Fréttablaðið


Fréttablaðið - 31.03.2016, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 31.03.2016, Qupperneq 12
Bandaríkin Bandaríska fréttastofan Associated Press, AP, gerði á fjórða áratug síðustu aldar formlegan samning við nasistastjórn Hitlers í Þýskalandi. Samningurinn fól í sér að frétta- stofan fékk sent efni beint frá áróð- ursmálaráðuneyti Hitlers. Jafnframt notaði fréttastofan ljósmyndir frá áróðursráðuneytinu í fréttaflutningi sínum vestra. Þessi samningur gerði fréttastof- unni kleift að starfa áfram í Þýska- landi allt þar til Bandaríkin hófu þátttöku í stríði bandamanna gegn Þýskalandi árið 1941. Breska dagblaðið The Guardian skýrði frá þessu á vefsíðum sínum og vitnar í rannsókn þýska sagn- fræðingsins Harriet Scharnberg, sem birt er í tímaritinu Zeithistor- ische Forschungen. AP var eina fréttastofan frá ensku- mælandi landi sem átti í samstarfi við nasistastjórnina í Þýskalandi eftir árið 1935. Scharnberg skýrir frá því að AP-fréttastofan hafi þurft að lofa nasistum því skriflega að birta ekki neitt efni sem væri til þess fallið að grafa undan styrk þýsku stjórnar- innar, hvort heldur í Þýskalandi eða erlendis. Í yfirlýsingu frá AP er því alfarið hafnað að fréttastofan hafi aðstoðað nasistastjórnina vísvitandi: „Rétt lýsing er sú að AP og aðrar erlendar fréttastofur urðu fyrir miklum þrýstingi frá nasistastjórninni allt frá því að Hitler komst til valda árið 1932 og þangað til AP var rekin frá Þýskalandi árið 1941. Yfirstjórn AP veitti þessum þrýstingi viðnám en vann að því að safna nákvæmum, mikilvægum og óhlutdrægum fréttum á myrkum og hættulegum tímum.“ Sumar ljósmyndir AP- fréttastofunnar voru engu að síður notaðar í grímulausan haturs- áróður nasistastjórnarinnar gegn gyðingum. Til dæmis var mynd AP-fréttastof- unnar af Fiorello LaGuardia, þáver- andi borgarstjóra New York, notuð á forsíðu áróðursbæklings nasista um gyðinga í Bandaríkjunum. Þá eru myndskreytingar frá AP not- aðar í nasistabæklingi, sem hét Der Untermensch. Báðir bæklingarnir fengu mikla útbreiðslu í Þýska- landi og innihéldu ófagran áróður um fólk sem nasistar vildu útrýma. „Þótt samningurinn við AP hafi gert Vesturlöndum kleift að gægjast inn í kúgunarsamfélag sem annars hefði hugsanlega verið algerlega hulið sjónum fólks,“ segir í frásögn The Guardian, „þá gerði samkomu- lagið nasistum einnig kleift að breiða yfir suma af glæpum sínum.“ Þeirri spurningu er velt upp, hvernig tengslum AP við suma harðstjóra nútímans sé háttað. Árið 2012 opnaði AP til dæmis skrifstofu í Norður-Kóreu, fyrst vestrænna fréttastofa. gudsteinn@frettabladid.is Fréttastofan AP átti í samstarfi við nasista Þýskur sagnfræðingur hefur grafið upp samning, sem gerði bandarísku frétta- stofunni kleift að starfa í Þýskalandi Hitlers allan fjórða áratug síðustu aldar. Ljósmyndir frá AP voru notaðar í hatursáróðri nasista gegn gyðingum. neytendur Rannsóknir alþjóðlegu náttúruverndarsamtakanna Oceana á tegundasvikum í sölu sjávarfangs sýna áþekkar niðurstöður og rann- sóknir Matís hér á landi. Rannsókn- ir samtakanna í 21 fylki í Banda- ríkjunum sýndu að af 1.200 sýnum sem safnað var voru í 33 prósentum tilfella aðrar fisktegundir í pakkn- ingum en merkingar sögðu til um. Oceana rannsakaði einnig hvernig málin stæðu á veitingastöðum í Brussel og í mötuneytum stofnana Evrópusambandsins. Í Brussel var um að ræða aðra tegund en fram kom á matseðli í 31,8 prósenta til- fella, segir í frétt Matís. Í alþjóðlegri rannsókn sem Matís er þátttakandi í, og er enn ólokið, kom meðal annars fram að um 30 prósent allra sýna, sem tekin hafa verið á veitingastöðum hérlendis, innihéldu annan fisk en tilgreint var á matseðli, eins og fram hefur komið í fréttum Matís. Rannsóknin nær til tegundagreiningar á fiski, hvort fisktegund, samanber niðurstöður erfðarannsókna, sé í samræmi við það sem gefið er upp, og taka yfir fjörutíu aðilar um alla Evrópu þátt. Í frétt Matís segir að ljóst sé að heilindi með sjávarfang sé mikið efnahagslegt hagsmunamál fyrir framleiðendur, seljendur, neytend- ur og ekki síst þau lönd sem keppa um markaðshlutdeild á alþjóð- legum mörkuðum. Matís tekur lýsandi dæmi: Þegar ódýr hvítfiskur er seldur sem þorsk- ur úr Norður-Atlantshafi getur verð- munurinn verið mjög mikill og leitt af sér lægra verð fyrir þorskinn og þorskafurðir. Marine Stewardship Council (MSC) hefur bent á að hefðbundið verð fyrir brauðaðan pangasíus, sem er eldisfiskur upp- runninn í Víetnam, sé um fjórar evrur [575 krónur] á hvert kíló en verðið á þorski geti verið um 25 evrur [3.600] á hvert kíló. – shá Tegundasvik í sölu á fiski virðast útbreitt vandamál 1941 var AP-fréttastofan rekin frá Þýskalandi þegar Banda- ríkin hófu þátttöku í stríðinu gegn nasistum. Tegunda­ svik virðast tíðkast um allan heim. Minning Hammarskjolds heiðruð Viktoría, krónprinsessa Svía, og Stefan Lofven forsætisráðherra hlustuðu á Ban Ki-moon, aðalritara Sameinuðu þjóðanna, flytja ræðu til heiðurs Dag Hammarskjold í ráðhúsinu í Stokkhólmi í gær. Hammarskjold var annar aðalritari Sameinuðu þjóðanna en lést þegar flugvél sem hann var far- þegi í hrapaði nærri Sambíu hinn 18. september 1961. FréTTablaðið/EPa Belgía Hryðjuverkamennirnir sem gerðu árás á Zaventem-flugvöll og Maelbeek-lestarstöðina í Brussel höfðu leitað sér upplýsinga um Charles Michel, forsætisráðherra Belgíu, skrifstofu hans og heimili. Upplýsingar þess efnis fundust í fartölvu sem hafði verið fleygt í ruslatunnu. Óstaðfestar heimildir herma að í tölvunni hafi fundist myndir af skrifstofu forsætisráðherrans og skipulagsteikningar. Í tölvunni fundust einnig hinstu skilaboð eins árásarmannsins, Bra- hims el-Bakraoui, þar sem hann kvartar yfir því að hafa verið hund- eltur. Belgísk yfirvöld hafa þá endan- lega staðfest tölu látinna en 32 létust í árásinni, 17 Belgar og 15 einstak- lingar af öðrum þjóðernum. – srs Fylgdust með ráðherra Forsætisráðherra indlands Narendra Modi hitti Charles Michel í belgíu í gær. NordiCPhoTos/aFP Samgöngur Stór hluti þeirra ferða sem Discover the World ætlaði að bjóða upp á milli Egilsstaða og Gat- wick í sumar hefur verið felldur niður. Upphaflega stóð til að ferð- irnar yrðu 35 en nú lítur út fyrir að þær verði níu. Clive Stacey, forstjóri og stofnandi Discover the World, segir í samtali við vefinn Túristi.is að upphaflega planið hafi verið of bjartsýnt. „Eftir á að hyggja hefðum við átt að bjóða upp á styttri flugáætlun strax frá upphafi þar sem hugmyndin um beint flug til Egilsstaða hefur ekki fengið eins mikinn hljómgrunn og við áttum von á,“ segir hann. – jhh Stór hluti ferða fellur nður FréTTablaðið/sTEFáN 3 1 . m a r S 2 0 1 6 F i m m t u d a g u r12 F r é t t i r ∙ F r é t t a B l a ð i ð 3 1 -0 3 -2 0 1 6 0 4 :2 2 F B 0 8 8 s _ P 0 8 4 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 7 7 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 8 E 9 -5 2 4 0 1 8 E 9 -5 1 0 4 1 8 E 9 -4 F C 8 1 8 E 9 -4 E 8 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 8 8 s _ 3 0 _ 3 _ 2 0 1 6 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.