Fréttablaðið - 13.04.2016, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 13.04.2016, Blaðsíða 10
Ársfundur Eftirlaunasjóður starfsmanna Útvegsbanka Íslands boðar til ársfundar fimmtudaginn 28. apríl 2016 kl. 17.00 í húsnæði LSR, Engjateigi 11 (gengið inn að vestanverðu). Dagskrá: Skýrsla stjórnar. Stjórnarkjör. Önnur hefðbundin ársfundarmál. Allir sjóðfélagar eiga rétt á setu á ársfundi með málfrelsi og tillögurétti. Sjóðfélagar eru hvattir til að mæta. Stjórnin. – G Ó Ð U R Á B R A U Ð – Í S L E N S K U R GÓÐOSTUR ÍS LE N SK A/ SI A. IS /M SA 7 84 18 0 2/ 16 ESB Framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins kynnti í gær hugmyndir sínar um að stærstu fyrirtækjum, sem starfa í aðildarríkjum sambandsins, verði gert skylt að gera opinberlega grein fyrir skattamálum sínum. Framkvæmdastjórnin segir að Evrópusambandið verði af 50 til 70 milljörðum evra árlega vegna skatta- undanskota. Þetta samsvarar ríflega 7.000 til nærri 10.000 milljörðum króna. Reglurnar eiga að ná til þúsunda fjölþjóðafyrirtækja, hvort sem þau eru evrópsk eða ekki. Eina skilyrðið er að viðkomandi fyrirtæki sé með starf- semi í ríkjum Evrópusambandsins. Reglurnar eiga hins vegar ekki að ná til lítilla eða meðalstórra fyrirtækja. Fyrirtækjunum verður gert skylt að birta upplýsingar um hagnað sinn, skattgreiðslur, starfsmannafjölda og veltu, og þessar upplýsingar verði sundurliðaðar eftir aðildarríkjum ESB og nokkrum helstu skattaskjólum heims. Þessar reglur myndu ná til stór- fyrirtækja á borð við Google, Apple og Starbucks, sem öll hafa verið gagn- rýnd fyrir að notfæra sér skattaskjól. Jonathan Hill, sem fer með málefni fjármálafyrirtækja í framkvæmda- stjórninni, sagði að bæði efnahagur og samfélag Evrópuríkjanna væru háð því að skattakerfið sé sanngjarnt: „Í dag er það samt svo, að með því að nota flókna skattahagræðingu geta sum fjölþjóðafyrirtæki komist upp með að greiða nærri þriðjungi lægri skatta en fyrirtæki sem sem starfa einungis í einu landi.“ Reglurnar, sem framkvæmda- stjórnin kynnti í gær, verða á næst- unni ræddar bæði á Evrópuþinginu og í ráði Evrópusambandsins. Báðar þessar stofnanir þurfa að samþykkja þær, áður en þær geta tekið gildi. Eftir að upplýsingar tóku að birtast úr Panama-skjölunum hafa stjórn- völd víða um heim boðað aðgerðir gegn skattaskjólum. Á mánudaginn kynnti til dæmis David Cameron, for- sætisráðherra Bretlands, áform um að fyrirtækjum verði refsað fyrir að láta starfsmenn sína komast upp með að gefa ráðleggingar um skattaundaskot. Og á sunnudaginn hvatti Wolfgang Schäuble, fjármálaráðherra Þýska- lands, ríki heims til að sameinast um öfluga baráttu gegn skattaskjólum. gudsteinn@frettabladid.is Verði gert skylt að upplýsa um tekjur og skatta Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins kynnti nýjar reglur um gagnsæi. Fjölþjóðafyrirtæki geti ekki lengur skotið tekjum undan. ESB verður árlega af 50 til 70 milljörðum evra vegna undanskota. Í dag er það samt svo, að með því að nota flókna skattahagræð- ingu geta sum fjölþjóðafyrir- tæki komist upp með að greiða nærri þriðjungi lægri skatta en fyrirtæki sem starfa einungis í einu landi. Jonathan Hill, fjármálastjóri í fram- kvæmdastjórn Evrópusambandsins Mótmælendur efndu í gær til uppákomu fyrir utan byggingu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í Brussel. FréttaBlaðið/EPa orkumál Fyrirtækið Metalogalva í Portú- gal átti lægsta tilboðið í stálmöstur þriggja háspennulína Landsnets, Kröflu línu 4, Þeistareykja- línu 1 og Suðurnesja línu 2, en alls bárust fimmtán tilboð í möstrin og voru tólf þeirra undir kostnaðaráætlun. Metalogalva bauð tæpar 3,2 milljónir evra, eða 465 milljónir íslenskra króna, um 59 prósent af kostnaðar áætlun. Landsnet mun nú fara yfir tilboðin og í framhaldi af því verður rætt við lægstbjóð- endur. Gert er ráð fyrir að möstur Kröflulínu 4, frá Kröflu að Þeistareykjum, komi til landsins í sumar en möstur Þeistareykjalínu 1, frá Þeista- reykjum að Bakka, og Suður- nesjalínu 2, milli Hafnar- fjarðar og Rauðamels á Reykjanesi, verði afhent í byrjun næsta árs. – shá Lægsta boð 59% af áætlun 1 3 . a p r í l 2 0 1 6 m I Ð V I k u D a G u r10 f r é t t I r ∙ f r é t t a B l a Ð I Ð 1 3 -0 4 -2 0 1 6 0 4 :1 0 F B 0 4 8 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 9 0 B -5 C F 0 1 9 0 B -5 B B 4 1 9 0 B -5 A 7 8 1 9 0 B -5 9 3 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 4 8 s _ 1 2 _ 4 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.