Fréttablaðið - 13.04.2016, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 13.04.2016, Blaðsíða 24
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnar- efni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson | Umsjónarmenn efnis: Sólveig gísladóttir, solveig@365.is, s. 512 5351, Vera einarsdóttir, vera@365.is, s. 512 5357 | Sölumenn: Atli Bergmann, atlib@365.is, s. 512 2447, Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434, Jóhann Waage, johannwaage@365.is, s. 512 5439, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512 5429 Hljómsveitirnar Ensími og 200.000 naglbítar halda sameigin­ lega tónleika í Reykjavík og á Akur eyri á morgun fimmtudag og á föstudag. Báðar sveitirnar hafa starfað með hléum í tæplega 20 ár og sett mark sitt á íslenska rokk­ senu með eftirminnilegum hætti. Það eru mörg ár síðan þær spil­ uðu saman á tónleikum síðast, að sögn þeirra Franz Gunnarssonar, gítarleikara og söngvara Ensími, og Vilhelms Antons Jónssonar, söngvara og gítarleikara 200.000 naglbíta. „Við höfum þekkst lengi enda voru þessar hljómsveitir stofnaðar á svipuðum tíma. Frum­ burður beggja sveita kom líka út árið 1998; við gáfum út Neóndýrin og Ensími gaf út Kafbáta músík,“ segir Vilhelm. Hugmyndin að spila saman á tónleikum er ansi gömul að sögn Franz en þar sem þetta er mjög upptekinn hópur tók nokkurn tíma að finna heppilegar dagsetningar. „Mig minnir að við höfum spilað síðast saman á skólaballi fyrir vestan á síðustu öld. Í minning­ unni var það mikið stuð og fjörið verður væntanlega engu minna á þessum tvennum tónleikum.“ nóg aF lögum til Tilhlökkunin er mikil í hópnum að sögn Franz. „Það er frábært að geta loksins spilað saman enda erum við allir vinir sem gerir þetta sérstaklega skemmtilegt. Ég á því von á frábærum tónleikum. Við ætlum að hefja þá kl. 22 til að gefa fólki sem getur að öllu jöfnu ekki hangið fram eftir tækifæri á að skella sér á góða tónleika­ stund.“ Úr nægu efni er að velja eftir nær tveggja áratuga starf. Franz segir þá félaga í Ensími flytja lög af öllum fimm plötum hljóm­ sveitarinnar og þekktustu slagar­ arnir fá að sjálfsögðu sitt pláss. Vilhelm tekur í svipaðan streng og segir þá félaga ætla að spila þekktar Naglbítaperlur. „Þetta verða lög af öllum plötum okkar og að sjálfsögðu munum við spila þekktustu lög okkar auk þeirra laga sem við sjálfir höldum mest upp á. En við ætlum líka að spila nýtt stöff, jafnvel þrjú eða fjög­ ur ný lög. Það er ótrúlega gaman að spila lög sem fólk þekkir en það eru allt aðrar tilfinningar í gangi þegar við spilum ný lög. Þá eru tónleikagestir að heyra þau í fyrsta skiptið og móta sér skoðun á staðnum.“ alltaF Verið rólegir Ensími gaf út plötuna Herðubreið fyrir rúmlega ári sem fékk góða dóma. Að sögn Franz eiga þeir fullt af óútgefnu efni og alltaf eru að fæðast nýjar lagahugmyndir. Því megi alveg búast við frekari útgáfu í nánustu framtíð. Öllu lengra er síðan Naglbít­ arnir gáfu út nýtt efni en síðasta breiðskífa sveitarinnar kom út árið 2003 sem er allt of langur tími að sögn Vilhelms. „Við höfum alltaf farið rólega í allt svona og vandað okkur mjög mikið. Þessar plötur verða allar til eftir 100 ár svo það er eins gott að vera ekki að elta einhverjar tískur og gera eitthvað sem manni líður ekki vel með. Við hugsum þetta þannig að við viljum geta tekið plöturnar okkar fram eftir 50 ár, sett á fón­ inn og verið stoltir af þeim.“ Fyrri tónleikarnir verða á morgun fimmtudag á Gauknum í Reykjavík. Seinni tónleikarnir verða á Græna hattinum á Akur­ eyri á föstudag. Báðir tónleikarn­ ir hefjast kl. 22. Miðasalan á fyrri tónleikana fer fram á tix.is en á midi.is vegna seinni tónleikana. starri@365.is Nánari upplýsingar um hljómsveit- irnar má finna á Facebook og rifja má upp gömlu góðu lögin á Spotify en þar má finna allar plötur beggja sveita án endurgjalds. alltaF Vandað okkur mjög mikið Tvennir sameiginlegir rokktónleikar Ensími og 200.000 naglbíta verða haldnir í Reykjavík og Akureyri á næstu dögum. Mikil spenna er í herbúðum beggja sveita enda langt síðan þær hafa spilað saman. Ensími og 200.000 naglbítar spila gamla smelli í bland við nýtt efni í Reykjavík og á Akureyri. SAMSETT MYND/STEFÁN KARLSSON OG BIRTA RÁN BJÖRGVINSDÓTTIR „Mig minnir að við höfum spilað síðast saman á skólaballi fyrir vestan á síðustu öld. Í minningunni var það mikið stuð,“ segir Franz Gunnarsson úr Ensími (t.h.). Vilhelm Anton Jónsson úr 200.000 naglbítum er við hlið hans. MYND/ANTON BRINK 1 3 . a p r í l 2 0 1 6 M I Ð V I K U D a G U r2 F ó l K ∙ K y n n I n G a r b l a Ð ∙ V I Ð b U r Ð I r ENDALAUST NET 1.000 KR.* Endalaust Settu þig í samband og fáðu Endalaust 365 1817 365.is * Fylgir með völdum tilboðspökkum. Undanskilið er aðgangsgjald og leiga á beini. Nánari upplýsingar á 365.is ÓTAKMARKAÐ GAGNAMAGN Endalaus og áhyggjulaus Internetáskrift. 1 3 -0 4 -2 0 1 6 0 4 :1 0 F B 0 4 8 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 9 0 B -5 3 1 0 1 9 0 B -5 1 D 4 1 9 0 B -5 0 9 8 1 9 0 B -4 F 5 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 4 8 s _ 1 2 _ 4 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.