Fréttablaðið - 31.03.2016, Side 4
SEGLAGERÐIN ÆGIR
Þar sem ferðalagið byrjar
Korputorg
112 Reykjavík
Sími 551 5600
utilegumadurinn.is
FERÐAVAGNAR
KAUPLEIGA
GRÆNIR BÍLAR
Opið mán-fös kl. 10-18 - lau-sun kl. 12-16
Þegar þú
vilt gæði
20%
Heimilin standa
undir 20 prósentum
af öllum heilbrigðis
útgjöldum með beinni
greiðsluþátttöku í
heilbrigðiskerfinu.
3%
Íslendinga
sækja sér ekki
nauðsynlega
læknisþjónustu
vegna
kostnaðar.
25%
Íslendinga í tekju
lægsta hópnum
hér á landi sækja
sér ekki tann
læknaþjónustu
vegna kostnaðar.
munur er á viðmiðunargjaldskrá Sjúkra
trygginga og gjaldskrá tannlækna, en
verðlagseftirlit ASÍ gerði verðkönnun hjá
25 tannlæknum í upphafi árs.
150-200%
Heilbrigðismál Fyrirkomulag gjald-
töku í heilbrigðiskerfinu veldur
ójafnræði milli sjúklingahópa, er
niðurstaða nýrrar skýrslu Alþýðu-
sambands Íslands um kostnað sjúk-
linga vegna heilbrigðisþjónustu.
Í skýrslunni kemur fram að kostn-
aðarþátttaka sjúklinga í heilbrigðis-
kerfinu hefur á síðustu þremur ára-
tugum nær tvöfaldast og að í dag
standi heimilin undir um 20% af
öllum heilbrigðisútgjöldum með
beinni greiðsluþátttöku í heilbrigðis-
kerfinu.
Með auknum beinum útgjöldum
sjúklinga segir ASÍ fylgja þá hættu að
kostnaður verði hindrun á aðgengi
að nauðsynlegri þjónustu fyrir
ákveðna hópa sem auki misskipt-
ingu, bæði fjárhagslega, félagslega
og heilsufarslega.
Kostnaður einstaklinga ráðist að
verulegu leyti af því hvers konar
þjónustu eða meðferð þeir þurfi og
hvert þeir geti sótt hana. Þrjú pró-
sent Íslendinga sækja sér ekki nauð-
synlega þjónustu vegna kostnaðar
samanborið við hálft prósent íbúa í
nágrannalöndunum.
Gagnrýnt er að sjálfsábyrgð
sjúkratryggðra einstaklinga geti
verið há sem birtist í því að ekkert
þak sé á heildarkostnaði sjúklinga
innan heilbrigðiskerfisins. Þannig
geti alvarlega veikir einstaklingar
þurft að greiða hundruð þúsunda
úr eigin vasa. Margir langveikir hafi
fastan heilbrigðiskostnað sem sé
verulegur hluti af mánaðarlegum
ráðstöfunartekjum þeirra. Nefnd
eru raunveruleg dæmi í skýrslunni
um kostnað sjúklinga.
ASÍ segir nauðsynlegt að boðað
greiðsluþátttökukerfi taki á ójafn-
ræði innan íslensks heilbrigðiskerfis.
Horfa þurfi með heildstæðum hætti
á allan kostnað sjúklinga innan heil-
brigðiskerfisins hvort sem hann er
tilkominn vegna læknisþjónustu,
lyfja, rannsókna, þjálfunar, endur-
hæfingar eða annarra þátta. Mikil-
vægt sé að setja hámark á kostnaðar-
þátttöku sjúklinga og að það hámark
verði ekki fjármagnað með tilfærslu
á kostnaði frá þeim sem greiða háan
heilbrigðiskostnað til þeirra sem
þurfa sjaldan á heilbrigðisþjónustu
að halda. Til lengri tíma skuli líta til
þess að þjónustan verði gjaldfrjáls.
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðis-
ráðherra mun á næstunni leggja
fram frumvarp sem boðar breyting-
ar á kostnaðarþátttöku sjúklinga í
heilbrigðiskerfinu. Frumvarpið sagði
hann í umræðuþætti um heilbrigðis-
mál á RÚV ganga út á að jafna kostn-
aðarbyrði sjúklinga.
kristjanabjorg@frettabladid.is
Þungur baggi á heimilunum
Gjaldtaka í íslensku heilbrigðiskerfi er harðlega gagnrýnd í nýrri skýrslu ASÍ. Ekkert þak er á heildarkostn-
aði sjúklinga og mikið ójafnræði er á milli sjúklingahópa eftir því hvaða meðferð þeir sækja. Margir lang-
veikir hafi fastan heilbrigðiskostnað sem er verulegur hluti af mánaðarlegum ráðstöfunartekjum þeirra.
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra boðar breytingar. ASÍ segir þörf á róttækum breytingum til að leiðrétta ójafnræði
sem er á milli sjúklingahópa. FréttAblAðið/SteFán
Heilbrigðisráðherra
leggur fram frumvarp um
breytingar á kostnaðarþátt-
töku sjúklinga á næstunni.
viðskipti Búið er að gera kaup-
tilboð í húsnæði Smárakirkju,
sem áður hét Krossinn, og áfanga-
heimilisins Krossgatna, sem bæði
eru í Hlíðarsmára 5-7. Þetta segir
Sigurbjörg Gunnarsdóttir, forstöðu-
maður Smárakirkju. Hún segir ljóst
að söfnuðurinn þurfi að flytja verði
af viðskiptunum en engar ákvarð-
anir hafi verið teknar um framtíð
áfangaheimilisins. Í húsnæðinu eru
25 félagslegar íbúðir
Smárakirkja og Krossgötur hafa
óskað eftir því við Kópavogsbæ að fá
að framselja lóðina að Hlíðarsmára
til félagsins Kapex fyrir hönd félags-
ins L1100 ehf. Jóhannes Hauksson
er stjórnarformaður L1100 og sjóðs-
stjóri Íslandssjóða, sem rekur meðal
annars sjóði sem fjárfesta í húsnæði.
Í umsögn fjármálastjóra Kópa-
vogsbæjar til bæjarráðs segir að
óheimilt sé að selja áfangaíbúðirnar
nema með samþykki veðhafa og
byggingaryfirvalda. Þá séu áform
um að breyta notkun hússins. Á
lóðinni er áhvílandi veðskuldabréf
sem Kópavogsbær er í ábyrgð fyrir.
Því telur fjármálastjóri bæjarins
mikilvægt að krafa verði gerð um
að skuldabréfin verði greidd upp.
Bæjarráð frestaði afgreiðslu máls-
ins á fundi sínum 23. mars. – ih
Boðið í húsnæði Smárakirkju
Akureyri Ákært hefur verið í tveim-
ur málum eftir að átak lögreglunnar
á Norðurlandi eystra og Akureyrar-
bæjar hófs fyrir ári. Enn er fjöldi
mála í meðferð hjá lögreglunni. Halla
Bergþóra Björnsdóttir lögreglustjóri
segir átakið hafa gengið vel.
„Þetta samkomulag náði einungis
til Akureyrar og þeirra sveitarfélaga
sem Akureyri þjónustar með Félags-
þjónustunni. Á þessu svæði frá 1.
mars 2015 til og með 28. febrúar
2016 voru 16 skráð heimilisofbeldis-
mál,“ segir Halla Bergþóra.
„Alls voru 24 mál skráð á tíma-
bilinu þar á undan og tíu mál á sama
tíma 2013-2014. Fjölgunin frá tíu
málum 2014 í 24 mál nú skýrist af
einhverri fjölgun mála en einnig af
skýrari reglum um skráningu.“
Halla Bergþóra bendir á að enn
sé verið að skoða verklag en að
reynslan af átakinu hafi verið góð
og samstarfið við Félagsþjónustu
Akureyrarkaupstaðar gengið vel.
„Öll þessi mál eru skráð sem kærur
í málaskrá en tvö mál hafa farið í
ákæruferli og enn eru mál í með-
ferð,“ segir hún.
„Ekki hefur verið tekin ákvörðun
um áframhald átaksins en reynslan
af því hefur verið góð.“
Þegar skrifað var undir viljayfir-
lýsinguna þann 25. febrúar í fyrra
sagði lögreglustjóri þetta miklu máli
skipta fyrir íbúa svæðisins.
„Við viljum vernda almannahags-
muni með því að ákæra í þessum
málum og leiða þau til lykta,“ sagði
lögreglustjórinn. – sa
Átak gegn heimilisofbeldi hefur skilað tveimur ákærum
Forstöðumaður Smárakirkju segir að viðræður standi enn yfir, ekkert hafi verið
ákveðið. FréttAblAðið/SteFán
16
heimilisofbeldismál hafa
verið skráð hjá lögreglunni.
Engar ákvarðanir hafa
verið teknar um framtíð
áfangaheimilisins, ef af sölu
verður.
stjórnsýslA Kærum Icelandair,
Flugfélags Íslands og Mýflugs
vegna breytinga á deiliskipulagi
Hlíðarenda hefur verið vísað frá
úrskurðarnefnd umhverfis- og auð-
lindamála.
Flugfélögin þrjú kröfðust þess
að deiliskipulagið frá desember
2014 yrði fellt úr gildi og vísuðu til
ákvörðunar úrskurðarnefndarinnar
um ógildingu deiliskipulags Reykja-
víkurflugvallar sem gerði ráð fyrir
því að leggja niður NA/SV flug-
brautina. Úrskurðarnefndin segir
hins vegar að ákvörðun borgar-
yfirvalda um Hlíðarenda hafi verið
tekin fyrir þann úrskurð. Taki borg-
in nýja ákvörðun sé hægt að kæra
hana en að kærufrestur vegna fyrri
ákvörðunar hafi verið liðinn áður
en kærurnar bárust. – gar
Vísa kæru
frá vegna
Hlíðarenda
áform á Hlíðarenda kynnt.
FréttAblAðið/GVA
stjórnsýslA Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson forsætisráðherra
skipar í stöðu skólameistara við
Borgarholtsskóla í stað Illuga
Gunnarssonar, mennta- og menn-
ingarmálaráðherra. Ástæðan er sú
að einn umsækjenda um starfið,
Ársæll Guðmundsson, er starfs-
maður mennta- og menningarmála-
ráðuneytisins. Þetta kemur fram í
tilkynningu frá ráðuneytinu.
Umsóknarfrestur um stöðu skóla-
meistara Borgarholtsskóla rann út
2. febrúar síðastliðinn og bárust
tíu umsóknir. Ráðgert er að skipa
í embættið frá og með 1. apríl. – jhh
Sigmundur
leysir Illuga af
3 1 . m A r s 2 0 1 6 F i m m t u D A g u r4 F r é t t i r ∙ F r é t t A b l A ð i ð
3
1
-0
3
-2
0
1
6
0
4
:2
2
F
B
0
8
8
s
_
P
0
8
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
7
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
8
E
9
-4
3
7
0
1
8
E
9
-4
2
3
4
1
8
E
9
-4
0
F
8
1
8
E
9
-3
F
B
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
8
8
s
_
3
0
_
3
_
2
0
1
6
C
M
Y
K