Fréttablaðið - 31.03.2016, Qupperneq 8
HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · sími 590 5000 · hekla.is · umboðsmenn um land allt:
Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði
www.volkswagen.is
Við kynnum til leiks fjórðu kynslóð af vinsælasta atvinnubíl
á Íslandi undanfarin ár. Enn meiri staðalbúnaður, aukið
öryggi og öflugri vélar eru aðeins nokkur atriði sem gera
hinn nýja Caddy svo aðlaðandi. Nú kemur Caddy líka í
fimm og sjö manna fjölskylduútfærslu með nálgunarvara
og loftpúðum fyrir ökumanns- og farþegarými.
Nýr Volkswagen Caddy
kostar frá
2.670.000 kr.
(2.135.226 kr. án vsk)
Glæsilegur vinnubíll
www.volkswagen.is
AtvinnubílarHEKLA býður gott úrval atvinnubíla og góða þjónustu.
Nýr Volkswagen Caddy
Landspítalinn og Háskóli Íslands starfa sem samofin órofa heild og mynda saman
öflugt háskólasjúkrahús. Í dægur-
þrasi undangenginna missera um
staðsetningu nýs Landspítala hefur
mikilvægi þessa nána sambands
skóla og spítala tíðum gleymst –
eða alla vega fallið í skuggann fyrir
öðrum hagsmunum þessarar risa-
framkvæmdar.
Þetta segir Jón Atli Benediktsson,
rektor Háskóla Íslands, spurður
um kosti og galla staðsetningar nýs
spítala út frá hagsmunum hans sem
háskólasjúkrahúss, en eins og óþarft
er að rekja þá hefur um langt árabil
verið tekist á um hvar hagfelldast sé
að nýr Landspítali standi.
Nálægðin lykilatriði
Jón Atli segir að uppbygging spítal-
ans í Vatnsmýri sé afar mikilvæg
háskólanum og kemur þá margt til.
Ef standa á vörð um árangur liðinna
ára og uppfylla væntingar um upp-
byggingu háskólans til framtíðar þá
sé nálægðin við Landspítalann lyk-
ilatriði, og gildi þá einu hvort horft
er til kennslu, vísindastarfs, starfs-
þjálfunar eða nýsköpunar.
Fyrst af öllu verði að hafa hugfast
hversu háskólinn og Landspítalinn
eru kyrfilega samofnir í gegnum
fólkið sem þar starfar. Nemendur
við heilbrigðisvísindasvið háskól-
ans séu ríflega 2.000 talsins og aka-
demískir starfsmenn þess um 300
– og þar af rúmlega 100 sem eru
sameiginlegir starfsmenn háskólans
og Landspítalans.
Þá hafi verið nefnt í umræðunni
hversu aðkallandi það sé að starf-
semi spítalans sé ekki dreifð út um
alla borg – Landspítalinn starfar jú
á sautján stöðum í um 100 húsum.
Þetta megi hæglega heimfæra upp
á háskólann en sex heilbrigðisvís-
indadeildir skólans starfa núna á
þrettán stöðum í borginni.
Stærsta kennslustofan
„Ég hef oft sagt að Landspítalinn
sé stærsti og mikilvægasti sam-
starfsaðili Háskóla Íslands sem er
þó í fjölbreyttu samstarfi við fjölda
aðila innan lands sem utan. Land-
spítalinn er í raun stærsta kennslu-
stofa háskólans. Markmiðið er betri
heilbrigðisþjónusta, bætt meðferð,
umönnun og þjónusta við sjúklinga
og aðstandendur. Samstarfið snýst
um að tryggja gæði menntunar og
þjálfunar heilbrigðisstarfsfólks og
efla Landspítalann sem háskóla-
sjúkrahús, og styrkja þannig stöðu
hans í harðri samkeppni um hæft
starfsfólk við bestu háskólasjúkra-
hús í heimi,“ segir Jón Atli og bendir
á mikilvægi vísindasamstarfsins og
birtingarmynd þess sem er birting á
ritrýndum vísindagreinum og fyrir
tilstilli Landspítalans séu heilbrigð-
isvísindi ein sterkasta vísindagrein
háskólans á alþjóðlega vísu.
Jón Atli tiltekur einnig nýsköp-
un, þar sem hafi sýnt sig að sam-
spil háskóla og spítala er mjög
mikilvægt. Starfsmenn háskólans
koma að stofnun tveggja til þriggja
nýsköpunarfyrirtækja á ári og meiri
hluti þeirra verður til í samstarfi við
spítalann.
Margt kemur til
„Þetta er það sem blasir við, en það
eru ekki bara heilbrigðisvísinda-
greinarnar sem eru mikilvægar í
þessu samstarfi – sálgæsla í guð-
fræði, iðjuþjálfun, félagsráðgjöf,
heilbrigðisverkfræði þar sem ekki
síst er að finna möguleika í sam-
hengi við heilsu og heilbrigði – en
þá er fátt eitt nefnt,“ segir Jón Atli
og tekur fram að ekki megi gleyma
Vísindagörðum Háskóla Íslands
og Háskólanum í Reykjavík þegar
þekkingarsamfélagið á svæðinu
er til umræðu, en fyrirtæki eins og
Íslensk erfðagreining, sem sé mjög
mikilvægur samstarfsaðili Háskóla
Íslands, er hluti af Vísindagarða-
svæðinu.
Jón Atli nefnir einnig að til þess að
Háskóli Íslands nái að halda áfram
sókn sinni verði að fjármagna hann
vel, og til samræmis við það sem
gerist í löndunum í kringum okkur.
Það er lykilatriði. Innviðauppbygg-
ing verði að skoðast í því ljósi, og
samnýting tækja og aðstöðu. Á sama
tíma liggur fyrir að nýr Landspítali
mun spara þjóðarbúinu stórfé þegar
hann er risinn.
„Miklu máli skiptir að viðhalda
þeirri gerjun sem nálægð háskól-
ans og spítalans skapar og mun efla
Landspítalann sem háskólasjúkra-
hús til heilla fyrir íslenskt samfélag
– um það er ég sannfærður,“ segir
Jón Atli.
Nálægðin við spítalann afar mikilvæg
Í dægurþrasi um hvar nýr Landspítali skuli standa hefur náið samband hans við Háskóla Íslands fallið í skuggann fyrir öðrum hags-
munum. Þetta álítur háskólarektor sem segir nálægðina við spítalann lykilatriði við uppbyggingu háskólans til framtíðar.
Rannsóknahús nýs Landspítala skiptir ekki síst máli í samstarfi HÍ og LSH. MyNd/SPITAL
Ég hef oft sagt að
Landspítalinn sé
stærsti og mikilvægasti
samstarfsaðili Háskóla
Íslands sem er þó í fjöl-
breyttu samstarfi við fjölda
aðila innan lands sem utan.
Landspítalinn er
í raun stærsta
kennslustofa
háskólans.
Jón Atli Benedikts-
son, rektor Háskóla
Íslands
Svavar
Hávarðsson
svavar@frettabladid.is
Sigmundur vill
Vífilsstaði
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
forsætisráðherra hefur reifað þá
hugmynd að aðrir staðir kunni að
vera heppilegri fyrir Landspítalann
en Hringbraut. Nefndi hann Vífils-
staði sem dæmi.
„Með því er ekki verið að gera
lítið úr vinnu þess fólks sem
haldið hefur utan um verkefnið
til þessa, unnið marga áfanga-
sigra og þokað því áfram. Sú vinna
verður forsenda byggingar hins
nýja spítala hvort sem hann rís
við Hringbraut eða annars staðar,“
sagði Sigmundur Davíð á vefsíðu
sinni fyrr í mars.
Sigmundur Davíð sagði að
skipulag og byggingaráform hefðu
oft breyst frá því að fyrst var tekin
ákvörðun um spítalann. „Samt
vindur verkefninu fram. Það eina
sem enn er óbreytt er stað-
setningin en það hlýtur að vera
eðlilegt að meta þann þátt eins og
alla hina um leið og við nýtum þá
þekkingu sem byggst hefur upp og
lögum okkur að þróuninni.“
2.000
manns nema við heilbrigðis-
vísindasvið Háskóla Íslands.
3 1 . m a r s 2 0 1 6 F I m m T U D a G U r8 F r é T T I r ∙ F r é T T a B L a ð I ð
3
1
-0
3
-2
0
1
6
0
4
:2
2
F
B
0
8
8
s
_
P
0
8
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
8
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
8
E
9
-6
A
F
0
1
8
E
9
-6
9
B
4
1
8
E
9
-6
8
7
8
1
8
E
9
-6
7
3
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
B
F
B
0
8
8
s
_
3
0
_
3
_
2
0
1
6
C
M
Y
K