Fréttablaðið - 13.04.2016, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 13.04.2016, Blaðsíða 4
Leiðrétt Rangt var farið með nafn upplýsingafulltrúa Isavia ohf. í frétt á síðu 4 í gær. Hann heitir Guðni Sigurðsson. Frá kr. 109.900 m/morgunmat MADEIRA 24. apríl í 10 nætur Netverð á mann frá kr. 109.900 m.v. 2 í herbergi.Hotel Dorisol SÉRTILBOÐ Bir t m eð fy rir va ra um pr en tvi llu r. He im sfe rð ir á sk ilja sé r r étt til le iðr étt ing a á sl íku . A th. að ve rð ge tur br ey st án fy rir va ra. Örfá sæti laus SKAttUr Frumvarp þess efnis að þeim sem sjálfviljugir gefa upp vantaldar tekjur eða eignir sem geymdar eru í skattaskjólum verði ekki refsað vegna brota á skattalögum hefur enn ekki verið lagt fram rúmu ári eftir að starfs- hópur kynnti drög að frumvarpinu. Það er heldur ekki á þingmálaskrá. Bjarni Benediktsson fjármála- ráðherra skipaði starfshóp um gerð griðareglna og úttekt á úrræðum skattyfirvalda til að sporna gegn skattsvikum. Þetta gerði hann í des- ember 2014 í kjölfar erindis sem barst skattrannsóknarstjóra vegna tilboðs um kaup á upplýsingum um félög sem skráð eru í þekktum skattaskjól- um. Starfshópurinn skilaði skýrslu og kynnti drögin að frumvarpinu þann 6. mars í fyrra. Frosti Sigurjónsson, formaður efna- hags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir að fjármálaráðherra hafi lagt það í hendur nefndarinnar hvort hún vildi flytja málið. „Fjármálaráðherra ætlaði ekki að flytja málið sjálfur og vildi að það yrði samstaða um það. Þetta yrði mjög viðkvæmt pólitískt mál. Menn gætu gagnrýnt það ef hlífa ætti einhverjum. Menn myndu strax hoppa á þann vagn að ráðast á ráð- herrann fyrir að gera það.“ Frosti kveðst hafa beðið fulltrúa í nefndinni að tjá sig um hvað þeir vildu gera. „Tveir eða þrír í minni- hlutanum óskuðu eftir að fá að ræða við þingflokka sína. Það kom ekkert til baka út úr því. Málið var rifjað upp um daginn. Enn voru menn ekki vissir hvað þeir vildu gera. Mér finnst ekki sterk skoðun í nefndinni með eða á móti. Þetta hefur kosti og galla.“ Hann getur þess að hann hafi haft samband við skattrannsóknarstjóra vegna málsins. „Þau eru sannfærð um að það væri fengur fyrir ríkissjóð að geta boðið upp á kerfi sem felur í sér að menn sjái sér hag í því að koma fram. Þeir myndu ekki sleppa við að borga skatta með álögum en refsingin yrði hugsanlega engin. Það verður að horfast í augu við að það er kannski ekki geta hjá skattrannsóknarstjóra til að rannsaka alltaf öll mál til hlítar. Mögulega kæmu einhverjir fram sjálf- viljugir sem ekki hefðu náðst annars.“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir það rök með málinu að árangur hafi náðst með griðareglum á Norðurlöndunum. „Mér hefði hins vegar þótt eðlilegt að skoða málið heildstætt. Það hefði verið erfitt fyrir nefndina að taka póli- tíska ábyrgð á þessum anga þegar við vitum að mikil þörf er á að efla starf- semi ríkisskattstjóra og skattrann- sóknarstjóra og skoða hvernig við getum bætt skattaeftirlit í daglegri framkvæmd.“ ibs@frettabladid.is Ekki samstaða um griðareglur Starfshópur kynnti í mars í fyrra drög að frumvarpi um refsileysi fyrir þá sem koma fram úr skattaskjólum. Frumvarpið hefur enn ekki verið lagt fram. Fjármálaráðherra lagði í hendur nefndar hvort flytja ætti málið. Fjöldi skattaskjólsmála hefur tengst Lúxemborg. Fjármálaráðherra ætlaði ekki að flytja málið sjálfur og vildi að það yrði samstaða um það. Þetta yrði mjög viðkvæmt póli- tískt mál. Frosti Sigurjónsson, formaður efna- hags- og viðskipta- nefndar Alþingis Það hefði verið erfitt fyrir nefndina að taka pólitíska ábyrgð á þessum anga þegar við vitum að mikil þörf er á að efla starfsemi ríkisskattstjóra og skattrann- sóknarstjóra. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna SAKAmáL Rannsókn á meintri fjár- kúgun systranna Malínar Brand og Hlínar Einarsdóttur á hendur Helga Jean Claessen er enn á borði rann- sóknarlögreglu og mun líklega verða í nokkrar vikur til viðbótar. Runólfur Þórhallsson, yfirlögreglu- þjónn hjá lögreglunni á höfuðborgar- svæðinu, segir það vera vegna þess að síma- og tölvugögn hafi reynst mun umfangsmeiri yfirferðar en reiknað var með. Héraðssaksóknari mun bíða með að gefa út ákæru á hendur systrunum fyrir fjárkúgun á hendur Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, fyrrverandi forsætisráðherra, þar til rannsókn þessari er lokið. Meginreglan er að afgreiða öll mál á sama sakborning saman og er það sérstaklega mikil- vægt ef gefin er út ákæra. Rannsókn lögreglu á tilraun systr- anna til að kúga fé út úr Sigmundi Davíð lauk í október síðastliðnum og var málið þá sent til ríkissaksóknara. Um áramótin færðist málið til héraðs- saksóknara þegar lögum um meðferð sakamála var breytt. Það var í fyrravor sem systurnar sendu bréf á heimili forsætisráð- herra þar sem þær höfðu í hótunum og kröfðust peninga. Þær voru hand- teknar í júní þegar þær hugðust sækja féð. Nokkrum dögum síðar kærði Helgi Jean, sem er fyrrverandi sam- starfsmaður Hlínar, þær systur fyrir fjárkúgun en þær sökuðu hann um kynferðisbrot. – kbg Rannsóknin á fjárkúgunarmáli systranna dregst á langinn Systurnar bíða málalykta vegna til- raunar til að kúga fé úr fyrrverandi forsætisráðherra. HeiLbrigðiSmáL „Það eru vonbrigði að það er ekki gert ráð fyrir við- bótarfjármagni í heilsugæsluna,“ segir Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands. Stjórn Læknafélagsins sendi frá sér yfirlýsingu í gær og lýsti áhyggj- um af fjármögnun heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu. Útboðs- gögn fyrir rekstur þriggja nýrra heilsugæslustöðva voru kynnt á föstudaginn hjá Sjúkratryggingum Íslands. „Markmiðið er að bæta þjónustu við íbúa á höfuðborgar- svæðinu. Það gerist ekki með því að dreifa krónunum á fleiri staði.“ Þorbjörn segir rekstur heilsu- gæslunnar nú þegar undirfjár- magnaða og segir stjórn Lækna- félagsins skora á stjórnvöld að bæta úr og auka fjármagnið. „Það væri dapurlegt ef fáir eða engir treysta sér til þess að standa að rekstri stöðvanna af raunveru- legum áhuga. Hugmyndin þarf að vera fullútfærð því það er stefnt að því að afgreiða þessi mál tiltölulega fljótt, eða fyrir lok maí.“ – kbg Áhyggjur af fjármögnun heilsugæslu ViðSKipti Tekjur ítalska lúxus- merkisins Prada drógust saman um 26,6 prósent á síðasta ári samkvæmt nýjum tölum. Asíubúar, sér í lagi Kínverjar, eru gríðarlega mikilvægur viðskipta- hópur lúxusvörumarkaðarins. Þriðj- ungur af sölu Prada á heimsvísu á sér stað í Asíu. Hlutabréf í Prada hafa lækkað um 42 prósent á síðustu tólf mánuðum, að því er talið er vegna erfiðra efnahagsskilyrða í Kína. Sala dróst einnig saman á síðasta ári hjá til að mynda Louis Vuitton, Burberry og Hugo Boss. Í lok síðasta árs spáði ráðgjafar- fyrirtækið Bain & Co. því að vöxtur á lúxusvörumarkaði myndi vera sá minnsti árið 2015 frá 2009. Hluta- bréfamarkaðir í Kína hrundu í ágúst í fyrra og varð svipuð niðursveifla í byrjun árs 2016. Mikil óvissa hefur einkennt asíska markaði í framhaldi af því. Tekjuvöxtur hjá lúxusvöru- fyrirtækjum gæti því einnig orðið lítill á þessu ári. – sg Árið 2015 var erfitt ár fyrir lúxusmerki Hlutabréf í Prada hafa lækkað um 42 prósent á síðustu tólf mánuðum. FréttabLaðið/Getty Markmiðið er að bæta þjónustu við íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Það gerist ekki með því að dreifa krónunum á fleiri staði. Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags 1 3 . A p r í L 2 0 1 6 m i ð V i K U D A g U r4 f r é t t i r ∙ f r é t t A b L A ð i ð 1 3 -0 4 -2 0 1 6 0 4 :1 0 F B 0 4 8 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 9 0 B -6 1 E 0 1 9 0 B -6 0 A 4 1 9 0 B -5 F 6 8 1 9 0 B -5 E 2 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 8 s _ 1 2 _ 4 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.