. Orkunýting- arflokkur inniheldur því yfrið nóg af virkjanahugmyndum fyrir orku- geirann að moða úr á næstu árum, jafnvel þótt þeim sem mest áhætta fylgir verði sleppt og miðhálendinu hlíft. Söngurinn um skyldu okkar til að virkja sem mest er gamalkunnur. Við höfum líka skyldur til að vernda ein- staka náttúru sem á sér fáa ef nokkra líka. Engar rannsóknir liggja fyrir um að það sé hagfelldara fyrir samfélag og efnahag þjóðarinnar og heimsins að virkja vatnasvið á miðhálendinu en að friða þau í þjóðgarði. Þess vegna er söngur ráðherranns falskur. Falskur söngur iðnaðar- og viðskiptaráðherra Fátt er um meira talað en felu-leiki með misheiðarlega fengið fjármagn sem, þegar vel er falið, kemst fyrir í örbankahólfum á eyjum í Karíbahafi. Þótt enginn viti gjörla um heildarupphæðir, þá eru flestir þeir sem einhverja innsýn hafa í felu- leikinn þess fullvissir, að um stjarn- fræðilegar upphæðir sé að ræða. Þetta er ljótur leikur, því þótt einhverjir séu eingöngu að koma í veg fyrir að þeir sem stóreignamenn verði tilgreindir, þá er megintilgangur aflandsfjár- eigna sá að komast hjá skattlagningu peninganna í heimalandi sínu. Ein ástæða þess að flestar vestrænar þjóðir eiga erfitt með að láta rekstur ríkissjóða sinna ná endum saman, er þessi skattaflótti. Þeir ríku og valda- miklu skjóta sér undan þátttöku í samfélagslegum útgjöldum. Aflandshólfin á bresku yfirráðasvæði Minna hefur verið um það rætt hver sé ástæða þess að skattaskjólin eru að langmestu leyti á litlum eyjum eða landkrikum undir stjórn Breta. Talið er að yfir 80% af veltu allra aflandssjóða séu skráð á stöðum sem heyra undir Bretadrottningu. Þar eru ekki bara Tortóla sem er á Bresku Jómfrúaeyjunum, heldur einnig Bahamaeyjar, British Anguilla, svo og eyjar á Ermasundi s.s. Jersey og Guernsey að viðbættri Isle of Man vestanvert við Bretland. Þegar Bretar voru í vandræðum með pundið sitt og City of London átti í vök að verjast buðu bresk verndar- og sjálfstjórnar- svæði upp á að geyma fjármuni ríka fólksins í fullkominni leynd. En af hverju völdu þeir ofurríku breskar eyjar eða verndarsvæði til að fela peningana sína? Jú, það var bæði vís- vitandi stefna breskra stjórnvalda til að styrkja London sem miðstöð fjármála í heiminum, en einnig sú staðreynd að breskt réttarkerfi er gamalt og talið eitt það traustasta í heiminum. Pólitískar sveiflur eru ekki taldar hnika því mikið til. Loka- dómstóll fyrir Bresku  Jómfrúaeyjar er sá sami og fyrir England, þ.e. Hæsti- réttur í London. Þeir sem ekki vildu að almenningur vissi hve ríkir þeir voru vildu geta treyst réttarkerfinu, sem í þessu tilviki dæmir eftir bresk- um lögum. Hirtu það sem þú getur … Það myndaðist heil iðngrein fyrir- tækja og banka (s.s. Landsbankans) sem sérhæfðu sig í eignafeluleik og skattaundanskoti í kringum aflands eyjarnar. Það einkennilega við þetta er það, að peningarnir sem skráðir voru á aflandseyjar, skiluðu ekkert betri ávöxtun þar en t.d. í banka í London. Munurinn lá í lægri sköttum. Heimaland endanlegra eig- enda, hverjir sem þeir voru, borgaði þannig mismuninn. Ávöxtunin var sú sama vegna þess að peningarnir voru geymdir og ávaxtaðir í bönkum í London. Þessi aflandsfélög voru í reynd útibú frá City of London. Frá þessum aflandsfélögum streymdu óhemju auðæfi inn í bankana í Lond- on, sem gerðu bresku höfuðborgina að helsta fjármálaveldi heimsins. Staða Lundúna í heimsfjármálum og Bretlands sem valdaríkis kemur að miklu leyti til vegna þessa ofur inn- streymis illa fengins fjár frá þessum „útibúum“ bresku bankanna á af- landseyjum. Það er því misskilningur, svo ekki sé meira sagt, þegar núver- andi, eða var það fyrrverandi, forsæt- isráðherra fullyrti, að peningar SDG, sem að eigin frásögn voru gefnir upp, hafi unnið fyrir íslenska hagkerfið. Þeir unnu fyrir það breska. … og skilaðu því ekki aftur Margar tilraunir, bæði á þjóðríkja sem og alþjóða vettvangi, hafa verið reyndar til að stemma stigu við þess- ari svikamyllu. OECD hefur markvisst reynt að koma á samræmdum reglum meðlimaríkja sinna en árangur hefur látið á sér standa. Bretar hafa skiljan- lega dregið lappirnar. Innan Evrópu- sambandsins hafa einnig verið gerð áhlaup á aflandsvæðingu evrópsks fjármálalífs án þess að marktækur árangur hafi náðst. Bæði er að sum lönd innan ESB, s.s. Lúxemborg, tryggðu sér snemma undanþágur frá meginreglum, sem opnuðu lönd- unum leiðir til að geta boðið erlendu fjármagni þægileg kjör, en hitt líka að þegar á reyndi komu Bretar í veg fyrir að bandalagið afgreiddi nokkrar bindandi reglur, sem lagt hefði getað hömlur á starfsemi aflandsfélaga. Það er kaldhæðni sögunnar að það var núverandi forsætisráðherra Bret- lands, David Cameron, sem kom í veg fyrir það, síðast þegar tilraun var gerð á vegum ESB. Hefði sú vitneskja um hagnað hans og eiginkonu hans af viðskiptum með aflandseignir þeirra legið fyrir á þeim tíma, er ólíklegt að Bretar hefðu komist upp með að stöðva málið. Fullyrt hefur verið, að sú niðurstaða sem fékkst í uppgjöri föllnu íslensku bankanna, þar sem samið var um málið í stað þess að gera bankana gjaldþrota, hafi minnkað tap kröfuhafa um einhver hundruð milljarða króna. Bæði David Came- ron og Sigmundur Davíð voru báðum megin við borðið. Peningar binda Það er því misskilningur, svo ekki sé meira sagt, þegar nú­ verandi, eða var það fyrrver­ andi, forsætisráðherra full­ yrti, að peningar SDG, sem að eigin frásögn voru gefnir upp, hafi unnið fyrir íslenska hagkerfið. Þeir unnu fyrir það breska. Snorri Baldursson formaður Landverndar Þröstur Ólafsson hagfræðingur Engar rannsóknir liggja fyrir um að það sé hagfelldara fyrir samfélag og efnahag þjóðarinnar og heimsins að virkja vatnasvið á mið­ hálendinu en að friða þau í þjóðgarði. s k o ð u n ∙ F R É T T A B L A ð i ð 15M i ð V i k u D A G u R 1 3 . A p R í L 2 0 1 6 1 3 -0 4 -2 0 1 6 0 4 :1 0 F B 0 4 8 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 9 0 B -6 6 D 0 1 9 0 B -6 5 9 4 1 9 0 B -6 4 5 8 1 9 0 B -6 3 1 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 4 8 s _ 1 2 _ 4 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.