Fréttablaðið - 13.04.2016, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 13.04.2016, Blaðsíða 16
Handbolti Úrslitakeppnir handbolt- ans fara af stað í vikunni og stelpurnar byrja í kvöld þegar allar fjórar viður- eignir átta liða úrslitanna fara fram. Haukar og Grótta börðust um efsta sætið en það munaði síðan bara fjór- um stigum á liðunum í næstu fjórum sætum. Það er því spenna fyrir úrslita- keppninni í svona jafnri deild. Stjarnan og Valur mætast í átta liða úrslitunum og rífa eflaust upp gömul sár eftir rosalegar rimmur undan- farin ár. Þetta verður fimmta árið í röð sem liðin mætast í úrslitakeppninni og undanfarin þrjú ár hefur einvígið unnist í oddaleik. Liðin unnu hvort innbyrðisleikinn sinn í deildinni og það má alveg fara að búa sig undir oddaleikinn. Fram mætir ÍBV í uppgjöri liðanna í 3. og 6. sæti en fyrir nokkru voru liðin í öfugri stöðu. Eyjakonur hafa hins vegar gefið mikið eftir að undan- förnu og misstu frá sér heimavallar- réttinn sem gæti reynst þeim dýr- keypt. Framkonur hafa meðbyrinn enda vann Framliðið (6) fjórum fleiri leiki í síðustu sjö umferðunum en ÍBV-liðið (2). Það búast flestir við að Haukar og Grótta vinni sín einvígi 2-0 á móti tveimur reynslulitlum liðum en þar leynast skeinuhættir andstæðingar. Deildarmeistarar Hauka mæta Fylki Fastir liðir eins og venjulega í úrslitakeppni kvenna Sex af sjö leikmönnum í liði ársins. Efri röð frá vinstri: Hanna, Solveig Lára, Íris Ásta, Jóna. Fremri röð frá vinstri: Íris Björk og Anna Úrsúla. FréttABLAðið/Ernir Fótbolti Ísland er áfram með fullt hús stiga í sínum riðli í undan- keppni EM 2017 eftir 5-0 stórsigur á Hvíta-Rússlandi í Minsk í gær. Íslensku stelpurnar hafa unnið alla fjóra leiki sína með markatölunni 17-0 og eiga því frábæra möguleika á að ná því markmiði sínu að vinna riðilinn og komast beint til Hol- lands þar sem lokakeppnin verður haldin næsta sumar. Eins og lokatölurnar gefa til kynna voru yfirburðir íslenska liðs- ins miklir. Margrét Lára Viðarsdótt- ir kom Íslandi yfir á 14. mínútu með sínu 76. landsliðsmarki en svo var komið að Stjörnukonunni Hörpu Þorsteinsdóttur sem skoraði næstu þrjú mörk Íslands. Dagný Brynjars- dóttir skoraði svo fimmta markið með skalla fjórum mínútum fyrir leikslok. Þetta var önnur þrenna Hörpu fyrir landsliðið en hún skoraði einn- ig þrjú mörk þegar Ísland rúllaði yfir Möltu, 0-8, fyrir tveimur árum. „Við erum alltaf ótrúlega ánægðar þegar við náum í þrjú stig og það er alltaf markmiðið,“ sagði Harpa í samtali við Fréttablaðið eftir leik. „Við erum sátt við spilamennsk- una og að skora fimm mörk, það er Elska gervigras Harpa Þorsteinsdóttir skoraði þrennu þegar Ísland vann öruggan sigur á Hvíta-Rússlandi með fimm mörkum gegn engu í undankeppni EM 2017 í gær. Þetta var önnur þrenna Hörpu fyrir landsliðið. Í dag 17.55 West Ham - Man Utd Sport 4 18.30 A. Madrid - Barcelona Sport 18.30 Benfica - B. München Sport3 18.30 njarðvík - Kr Sport 2 18.50 C. Palace - Everton Sport 5 20.45 Meistaradeildarmörk Sport 21.00 Körfuboltakvöld Sport 2 19.30 Haukar - Fylkir Ásvellir 19.30 Grótta - Selfoss Hertz-höllin 19.30 Fram - ÍBV Framhús 19.30 Stjarnan - Valur TM-höllin 19.00 Valur - Breiðablik Valsvöllur HaukaR FjöLMEnniR Haukar áttu sex leikmenn af 14 í úrvalsliðum Olís-deildar karla og kvenna sem voru tilkynnt í gær á kynningarfundi fyrir úrslitakeppn- ina. Þjálfarar liðanna völdu liðin. Fjórir af sjö í úrvalsliði karla koma úr Haukum en þetta eru þeir Giedrius Morkunas, adam Haukur Baumruk, janus Daði Smárason og jón Þorbjörn jóhannsson sem var valinn besti varnarmaðurinn. Theodór Sigurbjörnsson (ÍBV), Einar Rafn Eiðsson (FH) og júlíus Þórir Stefánsson (Grótta) eru einn- ig í liðinu. Úrvalslið kvenna er skipað þeim Írisi Björk Símonardóttur og önnu Úrsúlu Guðmundsdóttur (Gróttu), jónu Sigríði Halldórsdóttur og Ramune Pekarskyte (Haukum), Hrafnhildi Hönnu Þrastardóttur (Sel- fossi), Solveigu Láru kjærne sted (Stjörnunni) og Írisi Ástu Péturs- dóttur (Val). anna Úrsúla var valin besti varnarmaður- inn. Nýjast domino’s-deild karla, undanúrslit tindastóll - Haukar 68-70 tindastóll: Myron Dempsey 24/8 fráköst, Darrel Lewis 18, Pétur Rúnar Birgisson 16/6/5 stoðs., Ingvi Rafn Ingvarsson 3/5 stoðs., Svavar Birgisson 3, Helgi Rafn Viggósson 2/8 fráköst, Viðar Ágústsson 2. Haukar: Brandon Mobley 16/16 fráköst, Kári Jónsson 15, Kristinn Marinósson 11, Haukur Óskarsson 11, Finnur Atli Magnús- son 10, Emil Barja 6/7 stoðs., Kristinn Jónasson 1. Haukar vinna einvígið 3-1 og eru komnir í úrslit. Meistaradeild Evrópu, 8-liða úrslit Man City - PSG 1-0 1-0 Kevin de Bruyne (76.). Man City er komið áfram í undanúrslit. real Madrid - Wolfsburg 3-0 1-0 Cristiano Ronaldo (16.), 2-0 Ronaldo (17.), 3-0 Ronaldo (77.). Real Madrid er komið áfram í undanúrslit. Undankeppni EM 2017 Hvíta-rússland - Ísland 0-5 0-1 Margrét Lára Viðarsdóttir (14.), 0-2 Harpa Þorsteinsdóttir (24.), 0-3 Harpa (34.), 0-4 Harpa (54.), 0-5 Dagný Brynjarsdóttir (86.). Byrjunarlið Íslands: Guðbjörg Gunnars- dóttir; Elísa Viðarsdóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Anna Björk Kristjánsdóttir, Hallbera Gísladóttir; Fanndís Friðriksdóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir, Dagný Brynjars- dóttir, Elín Metta Jensen (60. Hólmfríður Magnúsdóttir); Margrét Lára Viðarsdóttir (84. Berglind Björg Þorvaldsdóttir), Harpa Þorsteinsdóttir (62. Gunnhildur Yrsa Jóns- dóttir). en liðin eiga það sameiginlegt að hafa hvorugt unnið leik í úrslitakeppni undanfarin þrjú ár. Það munar vissu- lega átta sætum á liðunum en Hauk- arnir unnu samt báða leikina með aðeins tveimur mörkum. Fylkisliðið fór alla leið í undanúrslit bikarsins í vetur og er sýnd veiði en ekki gefin. Íslandsmeistarar Gróttu hafa þegar misst deildarmeistaratitilinn til Hauka og bikarinn til Stjörnunnar og fyrsta skrefið í titilvörn þeirra á Íslandsmótinu er að mæta marka- drottningunni Hrafnhildi Hönnu Þrastardóttur og félögum í Selfossi. Grótta vann báða innbyrðisleiki liðanna þrátt fyrir að Hrafnhildur skoraði samtals 22 mörk í þeim. Það er áhyggjuefni fyrir sóknarleik Gróttu að öll hin sjö liðin skoruðu fleiri mörk í deildarkeppninni. Varn- arleikur Gróttuliðsins var aftur á móti í sérflokki og það mun alltaf skila liðinu langt í úrslitakeppninni. – óój þremur fleira en í fyrri leiknum,“ bætti Harpa við og vísaði til leiks- ins við Hvít-Rússa á Laugardalsvelli síðasta haust sem Ísland vann 2-0. Lokatölurnar gáfu þó alveg rétta mynd af þeim leik en íslenska liðið fór illa með mörg upplögð tæki- færi. Harpa segir að aðstæður hafi haft sitt að segja um muninn á milli leikjanna. „Það voru örlítið betri aðstæður hérna. Heima var grenjandi rigning og það gerði okkur aðeins erfiðara fyrir. Það voru toppaðstæður í dag [í gær], gervigras og ég elska gervi- gras,“ sagði Harpa sem er auðvitað vön því að spila á gervigrasi á Sam- sung-vellinum í Garðabæ, heima- velli Stjörnunnar. Harpa segir að leikskipulag íslenska liðsins hafi gengið nær fullkomlega upp í Minsk í gær. „Við vissum nokkurn veginn út í hvað við vorum að fara. Við vorum með ákveðið upplegg sem við fram- kvæmdum vel,“ sagði framherjinn öflugi en Harpa er nú komin með 14 mörk fyrir íslenska landsliðið. Þrátt fyrir að hafa unnið alla leiki sína með yfirburðum er íslenska liðið ekki í efsta sæti riðilsins. Þar sitja Skotar sem hafa spilað fimm leiki og unnið þá alla með marka- tölunni 27-2. Skotland og Ísland mætast einmitt í Falkirk í næstu umferð en sá leikur mun væntan- lega hafa mikið um það að segja hvort liðið vinnur riðilinn. „nú getum við farið að hugsa um næsta leik sem er hrikalega stór,“ sagði Harpa sem býst við erfiðum leik í Skotlandi. „Þetta er nánast ein- vígi og ég held að bæði lið séu með- vituð um það. Þetta verður hörku- slagur. Við ætlum okkur að vinna riðilinn og til þess þurfum við að vinna Skota.“ ingvithor@365.is Þetta verður hörku­ slagur. Við ætlum að vinna riðilinn og til þess þurfum við að vinna Skota. Harpa Þorsteinsdóttir Harpa fagnar einu þriggja marka sinna gegn Hvíta-rússlandi með Fanndísi Friðriksdóttur (23) og Hallberu Gísladóttur. FréttABLAðið/HiLMAr Þór GUðMUndSSon 1 3 . a p r í l 2 0 1 6 M i Ð V i K U d a G U r16 Sport 1 3 -0 4 -2 0 1 6 0 4 :1 0 F B 0 4 8 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 9 0 B -6 B C 0 1 9 0 B -6 A 8 4 1 9 0 B -6 9 4 8 1 9 0 B -6 8 0 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 4 8 s _ 1 2 _ 4 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.