Fréttablaðið - 31.03.2016, Síða 20

Fréttablaðið - 31.03.2016, Síða 20
Frá degi til dags Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is og Viktoría Hermannsdóttir viktoria@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is ljóSmyndir: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚtlitShönnun: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is Halldór Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is Björgvin Guðmundsson viðskipta­ fræðingur Í tillögum um endurskoðun almannatrygginga er gert ráð fyrir því, að grunnlífeyrir verði skertur á ný vegna greiðslna úr lífeyrissjóði. Lengi vel var samstaða um það, að ekki mætti hreyfa við grunnlífeyri almannatrygginga. Hann væri heilagur. Og þannig er þetta í Noregi. Þar fá allir grunnlífeyri án tillits til tekna. Á krepputímanum hér var talið nauðsynlegt vegna fjárhagserfiðleika að skerða grunnlífeyri. Félag eldri borgara í Rvk og LEB mótmæltu þessu og kröfðust þess, að þessi skerðing yrði afnumin. Við því var orðið 2013 eftir þingkosningarnar. Það er því furðulegt, að nú skuli strax eiga að byrja að skerða grunnlífeyri á ný vegna lífeyrissjóða. Ég tel tillögurnar um endurskoðun almanna- trygginga meingallaðar. Stærsti gallinn er sá, að það er engin kjarabót fyrir lægst launuðu lífeyris- þegana, þá sem eingöngu hafa tekjur frá TR. Þeir fá enga hækkun. Þó er það viðurkennt, að ekki sé unnt að lifa af hinum lága lífeyri. Annar stór galli er sá, að skerðingarhlutfallið, 45%, er alltof hátt eins og Landssamband eldri borgara hefur bent á. Í Noregi er engin skerðing og í Danmörku 30% eftir frítekjumark. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sendi eldri borgurum bréf fyrir síðustu kosningar og lofaði að afnema allar tekjutengingar almannatrygginga. Samkvæmt því átti að afnema alveg skerðingu lífeyris aldraðra hjá TR vegna lífeyrissjóða. Það hefði legið beint við að efna þetta loforð við endurskoðun almannatrygg- inga. En þvert á móti er ný skerðing tekin upp á grunnlífeyri. Samkvæmt tillögum um TR eru öll frítekjumörk felld niður. Af því og háu skerðingarhlutfalli leiðir, að skerðing lífeyris aldraðra hjá TR vegna atvinnu- tekna eykst og erfiðara fyrir eldri borgara að vinna, ef þeir hafa heilsu til. Skerðing vegna greiðslna úr lífeyrissjóði minnkar lítið þrátt fyrir loforð um að afnema hana alveg. Grunnlífeyrir skertur á ný vegna lífeyrissjóða! Lengi vel var samstaða um það, að ekki mætti hreyfa við grunnlíf­ eyri almanna­ trygginga. Hann væri heilagur. Og þannig er þetta í Noregi. Þar fá allir grunnlífeyri án tillits til tekna. Seguldrifinn blandari Þrír ráðherrar í ríkisstjórninni eru á lista skatt-rannsóknarstjóra yfir eigendur aflandsfélaga. Mál eiginkonu Sigmundar Davíðs Gunnlaugs-sonar forsætisráðherra sem á félag á Bresku Jómfrúaeyjum hefur verið í brennidepli frá því hún upplýsti um eign sína í þarsíðustu viku. Á þriðjudag kom það svo í ljós að Bjarni Benediktsson fjármála- ráðherra og Ólöf Nordal innanríkisráðherra eru tengd félögum í skattaskjólum. Bjarni átti 40 milljóna króna hlut í félagi sem staðsett var á Seychelles-eyjum, en hélt að það væri skráð í Lúxemborg. Ólöf og eiginmaður hennar voru hins vegar með umboð fyrir félag sem stofnað var í nafni þeirra hjóna á Bresku Jómfrúaeyjum sem þau tóku aldrei yfir. Það er ekki ólöglegt að vera ríkur á Íslandi. Meira að segja getur það verið mun heppilegra en hitt, að stjórn- málamenn séu fjárhagslega sjálfstæðir. En þorri Íslendinga á bágt með að tengja við þörfina á því að vera með sérfræðinga sem búa til félög á fjar- lægum eyjum til að halda utan um milljóna fjárfest- ingar. Og þrátt fyrir að ekkert bendi til þess að það hafi verið nokkuð ólöglegt við þessa gjörninga, þá snúast þeir samt sem áður um skattaskjól, þar sem peningar sem verða til hér á landi eru færðir til og geymdir annars staðar, þar sem íslenskt samfélag fær ekki notið þeirra. Mál ráðherranna þriggja eru pólitískt óheppileg. Það er óheppilegt að Bjarni hafi sagt í viðtali fyrir um ári að hann hefði ekki átt neinar eignir eða viðskipti í skattaskjólum. Það er óheppilegt að eiginkona Sig- mundar ákveði að geyma fjármuni sína erlendis þegar aðrir Íslendingar búa við höft og geta ekki verið með erlendan sparnað. Og það er óheppilegt að ráðherrar hafi yfirhöfuð átt eða eigi félög í skattaskjólum á sama tíma og alþjóðasamfélagið, sem Ísland tilheyrir, berst gegn tilvist þeirra. Afar óheppilegt, en ekki ólöglegt. En málin eru eðlisólík innbyrðis. Samkvæmt upp- lýsingum frá Bjarna og Ólöfu er í þeirra tilvikum um að ræða tíu ára gömul félög sem hafa ekki verið starfandi frá því þau settust í ráðherrastól. Í félagi eiginkonu Sigmundar eru hins vegar háar fjárhæðir sem ákveðið hefur verið að geyma erlendis eftir að hann tók að sér að vera helsti talsmaður alls sem íslenskt er, sér í lagi íslensku krónunnar. Stjórnarandstaðan á Alþingi krefst þess að stjórnin víki og hyggst leggja fram þingsályktunartillögu um þingrof. Hún telur traust milli þings og þjóðar horfið – almenningur verði að fá að segja hug sinn í kosningum. Slík þingsályktunartillaga myndi varla hafa nokkrar beinar afleiðingar yrði hún samþykkt, enda er það aðeins á færi forseta Íslands ásamt forsætisráðherra að rjúfa þing formlega. Samþykkt slíkrar tillögu myndi þó líkast til hafa pólitískar afleiðingar og væntanlega vera undanfari vantrauststillögu á hendur forsætisráðherra. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar telja enga hættu steðja að stjórninni og standa keikir, enda með ríflegan meiri- hluta að baki sér. Líklegt verður að telja að stjórnin muni standa þetta af sér eins og önnur mál sem hingað til hafa komið upp. Það breytir því þó ekki að trúverðug- leiki þeirra hefur beðið hnekki. Traustið Það er óheppilegt að ráðherrar hafi yfirhöfuð átt eða eigi félög í skattaskjól­ um á sama tíma og alþjóðasam­ félagið, sem Ísland til­ heyrir, berst gegn tilvist þeirra. Flókið heimilisbókhald Sigurður Ingi Jóhannsson, land- búnaðar- og sjávarútvegsráð- herra, sagði í fréttatíma Stöðvar 2 í gær að það væri flókið að eiga peninga á Íslandi. Þetta sagði hann í samhengi við eignir eigin- konu forsætisráðherra í skatta- skjóli. Hann ætti reyndar að hlusta betur á kollega sinn í fjár- málaráðuneytinu sem er búinn að sýna fram á að enn erfiðara er að eiga fjármagn í útlöndum en hann týndi heilu eignarhaldsfélagi, hélt að það væri í Mið-Evrópu en það reyndist vera á miðju Indlands- hafi. Birgitta Jónsdóttir, þing- flokksformaður Pírata, orðaði þetta reyndar best á Facebook í gær: „Held að flestir upplifi að það sé flókið að eiga ekki peninga.“ Rússnesk rúlletta Verði tillaga um þingrof að veru- leika mun hún vafalaust bitna á öllum flokkum. Stjórnarflokk- arnir ganga óvinsælir til kosninga án þess að klára mikilvæg mál líkt og afnám hafta og fá ekki að leggja fram hin reglulegu kosninga- fjárlög. Píratar mælast stærstir en eru ekki tilbúnir til kosninga. Innviðir þeirra eru slæmir og framboð þeirra mun einkennast af óvinsælum lukkuriddurum þar sem hver höndin er uppi á móti annarri. Síðan þarf ekki að hafa mörg orð um fylgi hinna stjórnar- andstöðuflokkanna. Hinar óvæntu kosningar yrðu því lítið annað en rússnesk rúlletta. stefanrafn@frettabladid.is 3 1 . m a r s 2 0 1 6 F I m m T U D a G U r20 s k o ð U n ∙ F r É T T a B L a ð I ð SKOÐUN 3 1 -0 3 -2 0 1 6 0 4 :2 2 F B 0 8 8 s _ P 0 6 9 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 6 0 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 8 E 9 -4 D 5 0 1 8 E 9 -4 C 1 4 1 8 E 9 -4 A D 8 1 8 E 9 -4 9 9 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 8 8 s _ 3 0 _ 3 _ 2 0 1 6 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.