Fréttablaðið - 13.04.2016, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 13.04.2016, Blaðsíða 20
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum 72% erlendra ferðamanna fara gullna hringinn Landsbankinn býður fyrirtækjum alhliða lausnir fyrir fjármál þeirra. Hjá okkur starfa tugir sérfræðinga um land allt sem sérhæfa sig í þjónustu við fyrirtæki í öllum helstu greinum atvinnulífsins. Sérfræðiþekking á fjölbreyttum þörfum fyrirtækja landsbankinn.is 410 5000Landsbankinn Pantaðu viðtal hjá sérfræðingum okkar í síma 410 5000 eða sendu okkur tölvupóst á netfangið fyrirtaeki@landsbankinn.is. Í öllum fyrirtækjum er nauðsynlegt að geta gengið að fjölbreyttum lausnum sem styðja við reksturinn. Við leggjum mikið upp úr persónulegum tengslum og vandaðri þjónustu. Hjá fyrirtækjaþjónustu Landsbankans leggjum við okkur fram við að koma til móts við þarfir fyrirtækja. Við horfum fram á veginn þegar kemur að viðskiptasamböndum og störfum með fyrirtækjum á ólíkum vaxtarskeiðum. Netbanki fyrirtækja er upp- lýsingaveita sem eykur yfir- sýn og auðveldar stjórnendum ákvarðanatöku. Við bjóðum upp á greinargóðar innheimtu- skýrslur, beintengingu við bókhaldskerfi og kortalausnir sem einfalda innkaup. Við bjóðum ýmsar gerðir rekstrarlána, fjármögnum tækjakost, veitum fjárfestinga- lán og aðstoðum við fjár- mögnun á verðbréfamarkaði. Við ávöxtum fé og bjóðum virka eignastýringu fyrir eignir fyrirtækisins. Fjármögnun og eignastýring Öflugar netlausnir Vönduð fyrir- tækjaþjónusta Bolli Héðinsson, hagfræðingur og formaður Samtaka sparifjáreigenda, vill að lífeyrissjóðirnir komi á fót kjara ráði til að sporna gegn of háum launagreiðslum og kaupaukum til stjórnenda. „Því skyldu lífeyrissjóð- irnir ekki notfæra sér það afl sem þeir hafa sameiginlega og reyna að koma skikki á launakjör stjórnenda þeirra fyrirtækja sem þeir eiga í, í stað þess að búa við stöðugar hótanir stjórn- enda um að þeir fari eitthvað annað, fái þeir ekki þau laun og kaupauka sem þeir krefjist?“ spyr Bolli. Kjararáðið yrði sjálfstæð nefnd sem úrskurðaði um laun stjórnenda fyrir- tækja í eigu lífeyrissjóða. „Kjararáð lífeyrissjóðanna myndi setja saman launatöflur fyrir stjórnendur og skipa þeim, hvort sem er í bönkum eða öðrum fyrirtækjum lífeyrissjóðanna, viðeigandi stað í launatöflum sem kjararáðið setur.“ Bolli segist ekki hafa áhyggjur af því að íslenskir stjórnendur myndu leita úr landi. „Ég veit að það er engin eftir- spurn eftir íslenskum stjórnendum í útlöndum, nema manni og manni,“ segir hann. Haukur Hafsteinsson, fram- kvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfs- manna ríkisins, stærsta lífeyrissjóðs landsins, segir hugmyndina nýja og skoðunarverða. „Hún gengur hins vegar út á víðtækara samstarf milli líf- eyrissjóða en er til staðar því hver og einn lífeyrissjóður kemur fram sem sjálfstæður fjárfestir. Ég hef ákveðnar efasemdir um að markaðurinn og samkeppnisyfirvöld myndu heimila þetta víðtæka samstarf lífeyrissjóð- anna,“ segir hann. Haukur segir þá hluthafastefnu sem LSR hafi samþykkt ganga út frá því að launakjör stjórnenda þeirra fyrirtækja sem lífeyrissjóðurinn eigi hlut í séu hófleg en í takti við það sem tíðkist hjá sambærilegum fyrir- tækjum. Bolli telur hins vegar ekki að sam- keppnisyfirvöld muni setja sig upp á móti fyrirkomulaginu. Samtök atvinnulífsins reki til að mynda sam- ræmda kjarastefnu. Þá segir hann kaupauka geta verið góðra gjalda verða í fyrir- tækjum sem sýsla með áþreifanlega hluti, en mjög sannfærandi rök hafi verið færð fyrir því að kaupaukar í fjármálafyrirtækjum skili litlu sem engu. Bolli segir að lífeyrissjóðirnir ættu að mynda sér sameiginlega eigandastefnu, um það í hvernig fyrirtækjum þeir fjárfesti. „Til dæmis gæti það verið regla hér eftir að þeir fjárfesti ekki í fjármálafyrirtækjum sem veiti ráðgjöf um að setja upp fyrirtæki á Tortóla eða í öðrum skattaskjólum,“ segir Bolli. Auk þess ætti að vera ákveðin siðferðisviðmið uppi um þá stjórnendur sem séu í forsvari fyrir fyrirtæki í eigu lífeyris- sjóða. ingvar@frettabladid.is Vill að lífeyrissjóðir stofni kjararáð Formaður Samtaka sparifjáreigenda vill að lífeyrissjóðir komi á fót kjararáði til að hindra of há laun stjórnenda. Þá móti lífeyrissjóð- ir einnig sameiginlega fjárfestingarstefnu. Framkvæmdastjóri LSR efast um að samkeppnisyfirvöld yrðu hugmyndinni samþykk. Bolli Héðinsson vill að lífeyrissjóðir nýti sér stöðu sína á hlutabréfamarkaði til að koma í veg fyrir of há laun meðal stjórnenda og stuðla að siðlegum fyrirtækjarekstri. fréttaBlaðið/pjetur Ég veit að það er engin eftirspurn eftir íslenskum stjórnendum í útlöndum, nema manni og manni. Bolli Héðinsson hagfræðingur 1 3 . a p r í l 2 0 1 6 M I Ð V I K U D a G U r4 markaðurinn 1 3 -0 4 -2 0 1 6 0 4 :1 0 F B 0 4 8 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 9 0 B -7 A 9 0 1 9 0 B -7 9 5 4 1 9 0 B -7 8 1 8 1 9 0 B -7 6 D C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 4 8 s _ 1 2 _ 4 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.