Fréttablaðið - 13.04.2016, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 13.04.2016, Blaðsíða 44
Brjánsi sýra er frábær ein­staklingur, ef hann væri til í raunveruleikanum væri hann líklega orðinn forsætisráðherra. Hann er góður kall sem hefur sterkar skoðanir á lífinu. Karakter Brjánsa sýru er algjört hugverk Óskars Jón­ assonar, leikstjóra Sódómu, hann er höfundur að öllu góðu grínefni sem hefur verið framleitt á Íslandi,“ segir Stefán Sturluson leikari aðspurður hvernig karakter Brjánsi sýra, ein af aðalpersónum kvikmyndarinnar Sódómu Reykjavík, sé. Myndin var frumsýnd í Regnbog­ anum 8. október 1992. Brjánsi vakti athygli frá fyrsta degi og fólk hafði sterkar skoðanir á honum. Rætur hans má rekja til jaðarhópa í sam­ félaginu. „Við skoðuðum meðal annars undirheima Reykjavíkur, ásamt því að dvelja með útigangsfólki í tvær nætur. Brjánsi er líka einn af strák­ unum sem halda að þeir séu aðeins meiri töffarar en þeir eru í raun og veru. Fólk hafði miklar skoðanir á Brjánsa og það er óhætt að segja að áreitið eftir frumsýningu hafi verið mikið, síminn stoppaði ekki og á tímabili þurfti ég að taka hann úr sambandi þar sem fólk hringdi dag og nótt,“ segir Stefán. Ekkert hefur sést til Brjánsa frá því Sódóma kom út en nú sést honum bregða fyrir í grínþátt­ unum Ligeglad sem frænda Önnu Svövu sem leikur aðal­ persónu þáttanna. „Það er frábært að koma til baka með Brjánsa. Alveg frá því ég fékk sím­ tal frá Adda Knúts, einum framleiðanda Ligeglad, hef ég verið að velta því fyrir mér hvað Brjánsi hefur verið að bralla frá því hann kom fram Brjánsi sýra er fráBær einstak- lingur, ef hann væri til í raunveruleikanum væri hann líklega orðinn for- sætisráðherra. www.fi.is Fræðslu- og myndakvöld Ferðafélags Íslands FERÐAFÉLAG ÍSLANDS Mörkinni 6 | 108 Reykjavík | S: 568 2533 | www.fi.is Aðgangseyrir kr. 600 - Innifalið kaffi og kleinur Allir velkomnir Laugavegurinn /Torfajökulsaskjan, fortíð, nútíð og framtíð • Fyrir upphafið. Guðmundur Jóelsson • Upphafið, skála- og brúarbyggingar. Leifur Þorsteinsson • Seinnitíma uppbygging. Þorsteinn Eiríksson • Kaffihlé • Hugmyndir að frekari uppbyggingu á svæðinu? Leifur Þorsteinsson miðvikudaginn 13. apríl kl. 20 í sal FÍ Mörkinni 6 Brjánsi 25 árum síðar í Lige glad. Brjánsi í Sódómu Reykjavík. Stefán Sturluson hefur dvalið í Finnlandi síðustu ár þar sem hann meðal annars starfar með Rauða krossinum. Brjánsi er ekki perri Stefán Sturluson er flestu kvikmyndaáhugafólki kunnur frá því hann lék Brjánsa sýru í kvikmyndinni Sódómu Reykjavík á eftir- minnilegan hátt. Nú bregður honum fyrir á skjánum á ný. í Sódómu. Hann er alltaf að reyna að græða pening og svo lendir hann oft í mjög misskildum aðstæðum, til dæmis keypti hann sér ísbíl, þar sem hann ætlaði að selja íslenskan ís á Strikinu og græða helling af peningum, en hann komst aldrei lengra en að kaupa bílinn. Hann er góður einstaklingur sem vill engum neitt illt, hann er bara misskilinn og það er alls enginn perri í honum,“ segir Stefán léttur í bragði. Stefán hefur búið í Vasa í Finn­ landi síðustu ár. Þar hefur hann unnið sem leikstjóri í finnska þjóð­ leikhúsinu í Vasa. „Ég setti meðal annars upp Bláa hnöttinn eftir Andra Snæ Magna­ son og Græna landið eftir Ólaf Hauk Símonarson. Eftir að ég flutti frá Íslandi hef ég verið að koma einu sinni á ári heim til að vinna að sýningum í heimabænum mínum Sauðárkróki sem er virkilega skemmtilegt,“ segir hann. Leikhúsið er ekki það eina sem Stefán fæst við. Frá því í haust hefur hann starfað með Rauða krossinum í Vasa þar sem hann vinnur með flóttamönnum. „Þetta er virkilega krefjandi starf en á sama tíma mjög gefandi. Ég er að hjálpa þeim að komast í gegnum daginn, það er erfitt að lifa við þess­ ar óvissuaðstæður þar sem eilífð bið er. Þú veist ekki hvort þú færð að vera eða hvort þú verður sendur til baka, þar sem mikið stríðsástand ríkir. Það eru sextíu börn á skóla­ aldri á svæðinu en við erum í sam­ einingu, með flóttafólkinu, búin að byggja upp skóla, heilsu­ gæslu, íþróttasal, leiklistar­ námskeið þar sem börnin geta sótt skóla og lifað áfram í eins eðlilegum aðstæðum og kostur er,“ segir Stefán. gudrunjona@frettabladid.is Leikkonan Megan Fox á von á sínu þriðja barni. Þrátt fyrir að hún hafi ekki staðfest fréttirnar sjálf var hún um helgina á kynn­ ingu fyrir nýjustu mynd sína, Teen­ a g e M u t a n t Ninja Turtles: Out of the Sha­ dows þar sem hún klæddist þröngum kjól. Óléttubumban var mjög greini­ leg í kjólnum en Megan var sú allra glæsilegasta. Mikl­ ar getgátur eru um hver faðir barnsins sé. Mestar líkur eru á að það sé Brian Austin G r e e n , f y r r ve ra n d i eiginmaður hennar og faðir tveggja drengja hennar. Þau skildu fyrir átta mánuðum en upp á síðkastið hafa þau sést mikið saman og hermt er að þau séu byrjuð aftur saman. Leikkonan knáa er 29 ára gömul og þrátt fyrir ungan aldur á hún glæstan feril að baki. Ástæðan fyrir að þau Brian ákváðu að skilja var að henni þótti hann halda of mikið aftur af henni en hún hefur mikið talað um að hana langi að leika meira í kvikmyndum en hún hefur haldið sig frá sviðsljósinu seinustu ár eftir að hún eignaðist sitt fyrsta barn. megan fox ólétt á ný Megan og Brian Austin Green eru talin eiga von á sínu þriðja barni saman. 1 3 . a p r í l 2 0 1 6 M I Ð V I K U D a G U r28 l í f I Ð ∙ f r É T T a B l a Ð I Ð Lífið 1 3 -0 4 -2 0 1 6 0 4 :1 0 F B 0 4 8 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 9 0 B -7 0 B 0 1 9 0 B -6 F 7 4 1 9 0 B -6 E 3 8 1 9 0 B -6 C F C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 4 8 s _ 1 2 _ 4 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.