Fréttablaðið - 13.04.2016, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 13.04.2016, Blaðsíða 8
StjórnSýSla Í nýju ársriti VIRK starfsendurhæfingarsjóðs kallar Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðu- sambands Íslands og stjórnarfor- maður VIRK, eftir því að lokið verði við endurskoðun almannatrygg- ingakerfisins með nýjum lögum. Nefnd um endurskoðunina skilaði skýrslu sinni og ráðleggingum til Eyglóar Harðardóttur, húsnæðis- og félagsmálaráðherra 1. mars. Mælt er með að ný lög taki gildi um næstu áramót. „Í allt of langan tíma hefur þessu stagbætta og löngu úrelta kerfi verið haldið gangandi vegna samstöðu- leysis um breytingar og ekki með nokkrum hætti hægt að sætta sig við óbreytt ástand lengur,“ segir Gylfi í ávarpi sínu í ársritinu. Hann harmar um leið að ekki hafi tekist að tryggja breiða samstöðu um niðurstöðu nefndarinnar þar sem Öryrkja- bandalagið hafi skilað séráliti með stuðningi stjórnarandstöðunnar. „Þó hægt sé að hafa skilning á því að ÖBÍ vilji ganga lengra í bæði bótarétti og bótafjárhæðum, eru það mikil vonbrigði að bandalagið sjái ekki sóknarfærin í einföldun almannatryggingakerfisins, upp- töku hlutabótaréttar í örorku og innleiðingu starfsgetumatsins.“ Samtök á vinnumarkaði, lífeyris- sjóðir og stjórnvöld hafa um alllangt skeið velt fyrir sér leiðum til að snúa við þeirri þróun sem hér hefur verið síðustu ár að fleiri hverfi af vinnu- markaði vegna örorku á ári hverju Vilja stagbætt og löngu úrelt kerfi burt Stjórnarformaður VIRK starfsendurhæfingarsjóðs harmar samstöðuleysi innan nefndar um endurskoðun almannatryggingakerfisins. Nefndin skilaði af sér í marsbyrjun. Frumvarp sem byggir á áliti hennar er meðal mála sem ný ríkisstjórn vill klára fyrir haustið. Tæplega 9.800 hafa leitað til VIRK starfsendurhæfingarsjóðs á þeim sjö árum sem sjóðurinn hefur starfað, nú eru 1.950 einstaklingar í þjónustu á vegum hans. FRéTTablaðIð/VIlhelm en sem nemi náttúrulegri fjölgun á vinnumarkaði. Hluti af þeirri lausn sé að hverfa frá kerfi örorkumats og taka upp mat á starfsgetu fólks og markvissan stuðning til handa hverjum og einum til þess að hann komist aftur á vinnumarkað, ýmist að fullu eða að hluta. Þessi nálgun er viðhöfð í skýrslu nefndarinnar, sem nú síðast hefur verið kennd við Pétur Blöndal, þingmann Sjálfstæðisflokksins, en hann lést skömmu áður en hún lauk störfum. Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokks og varaformaður nefndarinnar, tók við keflinu og skilaði skýrslu nefndar- innar til ráðherra. Fram kom í máli Þorsteins í umræðum á Alþingi um vantrausts- tillögu stjórnarandstöðunnar á nýskipaða ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar að frumvarpið sem byggir á tillögum nefndarinnar væri eitt þeirra mála sem ríkisstjórn- in legði áherslu á að ljúka áður en kæmi að alþingiskosningum sem fram hefur komið að ríkisstjórnin vilji flýta og halda í haust. „Það er frumvarpsvinna í gangi sem byggir á störfum Pétursnefndarinnar svo- kölluðu um endurskoðun almanna- tryggingakerfisins, sem mun koma öllum þeim sem lakar standa til góða, einfalda kerfið og veita fólki ný tækifæri gegnum starfsgetumat,“ sagði hann í umræðunum síðasta föstudag. Í nýju ársriti VIRK er vitnað til útreikninga Talnakönnunar á þjóð- hagslegri hagkvæmni þess að styðja fólk til sjálfsbjargar þannig að það komist út úr örorkugreiðslum, hvort heldur sem er að hluta eða í heild. Í samantekt Vigdísar Jónsdóttur, framkvæmdastjóra VIRK, kemur fram að ávinning af starfsemi sjóðs- ins megi meta á 13,8 milljarða króna á síðasta ári, á meðan rekstrarkostn- aður við hann hafi numið 2,2 millj- örðum króna. olikr@frettabladid.is 15 12 9 6 3 0 2013 2014 2015 ✿ rekstrarkostnaður og ávinningur VIrK* *Útreikningur Talnakönnunar á þjóð- hagslegum ávinningi á móti kostnaði við starfsemi VIRK. Heimild: VIRK, ársrit um starfsendur- hæfingu 2016. n Rekstrarkostnaður n Ávinningur ma.kr. 1,3 2,0 2,2 9,7 11,2 13,8 Það er frumvarpsvinna í gangi sem byggir á störfum Pétursnefndarinnar svokölluðu um endurskoðun almannatryggingakerfisins. Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokks ÁRSFUNDUR LANDSVIRKJUNAR 2016 Hilton Reykjavík Nordica Fimmtudaginn 14. apríl kl. 14 • Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra Ávarp • Jónas Þór Guðmundsson stjórnarformaður Landsvirkjunar Ávarp • Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar Ragna Árnadóttir aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar Auðlind fylgir ábyrgð • Edda Hermannsdóttir stjórnar umræðum að erindum loknum Auðlind fylgir ábyrgð Ársfundur Landsvirkjunar verður haldinn á Hilton Reykjavík Nordica fimmtudaginn 14. apríl kl. 14-16. Þar kynnum við fjárhag og framtíðaráætlanir fyrirtækisins og hvetjum til opinnar umræðu um þau tækifæri og áskoranir sem framundan eru. Bein útsending verður frá fundinum á landsvirkjun.is. Allir velkomnir Skráning á www.landsvirkjun.is 1 3 . a p r í l 2 0 1 6 M I Ð V I K U D a G U r8 f r é t t I r ∙ f r é t t a B l a Ð I Ð 1 3 -0 4 -2 0 1 6 0 4 :1 0 F B 0 4 8 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 9 0 B -7 0 B 0 1 9 0 B -6 F 7 4 1 9 0 B -6 E 3 8 1 9 0 B -6 C F C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 4 8 s _ 1 2 _ 4 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.