Fréttablaðið - 31.03.2016, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 31.03.2016, Blaðsíða 24
Alzheimerssjúkdómurinn er framsækinn og óaftur-kræfur heilasjúkdómur sem smám saman veikir hugarstarf fólks, þangað til það getur ekki lengur sjálft framkvæmt einföldustu athafnir daglegs lífs. Áður en fyrstu einkenni koma fram í hegðun hefur sjúkdómurinn þó dreift úr sér í heil- anum í mörg ár eða jafnvel áratugi. Ýmsir þættir, bæði erfðafræðilegir og lífsstílstengdir, geta aukið eða minnkað líkurnar á að fólk greinist með Alzheimerssjúkdóm, en stærsti áhættuþátturinn er þó aldur. Miklar breytingar eru að verða á aldurs- samsetningu vestrænna þjóða og af þessum sökum er búist við að heildarfjöldi Alzheimerssjúklinga muni aukast um 110% frá árinu 2010 til ársins 2050. Þessi framtíðarspá veldur mörgum áhyggjum og skrifuðu 109 vísindamenn frá 36 löndum undir áskorun til forystumanna G8 ríkjanna árið 2013, um að gera forvarnir fyrir heilabilun að einu af forgangsverkefnunum í heilbrigðis- þjónustu. Þessir vísindamenn töldu að í um það bil helmingi tilfella sé Alzheimerssjúkdómur til kominn af völdum þekktra áhættuþátta og með því að gera átak í að minnka þessa áhættuþætti mætti fækka sjúkdómstilfellum um fimmtung fyrir árið 2025. Aðrir hafa reiknað út að 10-15% minnkun á nokkrum áhættuþáttum Alzheimerssjúk- dómsins, geti haft í för með sér fækkun sjúkdómstilfella um 1,1 til 3 milljónir á heimsvísu. Í grófum dráttum má skipta sjúk- dómsferli Alzheimerssjúkdóms í þrennt, þ.e. upplifaða minnisskerð- ingu, væga vitræna skerðingu og heilabilun, eftir stigvaxandi alvar- leika sjúkdómsins. Fólkið sem er lengst komið í sjúkdómsferlinu og er komið á stig heilabilunar, á oft kost á dagþjálfun á endurhæfingar- deildum fyrir aldraða. Engin sér- hæfð endurhæfing er þó í boði fyrir fólk með upplifað minnistap eða væga vitræna skerðingu. Hér er því mikið rúm til endurbóta. Einungis greining en engin meðferð Í fyrsta lagi mætti beina forvörnum að fólki á miðjum aldri sem sumt er byrjað að þróa með sér heilabil- unarsjúkdóm án þess að finna fyrir verulegum einkennum. Þetta mætti gera með markvissum aðgerðum sem miða að því að minnka reyking- ar, auka hreyfingu, hvetja til holls mataræðis, minnka sykursýki og meðhöndla háþrýsting. Í öðru lagi mætti bjóða fólki með allra fyrstu einkenni Alzheimerssjúkdóms, en er ennþá vel starfhæft í daglegu lífi, upp á endurhæfingu sem miðar að því að halda því sem lengst frá heilabilunarstiginu, t.d. með mark- vissri hreyfingu, hugrænni þjálfun, félagslegri virkni o.s.frv. Eins og staðan er í dag fær fólk á allra fyrstu stigum Alzheimerssjúkdómsins einungis greiningu en enga með- ferð, að undanskildum lyfjum sem í sumum tilfellum geta hægt á fram- gangi sjúkdómsins í takmarkaðan tíma. Það er dapurleg staða að fá greiningu um allra fyrstu stig heila- bilunarsjúkdóms en engin úrræði til að spyrna við fótum. Við lesum daglega í fjölmiðlum um aðþrengt heilbrigðiskerfi þar sem starfsfólk er á harðahlaupum við að halda öllu gangandi, oft á tíðum við óviðunandi aðstæður. Miðað við mannfjöldaspár mun álagið í fyrirsjáanlegri framtíð að öllum líkindum aukast ennþá meira ef ekkert verður að gert. Við þekkjum öll einstaklinga sem hafa náð háum aldri án þess að hugrænni færni þeirri hraki svo neinu nemi. Við vitum líka að hægt er að gera ýmislegt til að stuðla að því að sem flest okkar geti lifað lengi við góða heilsu og heilbrigt hugarstarf. Með því að fara í markvissar forvarnir getum við sparað peninga og aukið lífsgæði einstaklinga í samfélagi okkar og létt álagi af heilbrigðiskerfi framtíðarinnar. Lengri útgáfu þessarar greinar má finna á heilahreysti.is Gefum heilanum gaum: Forvarnir fyrir Alzheimerssjúkdóm Fyrir nokkru átti ég orðaskipti við formann Umhverfis- og skipulagsnefndar í Reykjavík um það hvort til væri borðleggjandi húsnæðisstefna í borginni. Lærifeður mínir í skipulagsfræðum fyrir margt löngu fóru ekki í grafgötur með það hvað stefna þyrfti að innihalda til þess að geta staðið undir nafni. Þar sem ákveðin stefna í húsnæðismál- um skiptir miklu fyrir alla borgarbúa er kannski rétt að rifja þessi atriði upp, svona til þess að forðast mis- skilning. Þau helstu atriði sem hér um ræðir eru einkum fjögur. Í fyrsta lagi þarf það sem stefnan nær til að vera mælanlegt – t.d. fjöldi íbúða; fer- metrar eða rúmmetrar. Í öðru lagi þarf stefnan að vera framkvæmanleg og gera þarf grein fyrir fjármögnun. Í þriðja lagi þarf stefnan að vera tímasett svo að hægt sé að fylgjast með framvindu hennar – t.d. 1.000 íbúðir á ári næstu 5 ár. Í fjórða lagi þarf svo einhver að vera ábyrgur fyrir framkvæmd viðkomandi stefnu. Til viðbótar má bæta því við að nú er almennt talin kurteisi við almenn- ing að meta bæði jákvæð og neikvæð áhrif af viðkomandi stefnu áður en hún kemur til framkvæmda. Í Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010- 2030, bls. 164 er að finna stefnu borgarinnar í húsnæðismálum sem ber heitið „Húsnæði fyrir alla“. Þar segir m.a. í markmiðum að: „Leitast verði við að tryggja fjölbreytt fram- boð húsagerða og búsetukosta fyrir alla félagshópa.“ Þessu er fylgt eftir með ýmsum almennum yfirlýs- ingum um af hverju skuli taka mið og m.a. sagt að: „Húsnæðisstefnan byggist á markmiðum um sjálfbæra þróun og hagkvæma uppbyggingu borgarinnar.“ Auðvitað er öllum frjálst að trúa hverju sem er, en sam- kvæmt því sem hér hefur verið sagt að ofan er þetta of óljóst til þess að hægt sé að kalla þetta stefnu. Til að vekja engar óraunhæfar væntingar hjá fólki ætti því að velja þessu eitt- hvert annað nafn. Nú kann vel að vera að einhverjir Íslendingar telji okkur ekki þurfa að vanda stefnumörkun og ákvarðana- töku, eftir því sem þekkingu á þessu sviði fleygir fram og við getum haldið áfram með okkar „framtíðarsýnir“ og að skipa helstu hagsmunaaðila eða vini í nefndir til þess að ráða fram úr flóknum málum. Biflían er líka full af sögum um fólk sem sá sýnir (e: visions) og talaði tungum og hvers vegna ættum við þá að færa okkur í nyt þekktar aðferðir sam- tímans og kenningar um ákvarðanir (e. decision theory) við stefnumótun og nútíma skipulag ef við getum komist upp með annað? Kynni sér fræðin Þeir sem bjóða sig fram til þess að móta stefnu og taka ákvarðanir fyrir okkur hin gerðu hins vegar rétt í að kynna sér þessi fræði og nota þau við úrlausn mála. Ef það hefði verið gert vissum við Reykvíkingar t.d. hvaða stefna réð því að ákveðið var að skipuleggja turn fyrir inn- siglingarvitann í Reykjavík og hver bar ábyrgð á að framfylgja þeirri stefnu sem kostaði okkur borgar- búa marga milljónatugi að ekki sé minnst á aðrar hremmingar sem við Reykvíkingar stöndum frammi fyrir á þessu sviði. Íslenskir stjórnmálaflokkar fá umtalsvert fé úr sameiginlegum sjóð- um landsmanna til þess að standa forsvaranlega að stefnumörkun og ákvörðunum og allar líkur eru á að ungt, vel menntað fólk, geri kröfu um að tiltæk þekking verði notuð við framtíðarstefnumótun og skipulag. Ef við sem þjóð ætlum okkur eitthvað í framtíðinni held ég að við þurfum að geta orðað það skýrar en að tala óljóst um einhverja þokubakka eða sýnir á sjóndeildar- hringnum. Þetta vita aðrar þjóðir, eins og t.d. Bandaríkjamenn sem aldrei hefði tekist að koma manni á tunglið ef þeir hefðu ekki notað til- tæka aðferðafræði samtímans. Það skiptir kjósendur vaxandi máli að fá eitthvað annað en almennt orðagjálfur frá stjórnmála- mönnum um einhverjar „framtíðar- sýnir“ til þess að kjósendur geti bæði valið á milli einstaklinga og flokka og kallað þá til ábyrgðar sem móta við- komandi stefnu og eiga að framfylgja henni. Stefnur og sýnir Fyrirhugaður er mikill vöxtur í laxeldi á Íslandi á komandi árum. Samtals hefur verið sótt um framleiðsluleyfi á um 100-120 þúsund tonnum af laxi. Gróflega má því áætla að um 50 milljónir frjórra norskra laxa verði á sundi í sjókvíum við strendur Íslands ef af þessum áformum verður. Því miður er það þannig, þrátt fyrir besta búnað og ítarlegar verklagsreglur, að laxar sleppa úr kvíum. Veiðimálastofnun hefur bent á að samkvæmt norskum rannsóknum megi áætla að það sleppi einn lax úr sjókvíum fyrir hvert framleitt tonn af laxi. Ef fyrrgreindar áætlanir ganga eftir gætu því um 100- 120 þúsund laxar sloppið úr sjókvíum á hverju ári. Til þess að setja þessar tölur í sam- hengi þá veiðast að meðaltali um 50.000 villtir laxar á Íslandi árlega. Miðað við algengt veiðihlutfall, sem er um 60%, ganga þá um 83.000 laxar í íslenskar ár á hverju sumri. Hrygn- ingarstofninn er þá um 33-50.000 fiskar. Samkvæmt þessu eru allar líkur á að fleiri frjóir laxar af norskum eldis- uppruna sleppi úr sjókvíum á hverju ári heldur en sem nemur stofnstærð íslenska laxastofnsins og um þrefalt fleiri að meðaltali en stærð hrygn- ingarstofnsins. Ekki þarf að fjölyrða um afleiðingar þessa fyrir íslenska laxastofna. Skýrar sannanir um afleiðingar liggja fyrir Ný skýrsla Norsk institutt for natur- forskning (NINA) sýnir hrollvekjandi afleiðingar af stórfelldu laxeldi fyrir stofna villtra laxa í Noregi. Í nýlegri skýrslu stofnunarinnar kom fram að af 125 stofnum villtra laxa sem voru rannsakaðir var þriðjungur með milda erfðamengun og þriðjungur með alvarlega eða mjög alvarlega erfðamengun. Áhrif erfðablöndunar eru háð hlutfalli innblöndunar en ef um mikla og langvarandi innblöndun er að ræða er hún óafturkræf. Norski eldislaxinn er erfðafræðilega frá- brugðinn íslenska laxastofninum, hraðvaxta, verður seint kynþroska og er aðlagaður að eldi en ekki því að þrífast í íslenskri náttúru. Afleiðingin af erfðablöndun verður hnignun og útrýming þeirra villtu stofna sem fyrir eru. Áætlanir um eldi í Ísafjarðardjúpi Þrjár ár renna í Ísafjarðardjúp sem skila um 150-500 laxa meðalveiði hver. Ætlunin er að framleiða á svæð- inu 6.800 tonn af laxi á hverju ári. Engar líkur eru á því að þessar ár sem hafa ekki stærri stofna en raun ber vitni þoli nábýli við sjókvíaeldi sem inniheldur 2,8 milljónir eldislaxa. LV hefur bent atvinnuvega- og nýsköp- unarráðuneytinu á nauðsyn þess að friða Ísafjarðardjúp fyrir eldi norskra laxa en ráðuneytið sýnir því miður ekki þá umhverfisábyrgð að verða við beiðni sambandsins um friðun. Ólöglegt er að valda erfðamengun Íslensk lög kveða á um bann gegn blöndun laxastofna. Óheimilt er með öllu að flytja laxastofna milli veiðivatna og ekki má nota inn- flutta stofna til fiskræktar. Að okkar mati jafngildir jafn umfangsmikið sjókvíaeldi og nú er fyrirhugað því að sleppa norskum laxi beint í íslenskar laxveiðiár. Mörg þeirra fyrirtækja sem eru að hasla sér völl í þessum iðnaði hér- lendis hafa sótt sér hlutafé til norskra laxeldisfyrirtækja, þeirra sömu og hafa valdið því að ástand villtra laxa- stofna í Noregi er með þeim hætti að einungis um þriðjungur þeirra er án erfðamengunar. Norsk stjórnvöld eru nú að marka þá stefnu að laxeldið taki meira tillit til umhverfisins og eldið fari í vaxandi mæli fram í lokuðum kerfum. Með þeirri aðferð er hvorki laxalús eða strokulaxar vandamál lengur. Hingað sækja því norsku fyrir- tækin í ókeypis eldisleyfi þar sem allt er gert upp á gamla mátann með til- heyrandi skaðlegum áhrifum á villta laxastofna. Við viljum með þessari grein hvetja alla þá sem vilja verja íslenskar lax- veiðiár að berjast með öllum tiltæk- um ráðum gegn þessari hættu sem nú steðjar að óspilltum, villtum laxa- stofnum og einstakri náttúru Íslands. Verjum íslenska laxastofna Þeir sem bjóða sig fram til þess að móta stefnu og taka ákvarðanir fyrir okkur hin gerðu hins vegar rétt í að kynna sér þessi fræði og nota þau við úrlausn mála. Eins og staðan er í dag fær fólk á allra fyrstu stigum Alzheimerssjúkdómsins einungis greiningu en enga meðferð, að undanskildum lyfjum sem í sumum tilfellum geta hægt á framgangi sjúk- dómsins í takmarkaðan tíma. Afleiðingin af erfða- blöndun verður hnignun og útrýming þeirra villtu stofna sem fyrir eru. Brynhildur Jónsdóttir M.Sc. í sálfræði, Sálfræði­ þjónustu LSH, Landakoti Gestur Ólafsson arkitekt og skipulags­ fræðingur Jón Helgi Björnsson formaður Landssambands veiðifélaga Viktor Guðmundsson formaður Landssambands stangaveiðifélaga Aðalfundur Bílgreinasambandsins 2016 Fimmtudaginn 14. apríl kl. 14:00 á Grand Hótel Reykjavík Fundur hefst á málstofu. Að henni lokinni taka við venjubundin aðalfundarstörf. Nánari dagskrá verður auglýst síðar. Við skorum á félagsmenn að mæta ! 3 1 . m a r s 2 0 1 6 F I m m T U D a G U r24 s k o ð U n ∙ F r É T T a B L a ð I ð 3 1 -0 3 -2 0 1 6 0 4 :2 2 F B 0 8 8 s _ P 0 6 5 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 6 4 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 8 E 9 -7 4 D 0 1 8 E 9 -7 3 9 4 1 8 E 9 -7 2 5 8 1 8 E 9 -7 1 1 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 8 8 s _ 3 0 _ 3 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.