Fréttablaðið


Fréttablaðið - 31.03.2016, Qupperneq 21

Fréttablaðið - 31.03.2016, Qupperneq 21
Kunningi minn sagði mér um daginn sögu af banka sem hann hafði og fjöl­skylda hans öll skipt við um margra áratuga skeið. Bankinn reyndi eftir hrun að hafa af honum húsið eins og mörgum öðrum (tíu þúsund nauðungarsölur hafa farið fram frá hruni, þrjár til fjórar á dag). Bankinn hafði þó að þessu sinni ekki erindi sem erfiði. Á lokafundinum með útibússtjór­ anum, að lokinni undirskrift samnings sem tryggði kunningja mínum áframhaldandi eignarhald á húsi sínu, fékk hann útibús­ stjóranum miða með frægri tilvitnun í John F. Kennedy Bandaríkjaforseta líkt og til að lýsa framgöngu bankans eins og hún horfði við honum: „Mitt er mitt. Þitt er samnings­ atriði.“ Útibússtjórinn leit á miðann og sagði: „Enda var hann skotinn.“ Ýta og ýta Donald Trump, kaupsýslumaðurinn sem stefnir á að verða forsetaframbjóðandi repú­ blikana í Bandaríkjunum í haust, birti fræga bók um samningatækni 1987, The Art of the Deal. Þar segir hann (í þýðingu minni): „Aðferð mín við samningaborðið er sáraein­ föld, hrein og bein. Ég stefni mjög hátt og held áfram að ýta og ýta til að fá mitt fram. Fyrir kemur að ég sem um minna en ég ætl­ aði, en oftast fæ ég vilja mínum framgengt.“ Aðferð Trumps mætti kalla „Allt eða ekkert“ sem er annað vel þekkt dæmi um ósveigjan­ leika í samningum. Hvorugur aðilinn getur undir venjulegum kringumstæðum ætlazt til að fá allt sitt fram. Sanngirni og sveigjanleiki í samningum felast í að mætast á miðri leið. Ganga á gerðar sættir Eiga menn þá alltaf að reyna að mætast á miðri leið? Nei. Setjum svo að samningur hafi verið gerður og annar aðilinn biðji strax um betri samning. Á hinn aðilinn þá að setjast aftur að samningaborðinu? Ef Árni og Bjarni sömdu um að skipta landareign til helminga, á Árni þá að setjast niður strax aftur með Bjarna til að semja við hann um að skipta sínum hlut upp á nýtt? Nei, auð­ vitað ekki eins og ráða má af tilvitnuninni í Kennedy að framan. Þeir voru búnir að semja. Upphafsstaðan skiptir máli. Í nýjum samningum reyna sanngjarnir menn að mætast á miðri leið, en ekki að nýloknum samningum. Orð og undirskriftir skulu standa. Annað heitir að ganga á gerðar sættir. Þjóðaratkvæði sem samningur Því er þessi saga reifuð hér að sumir virðast telja það vitna um óbilgirni og einstrenging að krefjast þess að niðurstaða þjóðar­ atkvæðagreiðslunnar um nýja stjórnarskrá 2012 sé virt. Hugsunin er þá sú að menn þurfi að mætast á miðri leið. Þeir sem halda þessari skoðun fram flaska á einföldu atriði: þeim láist að gera greinarmun á nýjum samningum og nýloknum samningum. Tökum dæmi. Menn geta samið fyrir fram um úrslit í knattspyrnuleik (það er að vísu brot gegn gildandi reglum, en látum það liggja milli hluta), en menn semja ekki um úrslitin eftir á. Að loknum leik liggja úrslitin fyrir og þeim verður ekki haggað. Líku máli gegnir um kosningar. Menn og flokkar geta gert með sér bandalög fyrir kosningar, en um úrslitin verður ekki samið eftir á. Úrslitin standa. Kosningar eru bindandi. Þær ber því að skoða sem frágengna samninga, gerðar sættir, enda gerist það næstum aldrei að kosningaúrslitum sé breytt eftir á. Þjóðaratkvæðagreiðslu má líkja við bindandi samning um að niðurstaða hennar skuli virt. Gildir þá einu hvort hún er kölluð ráðgefandi eða bindandi þar eð þjóðin er æðri þinginu. Sé atkvæðagreiðslan ráð­ gefandi skv. lögum þarf e.t.v. ekki að hlíta niðurstöðu hennar út í yztu æsar heldur dugir að hlíta úrslitunum efnislega. Þann skilning lagði meiri hluti stjórnskipunar­ og eftirlitsnefndar Alþingis, sex nefndarmenn af níu, í málið á síðasta kjörtímabili og einsetti sér því að gera aðeins orðalags­ breytingar á frumvarpi Stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá en engar efnisbreytingar. Forsagan var öllum ljós. Alþingi hafði heitið þjóðinni nýrri stjórnarskrá í 70 ár án þess að efna heitið. Hefði Alþingi ætlað að nýta sér að atkvæðagreiðslan var ráðgefandi frekar en bindandi hlaut þingið að ætla sér að styrkja frumvarpið með almannahag að leiðarljósi frekar en veikja það til að þóknast sérhagsmunum. Ef Alþingi hyggst á hinn bóginn skýla sér á bak við þá staðreynd að atkvæðagreiðslan var ráðgefandi með því að brjóta efnislega gegn úrslitum atkvæða­ greiðslunnar, þá eru það svik: samningsrof. Valgerður Bjarnadóttir, einn fulltrúinn í stjórnarskrárnefnd Alþingis, lýsir vand­ anum vel með einkunninni sem hún gefur tillögum nefndarinnar í grein í Herðubreið: „Útkoman er sú sem afturhaldsöflin geta fallist á.“ Allt eða ekkert? Þjóðar- atkvæða- greiðslu má líkja við bindandi samning um að niðurstaða hennar skuli virt. Gildir þá einu hvort hún er kölluð ráðgefandi eða bindandi þar eð þjóðin er æðri þinginu. Þorvaldur Gylfason prófessor Í dag Si g m u n d u r D a v í ð Gunnlaugs­ son forsætis­ ráðherra ætlar að setjast niður með Kára Stef­ ánssyni. Heil­ b r i g ð i s k e r f i ð verður eflaust til umræðu þar. Eitt af því sem ráð­ herrann getur áorkað strax er að vinna í að hans flokkur greiði atkvæði gegn breytingum á áfengislöggjöfinni. Kári tók nýlega undir and­ mæli allra fagstétta sem vinna að menntun og velferð barna varðandi breytingar á áfengislöggjöfinni. Þegar Kári stofnaði Velferðarsjóð íslenskra barna árið 2000 var full þörf á að hlúa betur að börnum á Íslandi. Sjóðurinn hefur frá stofnun styrkt um meira en 800 milljónir króna margvísleg verkefni sem hlúa að velferð og geðheilbrigði barna. Enn er aðkallandi að sinna geðheil­ brigðismálum barna betur, eins og langir biðlistar segja til um. Nú hefur allsherjar­ og menntamála­ nefnd samþykkt frumvarpið um breytt fyrirkomulag á sölu áfengis. Í samþykkt nefndarinnar kemur fram að heimilisofbeldi muni aukast með breyttu fyrirkomulagi á sölu áfengis. Undirritaður veit ekki til þess að slík samþykkt máls með yfirlýsingu um afleiðingar samþykktar hafi átt sér stað áður á alþingi eða í þingum landa sem við berum okkur saman við. Heimilisofbeldi hefur marg­ víslegar alvarlegar afleiðingar, ekki síðst á geðheilbrigði barna. Í miklum meirihluta tilfella eru börn og barnshafandi konur fórnarlömb. Eitt mikilvægasta viðfangsefni samfélagsins er að efla geðheil­ brigði barna. Það er málefni sem stofnanir samfélagsins sem fjalla um heilsu og almannaheill eru ein­ huga um. Allar fagstéttir sem vinna að menntunar­ og velferðarmálum hafa bent á skaðann sem aukið aðgengi að áfengi veldur. Samtök foreldrafélaga og samtök barna og ungmenna eru í hópi þeirra sem eru andvíg sölu áfengis í matvöruversl­ unum. Meira en 70 prósent kvenna eru samkvæmt könnun Frétta­ blaðsins andvíg því að selja áfengi í verslunum. Eitt helsta þrekvirki velferðar­ kerfisins er árangurinn sem náðst hefur í jafnrétti kynjanna en með því að fara gegn vilja kvenna og barna í þessu máli er stigið risa­ skref afturábak í jafnréttismálum. Hér er um að tefla stærra mál en svo að það snúist bara um hver fær að selja hvað. Aðgerða er þörf og flokkur ráðherrans dugar til að fella frumvarpið. Í leiðinni að tryggja að heilbrigðiskerfið veiti fjármagn til geðheilbrigðisþjónustu, frekar en vinnu vegna afleiðingar aukinnar áfengisneyslu. Hvort ætlar forsætisráðherra Íslands að standa með þjóðinni eða forsvarsmönnum verslunarinnar í þessu mikilvæga máli? Forsætisráðherra sest með Kára Eitt helsta þrekvirki vel- ferðarkerfisins er árangurinn sem náðst hefur í jafnrétti kynjanna en með því að fara gegn vilja kvenna og barna í þessu máli er stigið risaskref afturábak í jafnréttismálum. Ólafur Grétar Gunnarsson fjölskyldu- og hjónaráðgjafi Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is s k o ð u n ∙ F R É T T a B L a ð i ðF i M M T u d a g u R 3 1 . M a R s 2 0 1 6 3 1 -0 3 -2 0 1 6 0 4 :2 2 F B 0 8 8 s _ P 0 6 8 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 6 1 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 8 E 9 -5 C 2 0 1 8 E 9 -5 A E 4 1 8 E 9 -5 9 A 8 1 8 E 9 -5 8 6 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 8 8 s _ 3 0 _ 3 _ 2 0 1 6 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.