Fréttablaðið - 13.04.2016, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 13.04.2016, Blaðsíða 30
Andrés Jónsson almannatengill Lars Christensen alþjóðahagfræðingur Mjög mikilvægt í krísum er að skapa traust með því að grípa strax til aðgerða sem ganga helst lengra en það sem lögfræðingar þínir ráð- leggja. Rakel Sölvadóttir- framkvæmdastjóri Skemu Hin hliðin Vilja hætta brúnkolagreftri Hins vegar er meginspurningin ekki um hvað gerist í ís- lensku efnahagslífi á næstu 2-3 ársfjórðungum heldur hvort þessi stjórnmála- kreppa setji af stað meiri- háttar breytingar á hinu pólitíska landslagi á Íslandi sem gætu hugsanlega breytt efnahagslegu og pólitísku valdakerfi landsins. Hugveitan Agora Energiewende leggur til að brúnkolanámugreftri í Nordrhein-Westfalen, stærsta ríki Þýskalands, verði hætt fyrir árið 2039. Hug- veitan rannsakar orkunotkun Þjóðverja og hvernig þeim gengur að breyta orkunotkun sinni úr kjarnorku í endurnýjanlega orku. FRéttAblAðið/EPA Bandaríska hafnaboltahetjan Yogi Berra sagði, eins og frægt varð: „Það er eins og déjà vu enn og aftur,“ – og það var nákvæmlega þannig sem mér leið vegna hinna póli- tísku atburða á Íslandi síðustu tvær vikur. Aftur og aftur hafa nánast súrrealískar yfirlýsingar frá leiðandi stjórnmálamönnum hneykslað Íslendinga og umheiminn og skilið þá tilfinningu eftir að Íslandi sé stjórnað af óhæfum fíflum. Að þessu leyti hefur þetta verið býsna líkt Hagfræði stjórnmálakreppu þeim hræðilegu vikum 2008 þegar allt íslenska bankakerfið hrundi. En það er einn mikilvægur munur – að þessu sinni er þetta ekki fyrst og fremst saga um hag- fræði og markaði, heldur um djúp- stæða pólitíska kreppu sem sýnir djúpstæð, alvarleg vandamál í íslenskum stjórnmálastofnunum og -menningu. Að því sögðu er mögulegt að þessi kreppa – að minnsta kosti þegar til skemmri tíma er litið – hafi neikvæð áhrif á íslenska hag- kerfið. Í heildina getum við hugsað okkur að þetta pólitíska áfall skaði hagkerfið á tvenns konar hátt til skamms tíma. Í fyrsta lagi getur þetta verið skellur fyrir eftirspurnarhlið hag- kerfisins – ef þessi kreppa leiðir til þess að neytendur og fjárfestar verði varkárari getur það fyrst um sinn valdið minnkandi heildar- eftirspurn í hagkerfinu. Hins vegar þarf að hafa í huga að ef hægir á eftirspurn getur Seðlabankinn vegið upp á móti því með því að lækka vexti eða fresta fyrirhug- uðum vaxtahækkunum og þess vegna myndi ég ekki hafa of miklar áhyggjur af efnahagsáhrifum eftir- spurnarhliðarinnar. Í öðru lagi, og þetta skiptir meira máli að mínu mati, er það sem bandaríski hagfræðingurinn Robert Higgs hefur kallað „stjórnaróvissu“. Stjórnaróvissa vísar til almenns trausts til lagalegs og stofnana- legs umhverfis í hagkerfinu. Ef það er mikil óvissa um þessa innviði getur það varanlega dregið úr fjár- festingum og þar af leiðandi fram- leiðniaukningu í hagkerfinu. Þar sem útlit er fyrir miklar breytingar á hinu pólitíska lands- lagi á Íslandi er eðlilegt að búast við aukinni „stjórnaróvissu“. Að því sögðu tel ég að til skemmri tíma litið hafi það ekki meiriháttar áhrif á hagkerfið og þess vegna hallast ég því að segja að þjóðhagfræðileg kreppa til skamms tíma verði mjög takmörkuð. Hins vegar er meginspurningin ekki um hvað gerist í íslensku efna- hagslífi á næstu 2-3 ársfjórðungum heldur hvort þessi stjórnmála- kreppa setji af stað meiriháttar breytingar á hinu pólitíska lands- lagi á Íslandi sem gætu hugsanlega breytt efnahagslegu og pólitísku valdakerfi landsins. Persónulega tel ég þetta mikilvægustu spurninguna þegar litið er til næsta áratugarins eða svo. Í bili hef ég fleiri spurningar en svör, en ég vona að íslenskt sam- félag komi sterkara út úr þessari kreppu. Börn í dag eru talin vera með gott tölvulæsi, þau geta spilað leiki, vafr- að um á netinu og vita hvernig allt virkar en fá geta búið til sína eigin leiki eða eigin forrit. Það er eins og þau geti lesið en ekki skrifað. Eitt Forritun – áhrif á hugræna getu og færni barna af því sem börn gera best er að læra tungumál og því ættu þau að vera mjög móttækileg og fljót að tileinka sér forritunarmál þar sem forritun er í raun bara samskipti milli manns og tölvu á því tungumáli sem báðir skilja. Seymor Papert talaði um að tölvur væru notaðar til að forrita börn með þeirri notkun sem tíðk- ast almennt í dag. Papert var einn af stofnendum forritunarmálsins Logo og einn af frumkvöðlum þess að nota forritun til að efla vitsmuni barna. Hann byggði hugmyndir sínar á kenningum Piagets og taldi að „Piagetian-lærdómur“, að læra án þess að vera kennt, væri vænlegastur til árangurs. En hvað hafa rannsóknir sýnt fram á í þessum efnum? Hvaða áhrif getur forritunarkennsla haft á hugrænan þroska og getu barna? Rökhugsun og verkefnaúrlausn Það sem gerir forritunarkennslu áhugaverða er að hún krefur nem- endur um að finna lausn á vanda- málum og setja hugmyndir sínar fram á skipulagðan hátt til þess að miðla þeim rétt til tölvunnar. Sýnt hefur verið fram á að með þessum hætti þjálfar forritun nemendur í rökhugsun sem hægt er að hagnýta síðar til lausnar á vandamálum sem koma upp í daglegu lífi. Einnig hafa rannsóknir sýnt fram á að forritun eflir hugræna færni til muna jafn- framt því að félagsskilningur eykst sem leiðir til þess að nemendur eru líklegri til að vinna í sameiginlegum lausnum á vandamála. Að þekkja eigin hugsun og setja sig í spor annarra Sýnt hefur verið fram á að með því að forrita tölvuna til að gera það sem börnin vilja þá þurfa þau að setja sig í sporin sjálf og hugsa út í hvernig þau myndu sjálf leysa verkefnið og þá endurspegla sína eigin hugsun. Sköpunargáfa og tilfinningaviðbrögð Rannsóknir hafa sýnt fram á að for- ritunarkennsla hefur jákvæð áhrif á sköpunargáfu og tilfinningavið- brögð hjá börnum með námsörðug- leika ásamt því að hafa verið tengd við myndun þekkingar á afmörkuð- um sviðum sem og aukið hugræna og félagslega færni. Krísustjórnun hefur verið á allra vörum síðustu daga vegna þeirra atburða sem orðið hafa í stjórn- málunum og bað Fréttablaðið mig því um að setja örfá orð á blað um hvað beri helst að hafa í huga þegar krísur verða. Algeng fyrstu viðbrögð fólks sem lendir í miðpunkti orðsporskrísu er afneitun. Afneitunin getur oft verið í formi aðgerðaleysis. Fólk forðast að horfast í augu við veruleikann og vonar að vandinn hverfi með því að hugsa ekki um hann. Með þessu tapast dýrmætur tími sem hefði mátt nýta til að lágmarka skaðann. Einnig er mjög algengt að fólk bregðist við með því að skjóta sendiboðann. Þá eru fjölmiðlar eða aðrir málsaðilar sagðir stjórnast af annarlegum hvötum. Leitað er stað- festingar á þessu viðhorfi hjá skyld- mennum og samstarfsmönnum sem eiga gjarnan sjálfir erfitt með að sjá hlutina skýrt. Þá er yfirleitt nánast ómögu- legt fyrir þann sem lendir í krísu að horfa á málin frá annarri hlið en sínum eigin þrönga sjónarhóli. Hann veit að hann á að biðjast velvirðingar en eigin reiði verður honum fjötur um fót. Hálfkveðnar vísur og undanbrögð hafa síðan snúið margri afsökunarbeiðninni upp í andhverfu sína. Mjög mikilvægt í krísum er að skapa traust með því að grípa strax til aðgerða sem ganga helst lengra en það sem lögfræðingar þínir ráð- leggja. Ná þannig stjórn á atburða- rásinni og hindra að fram komi sífellt nýir angar sem krefjast nýrra viðbragða. Ein algengasta réttlætingin fyrir aðgerðaleysi eða gegn því að gangast við ábyrgð er að fólk verði búið að gleyma málinu von bráðar. Þetta er alrangt. Það getur verið að almenn- ingur gleymi smáatriðum máls en orðsporshnekkirinn er samt áfram til staðar. Gott orðspor er inneign sem hægt er að nýta þegar syrtir í álinn. Slæmt orðspor þrengir á móti rými okkar til æðis og athafna. Margir háttsettir hafa þurft að taka poka sinn vegna mála sem hefði verið hægt að laga með réttum viðbrögðum. Við gleymum þessu fólki kannski, en eins og allir þeir sem staðið hafa í miðjum fjöl- miðlastormi geta vitnað um, þá lifir sú minning með þeim eins og ör á sálinni ævilangt. Algengustu mistökin í krísum Almanna- tengsl 1 3 . a p r í l 2 0 1 6 M I Ð V I K U D a G U r10 MArkAðurinn 1 3 -0 4 -2 0 1 6 0 4 :1 0 F B 0 4 8 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 9 0 B -7 F 8 0 1 9 0 B -7 E 4 4 1 9 0 B -7 D 0 8 1 9 0 B -7 B C C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 4 8 s _ 1 2 _ 4 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.