Fréttablaðið - 31.03.2016, Síða 36
Útgefandi
365 miðlar ehf. | Skaftahlíð 24 | s. 512 5000 | fax 512 5301
UmSjónarmaðUr aUglýSinga
Jón Ívar Vilhelmsson| jonivar@365.is | s. 512-5429
ÁbyrgðarmaðUr
Svanur Valgeirsson
Veffang
visir.is
Jóhann Vilhjálmsson, Jói byssu-
smiður, eins og hann er kallaður,
er núverandi formaður klúbbsins.
Hann segir að um tuttugu manns
séu virkir félagar í klúbbnum en
margir sem koma að honum. Á
þriðjudagskvöldum er fundað og
þá eru öllum velkomið að kíkja í
heimsókn. „Ólafur Gunnarsson
var formaður fyrstu árin, enda er
hann mikill kadilakkaðdáandi eins
og Einar. Þessi klúbbur er tengd-
ur ameríska Cadillac-klúbbnum
sem heitir CLC eða Cadillac La-
Salle Club en hann er með deildir
um allan heim. Klúbburinn er ekki
mjög formlegur hér á landi, engin
félagsgjöld og yfirleitt eru kosn-
ingar rússneskar,“ útskýrir Jói.
Eðalbílar frá gullöldinni
Bílarnir eru geymdir í Cadillac-
kjallara í Faxafeni þar sem
klúbburinn er til húsa. Þar hafa
verið haldin blúskvöld og ýmsir
skemmtikraftar troðið upp. „Það
eru hátt í tuttugu flottir kadilakk-
ar í kjallaranum núna. Við geym-
um þá inni á vetrum en förum með
þá út á vorin. Fyrirhuguð er vor-
ferð hjá okkur í maí,“ segir Jói og
bætir við að kjallarinn sé eins og
félagsmiðstöð. „Við hittumst einu
sinni í viku, menn dytta að bílun-
um og rabba saman. Elsti bíllinn
er frá árinu 1962. Þetta eru eðal-
bílar frá gullöldinni. Um 1976 kom
bensínkreppa og þá hættu Kanarn-
ir að framleiða þessa stóru dreka
og fóru í eyðslugrennri bíla. Kadil-
akkinn er áhugamál hjá okkur og
sumir eiga fleiri en einn bíl. Það
er hobbí að vinna í bílunum, enda
er miklu auðveldara að gera við
gamla bíla en þessa nýju tölvu-
stýrðu. Áður fyrr unnu menn við-
gerðir í höndunum og mín kynslóð
fékkst mikið við að fixa bíla sem er
ekki hægt lengur. Þessir bílar eru
ekki mikið keyrðir og eiginlega
ekkert í snjó. Þess vegna eru þeir
enn til. Sumir þeirra hafa verið
lengi á Íslandi en aðrir voru flutt-
ir inn á meðan dollarinn var ódýr.
Það voru ekki margir Íslendingar
sem áttu kadilakk, einna helst for-
stjórar stórfyrirtækja,“ segir Jói.
Ekið um á skýi
Cadillac-klúbburinn fór í vorferð
á Blönduós í fyrra sem var vel
heppnuð, að sögn Jóa. Síðan var
landsmót á Skógum. „Við erum
alltaf við Hörpu á menningar-
nótt í Reykjavík með bílana. Þeir
eru líka vinsælir fyrir brúðkaup,
myndatökur, auglýsingar og annan
fagnað. Sumrin eru tíminn okkar,“
segir Jói og bendir á að margt ungt
fólk hafi aldrei séð svona dreka
áður. „Ég sá þá á mínum
yngri árum á götun-
um en svona bílar
sjást ekki leng-
ur. Það er mjög
gott að keyra
þessa bíla
þótt þeir séu
komnir til
ára sinna,
það er í raun
engu líkt.
Mér finnst
ég aka á skýi
þegar ég fer á
rúntinn,“ segir
hann einlægur.
Allir eru bílarnir
sjálfskiptir. Eldri bílarnir eru
með sjálfskiptinguna í stýrinu.
Jói segir að framleiðendur Cad-
illac hafi alltaf verið framarlega
í þróun og hönnun. „Nýjungar í
bílahönnun komu oft frá þeim,“
segir hann.
Þegar Jói er spurð-
ur hvort auðvelt sé
að fá varahluti
svarar hann að
netið hafi gjör-
breytt þeirri
stöðu. „Ég byði
nú ekki í það ef
ekki væri eBay.
Fyrir tuttugu árum fékk maður
viftureim í alla bíla á bensínstöðv-
um. Svo er ekki lengur.“
Smíðar byssur og hnífa
Í síðustu viku var upphafskvöld
Blúshátíðar í Reykjavík haldið í
Cadillac-kjallaranum. Þar voru
um áttatíu gestir, bæði innlendir
og frá Bandaríkjunum. „Það eru
allir velkomnir að kíkja til okkar
á þriðjudagskvöldum. Við erum
stundum með kaffi og vöfflur eða
pitsur svo það er alltaf eitthvað um
að vera.“
Fyrir utan að vera forfallinn
kadilakk-aðdáandi er Jói öflug-
ur veiðimaður. Hann smíðar bæði
byssur og veiðihnífa. Hægt er að
skoða hnífana á heimasíðunni
icelandicknives.com. Þá hefur
Jói farið með hópa til Póllands í
veiðiferðir árlega. „Það eru mjög
skemmtilegar ferðir,“ segir hann.
Cadillac-klúbburinn er með
Face book-síðuna Islenski Cadillac
klubburinn. elin@365.is
Strákadraumar í bílakjallara
Cadillac-klúbburinn á Íslandi var stofnaður af rithöfundunum Einari Kárasyni og Ólafi Gunnarssyni árið 2005 en þeir félagar fóru í bílferð
á kadilakk eftir Route 66 í Bandaríkjunum. Þeir gáfu út bók um ferðina og á næstunni verður frumsýnd kvikmynd um hana.
jóhann Vilhjálms-
son er svolítið blús-
legur þar sem hann
situr um borð í eðal-
vagni af gerðinni Cadillac.
jóhann, róbert og maggi í texas á 10 ára afmæli íslenska Cadillac-klúbbsins. jóhann Vilhjálmsson ásamt stofnfélögum í Cadillac-klúbbnum, Svenna í Plús film,
Steina í Svissinum, einari Kárasyni og ólafi gunnarssyni.
Þeir eru flottir, kadilakkarnir. Þessi fremsti er Cadillac fleetwood brougham d’elegance árgerð 1976. myndir/bjÖrn blÖndal
malbiK Kynningarblað
31. mars 20162
3
1
-0
3
-2
0
1
6
0
4
:2
2
F
B
0
8
8
s
_
P
0
5
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
5
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
8
E
9
-9
2
7
0
1
8
E
9
-9
1
3
4
1
8
E
9
-8
F
F
8
1
8
E
9
-8
E
B
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
8
8
s
_
3
0
_
3
_
2
0
1
6
C
M
Y
K