Fréttablaðið - 31.03.2016, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 31.03.2016, Blaðsíða 28
3 1 . m a r s 2 0 1 6 F I m m T U D a G U r2 F ó l k ∙ k y n n I n G a r b l a ð ∙ X X X X X X X X Skósafnið sem Jóhann Gunnlaugsson notar mest þessa dagana. Í efri röð (f.v.): Loake, Red Wing, Chippewa og Clarks. Í neðri röð (f.v.): Alden, Wolverine og Clarks. MYND/ANTON BRINK „Góðir skór verðar fallegri með árunum meðan skór sem eru verri að gæðum verða oft sjoppulegir,“ segir Jóhann Gunnlaugsson skóáhugamaður. MYNDIR/ANTON BRINK Jóhann lagi mikið á sig fyrir þessa skó, Alden Indy Boots 403. Loake Burford úr 1880 Collection frá Loake Shoemakers. 1000 mile Watson frá Wolverine. Skóáhuginn hefur fylgt Jóhanni Gunnlaugssyni, 35 ára gömlum tæknimanni hjá Öskju, í mörg ár og virðist bara aukast með árun- um. Hann segist lítið fyrir skó og fatnað sem hefur tímabundinn líf- tíma og er háður tískusveiflum. Frekar kýs hann dýrari og vand- aðri vörur sem endist lengi. Hversu mikið er Hægt að leggja á sig fyrir góða skó? Fyrir nokkrum árum sá ég skó í gamalli bíómynd sem ég kolféll fyrir. Ég gat ekki hætt að hugsa um þá og fann þá á netinu eftir smá leit. Ég bauð konunni til New York í „borgarferð“ um haustið og keypti skóna sem eru Alden Indy Boot og sjá má hér til hliðar. Hvað Heillar mest við vandaða skó? Það er eitthvað við það að hand- fjatla góðan og vel smíðaðan grip. Mér finnst sorglegt hvernig gott handverk er farið að víkja í aukn- um mæli fyrir ódýrari framleiðslu. Í flestum tilvikum gerum við bestu kaupin þegar við fjárfestum í vandaðri vöru þrátt fyrir að hún sé dýrari, því hún endist lengur. Góðir og vandaðir leðurskór kosta eins og tvö pör af vinsælum striga- skóm. Flestir eru þó ekki lengur en eitt ár í sömu strigaskónum meðan góðir leður skór eru að detta í að vera „tilgengnir“ á þeim tíma. Hvernig skór eru í mestu uppáHaldi? Ég er mest fyrir klassísk „workboots“ þó fíngerðari skór heilli einn- ig, líkt og klassískir Oxford- skór. Allir skórnir mínir voru upphaflega hannaðir fyrir tugum ára en eru algerlega tímalausir í útliti. Ég er ekki mikið fyrir fatn- að eða skó sem hafa tímabundinn líftíma háðan tískusveiflum. kallar íslenskt veðurfar á ákveðna skó? Vegna veðurfarsins hér nota ég mikið uppháa og harðgerari skó sem þola meira. Ég nota t.d. mjög mikið grófbotna Iron Ranger frá Red Wing sem eru albestu vetrar- skór sem ég hef átt. Þeir hafa verið í mestu uppáhaldi hjá mér, þá helst vegna notagildis frekar en fagur- fræðinnar. Hversu mörg skópör eru í gangi? Ég er með 6-8 pör í notkun hverju sinni. Stundum fær maður nóg af skóm í bili, pakkar þeim og hvílir. Sumir skór henta ekki öllum árs- tíðum eins og önnur klæði og því ber að gefa þeim hvíld af og til. Hvernig Hugsar þú um skóna þína? Ég pússa þá reglu- lega og strýk svo yfir með rökum klút. Ef saltblettirnir eru þrálátir þá nota ég milda leðursápu en það borgar sig að fara varlega í þeim efnum enda oft mikið af náttúr- legum olíum og vaxi í leðrinu. Svo þarf að rífa reimarnar úr og maka næringu eða olíu, hvort sem á við. Láta þá standa yfir nóttina og pússa svo upp með góðum mjúkum bursta. tekur ekki tíma að ganga skó til? Góðir skór verða fallegri með árunum meðan skór sem eru verri að gæðum verða oft sjoppulegir. Þegar leðrið mýkist og skórn- ir mótast þá eru þeir orðnir að þínum, ekki fyrr. Það þarf að vera smá hundur í þeim svo þeir nái að sýna sitt besta. eru einHver sérstök skókaup fyrirHuguð? Næst eru það Alden Blucher í Shell Cordonvan leðri frá banda- ríska skóframleiðandanum Alden. Þeir hafa verið í sigtinu í talsverð- an tíma og nú verður af því. það þarf smá Hund Grunnurinn að skóáhuga Jóhanns Gunnlaugssonar er áhugi á góðu handverki og klassískri hönnun. Enda kýs hann helst að klæðast vönduðum og dýrum skóm því þeir endast miklu lengur. Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is Verslunin BelladonnaStærðir 38-58 Nýjar vörur í hverri viku Lógó með adressulínu Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is = Coopet Hewitt light (má vera book ef það er minna en 8pt) Lindon/Modest buxur Kvart- og síðbuxur Margir litir Stærðir 36-50 Verð 8.980 Bæjarlind 1-3 201 Kópavogur s: 571-5464 Vertu einstök – eins og þú ert stærðir 38-52 my styleStærðir 38-52 Netverslun á tiskuhus.is Flott föt, fyrir flottar konur F ó l k ∙ k y n I n G a r b l a ð ∙ T í s k a 3 1 -0 3 -2 0 1 6 0 4 :2 2 F B 0 8 8 s _ P 0 6 8 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 6 1 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 8 E 9 -5 C 2 0 1 8 E 9 -5 A E 4 1 8 E 9 -5 9 A 8 1 8 E 9 -5 8 6 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 8 8 s _ 3 0 _ 3 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.