Fréttablaðið - 13.04.2016, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 13.04.2016, Blaðsíða 22
Viðburðaríkt ár er að baki hjá Dohop. Á síðastliðnum fjór-tán mánuðum hefur starfsmannafjöldi fyrir tækisins tvö- faldast og félagið gert samninga við Gatwick-flugvöll og rússneska leitarrisann Yandex. Stefnt er að því að reksturinn verði á núlli í lok árs. Davíð Gunnarsson, framkvæmda- stjóri Dohop, segir að fyrirtækið sem er tólf ára gamalt sé að fá vind í seglin á ný til að byggja upp áfram- haldandi vöxt. Dohop hlaut í síðustu viku Nýsköpunarverðlaun Íslands 2016. Verðlaunin eru veitt af Rannís, Íslandsstofu, Nýsköpunarmið- stöð Íslands og Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins, til fyrirtækja sem þykja hafa skarað fram úr í þróun nýrrar vöru eða þjónustu, sem byggð er á rannsóknar- og nýsköpunar- starfi og náðst hefur árangur með á markaði. „Að fá verðlaunin er auðvitað frá- bært og afskaplega dýrmæt viður- kenning á því sem við höfum verið að gera undanfarin ár. Við erum að fá vind í seglin á ný eftir nokkurra ára tímabil þar sem við vorum ekki að vaxa eins hratt og við gátum en við erum komin aftur af stað,“ segir Davíð. Tvöföldun starfsmanna Í dag starfa þrjátíu manns á skrif- stofu Dohop í Reykjavík. „Í byrjun árs 2015 vorum við með fimmtán starfsmenn, við ætluðum að ráða tíu á árinu en erum orðin þrjátíu núna. Við erum með starfsmenn frá sex löndum, sumir eru nýfluttir til Íslands og aðrir hafa búið á Íslandi lengi. Það er eðli svona fyrirtækis að starfsmannahópurinn sé alþjóðleg- ur, við erum með tvo starfsmenn frá Rússlandi, einn frá Hvíta-Rússlandi, tvo frá Þýskalandi, einn frá Bretlandi og einn frá Víetnam,“ segir Davíð. Fyrirtækið rekur ferðaleitarvefinn dohop.is en þar má finna flug, hótel og bílaaleigubíla. Starfsemin skiptist í grófum dráttum í tvennt, að sögn Davíðs. „Við erum annars vegar með vefinn okkar og öpp þar sem ein- staklingar geta leitað að flugi eða hótelum og hins vegar með fyrir- tækjahliðina, þar erum við að semja við flugfélög og flugvelli hvar sem er í heiminum.“ Dohop er með um milljón ein- staklingsnotendur á mánuði. Tíu prósent þeirra eru Íslendingar en níutíu prósent koma að utan. „Ísland er mjög mikilvægur markaður fyrir okkur. Stærstu markaðir utan Íslands eru Bandaríkin, Bretland, Sádi-Arabía, Rússland og Þýskaland. Bandaríkin eru núna stærsti mark- aðurinn utan Íslands og sú breyting hefur orðið að Þýskaland fór úr 15. til 20. sæti í þriðja eða fjórða. Utan Íslands erum við fyrst og fremst að markaðssetja vefinn okkar í Þýska- landi ásamt því að líta til Banda- ríkjanna og Bretlands,“ segir Davíð. Fjórðungur tekna frá Rússlandi Á síðasta ári gerði Dohop tvo stóra fyrirtækjasamninga. Í september var greint frá því að Dohop hefði tekið upp samstarf við rússneska leitarrisann Yandex með þeim hætti að flugverð frá Dohop birtist nú á flugleitarvef Yandex. Yandex er eitt stærsta internetfyrirtæki Evrópu. Framkvæmdar eru um 150 milljón leitaraðgerðir daglega á síðunni. Davíð segir að Yandex sé nú að skila Dohop sem nemur um einum fjórða af tekjum fyrirtækisins. Dohop gerði einnig samning við Gatwick-flugvöll í London sem felur í sér að Gatwick nýtir tækni Dohop í GatwickConnects-þjónustunni. Með þjónustunni eru farþegar, sem nýta sér tengiflug í gegnum flug- völlinn, tryggðir fyrir kostnaði sem kynni að verða þegar flugi seinkar eða því er aflýst. Gatwick er orð- inn gríðarlega stór flugvöllur með um fjörutíu milljónir farþega á ári, samanborið við að Keflavík ætlar að taka á móti rúmlega sex milljónum á árinu. Í viðræðum við sex flugvelli „Gatwick-samstarfið gengur mjög vel, bókunum fjölgar daglega. Þetta samstarf er afar heppilegt fyrir okkur, sérstaklega í ljósi þess að samningurinn sem við gerðum hefur leitt af sér viðræður við sex aðra flug- velli. Nokkra í Evrópu, einn í Banda- ríkjunum og tvo í Asíu. Við byggjum það á velgengninni í Gatwick,“ segir Davíð. Dohop var stofnað árið 2004 og verður því tólf ára gamalt á árinu. Fyrirtækinu gekk vel í upphafi og sérstaklega var mikið að gerast árin 2008 til 2009 þegar Nýsköpunar- sjóður atvinnulífsins fjárfesti í því. Davíð hefur starfað hjá Dohop frá ársbyrjun 2009, að undanskildu árinu 2013 þegar hann starfaði um skeið hjá HF Verðbréfum, en hann tók við sem framkvæmdastjóri Dohop fyrir rúmu ári. Hann segir að árin 2010 til 2014 hafi verið fyrir- tækinu erfið. „Vorið 2010 var tekin ákvörðun um að sækja ekki meira fé til hlut- hafa og koma rekstrinum í hagnað. Á þeim tíma var það nauðsynleg ákvörðun byggð á aðstæðum. Svo gerðist það að Jón Tetzchner fjár- festi í félaginu í október 2013. Það var í raun og veru þá sem við sáum loksins fram á að komast af stað aftur af krafti. Við fórum svo í hluta- fjáraukningu í ágúst 2014 og höfum aukið við hlutafé tvisvar síðan þá,“ segir Davíð. 55% tekjuaukning Síðustu ár hefur Dohop sótt um og unnið þróunarverkefni á styrkjum frá Rannís. Davíð telur þetta ýta undir vöxt hjá fyrirtækinu. „Í fyrra var tekjuvöxtur okkar 35 prósent, en núna á fyrstu þremur mánuðum árs- ins var hann 55 prósent. Við sáum hraðari vöxt árið 2015 en árið 2014 og sjáum fram á enn hraðari vöxt í ár. Við ætlum að tvöfalda tekjurnar á árinu og það verður þess vegna meiri vöxtur á síðari hluta ársins,“ segir Davíð. „Notendum fjölgar stöðugt hjá okkur. Nú er hins vegar ekki eins mikil fjölgun í notendum á vefnum okkar og í leitum í gegnum aðila eins og Yandex. Það er líka áhugavert að þrátt fyrir að fyrirtækið sé búið að vera til í tólf ár er alltaf þrjátíu til fjörutíu prósenta aukning í fjölda notenda frá Íslandi á hverju ári. Að einhverju leyti er augljóst af hverju það er aukning frá Íslandi enda hefur ferðalögum Íslendinga fjölgað gríðarlega frá hruni og þau nánast orðin eins og árið 2007.“ Gagnlegt fyrir Íslendinga „Dohop hefur í raun aldrei verið eins gagnlegt tól fyrir Íslendinga og nú. Tuttugu og fimm flugfélög munu fljúga til Íslands í sumar. Það gengur ekkert upp að fara á tuttugu og fimm vefsíður og bera verð saman þann- ig. Eftir því sem fleiri flugfélög fljúga hingað, því nytsamlegri verður vefurinn fyrir Íslendinga.“ Eins og áður var nefnt býður Dohop einnig upp á leit að hótelher- bergjum. Að sögn Davíðs er gríðar- legur vöxtur í hótelbókunum um þessar mundir. „Fjöldi hótelbókana Sprotafyrirtæki mega ekki gefast upp Tæknifyrirtækið Dohop verður tólf ára á árinu. Eftir erfiðleika á árunum 2010 til 2014 er fyrirtækið að fá vind í seglin á ný. Starfs- mannafjöldi fyrirtækisins tvöfaldaðist síðustu fjórtán mánuði. Ferðaleitarvefurinn dohop.is er nú með milljón einstaklingsnotendur á mánuði og fer þeim sífellt fjölgandi. Nú sækist fyrirtækið sérstaklega eftir að markaðssetja sig gagnvart flugvöllum úti um allan heim. Davíð Gunnarsson hefur verið framkvæmdastjóri Dohop í eitt ár, en starfað hjá fyrirtækinu frá ársbyrjun 2009, með eins árs hléi. FRéTTablaðið/anTon bRink Sæunn Gísladóttir saeunn@frettabladid.is Dohop hefur í raun aldrei verið eins gagnlegt tól fyrir Íslendinga og nú. Tuttugu og fimm flugfélög munu fljúga til Íslands í sumar. Það gengur ekkert upp að fara á tuttugu og fimm vefsíður og bera verð saman þannig. 55% tekjuaukning hefur orðið hjá Dohop það sem af er ári. 1 3 . a p r í l 2 0 1 6 M I Ð V I K U D a G U r6 markaðurinn 1 3 -0 4 -2 0 1 6 0 4 :1 0 F B 0 4 8 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 9 0 B -6 6 D 0 1 9 0 B -6 5 9 4 1 9 0 B -6 4 5 8 1 9 0 B -6 3 1 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 4 8 s _ 1 2 _ 4 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.