Fréttablaðið - 31.03.2016, Side 38

Fréttablaðið - 31.03.2016, Side 38
Gatnakerfi höfuðborgarsvæðis- ins er í mjög slæmu ástandi sem fyrst og fremst má rekja til ára- langrar vanrækslu, fjárskorts og kæruleysis að sögn Stefáns Ás- grímssonar, ritstjóra FÍB blaðs- ins, sem hefur fjallað mikið um gæði slitlaga á liðnum árum. „Á höfuðborgarsvæðinu hefur við- haldi og endurbótum verið lítið sinnt um margra ára skeið og sam- gönguæðarnar fengið að drabb- ast niður. Víða má finna djúp hjól- för sem fyllast af vatni í votviðr- um og djúpar og hvassar holur. Þetta veldur umtalsverðri og vax- andi hættu á slysum, meiðslum og mann- og eignatjóni.“ Yfir þessu síversnandi ástandi hafa ráðamenn lengstum yppt öxlum að sögn Stefáns og borið ýmsu við, t.d. fjárskorti eftir hrun eða jafnvel afneitað því að ástand- ið sé eins slæmt og það er. „Það er eins og þeir vilji sumir ekki skilja að vega- og gatnakerfið er nokkurs konar æðakerfi samfélagsins. Það er hættulegt fyrir allar tegundir samgangna og mjög dýrkeypt að láta það drabbast niður. Vanræksl- an verður að taka enda ef ekki á verr að fara.“ Hann segir það mýtu að aðstæð- ur og veðurfar hér á landi séu á einhvern hátt öðruvísi og erfiðari en annars staðar, að hér ríki sér- íslenskar aðstæður sem séu ein- stakar og krefjist séríslenskra lausna. „Svo er hreint ekki. Víða annars staðar eru mjög svipaðar aðstæður án þess að samgöngu- æðarnar drabbist niður eins og hér. Víða erlendis er hluti bíla á negld- um vetrar hjólbörðum eins og hér. Víða er veðrátta og loftslag svipað og hér án þess að samgönguæða- kerfið eyðileggist.“ Þarf að nýta þekkinguna Auðvitað er skýringa að leita í mörgum þáttum að hans sögn, eins og viðhaldi og í sjálfri vegagerð- inni. „Ekki er nóg að benda á einn afmarkaðan þátt eins og t.d. neglda vetrarhjólbarða. Spyrja verður líka hvernig undirbygging vega og gatna sé, hvernig er slitlagið og hversu þykkt er það? Einnig hvern- ig er grjótmulningurinn í því og bindiefnið, hvernig er tjaran sem notuð er og hversu heitt var mal- bikið þegar það var lagt út? Síðast en ekki síst verður að skoða hversu mikil umferðin er og hversu mikil er umferð þungra ökutækja eins og vöru- og rútubíla.“ Hann segir þá miklu uppsöfnuðu tæknilegu þekkingu í vegagerð, sem er til staðar hér, ekki hafa fengið að njóta sín í höfuðborginni, bæði vegna fjárskorts en einnig vegna þess að margir kjörnir full- trúar aðhyllast svokallaðan bíllaus- an lífsstíl og vilja veg bílaumferðar sem minnstan. „Gallinn er bara sá að höfuðborg Íslands er afar dreif- býl og með ófullkomið almenn- ingssamgöngukerfi. Bílanotkun verður því ekki útrýmt í einu vet- fangi. Slæmt ástand vega og gatna á svæðinu kemur niður á sérhverj- um samgöngumáta.“ Í kjölfar harðrar gagnrýni hafa starfsmenn borgarinnar lagað verstu malbiksholurnar að sögn Stefáns. „Það átak er því enn ein viðbrögðin við manngerðu vand- ræðaástandi sem bæði peninga- og hugmyndaskortur og einsýni hafa skapað. Enn þá vantar al- menna sátt um heildstæða byggða-, skipulags- og samgöngustefnu fyrir höfuð borgarsvæðið með skil- greindum markmiðum og leiðum. Slík sátt verður að liggja fyrir áður en ráðist er í að framkvæma hug- dettur um róttækar breytingar á samgöngum.“ Hann segir einnig að í sparnaði og niðurskurði eftirhrunsáranna hafi veghaldarar leitast við að spara sem mest með því að kaupa síður hágæðamalbik. „Enn frem- ur hafa þeir reynt að spara með því að leggja malbikið sem þynnst út, jafnvel enn þynnra en staðlar mæla fyrir um. Afleiðingarnar sýna sig fljótt í hjólförum og holu- myndun. Það er því enginn sparn- aður af þessu þegar upp er staðið. Verðmunur á ódýrasta og dýrasta malbikinu er um tuttugu prósent en gæðamunurinn er verulegur. Dýra, slitsterka malbikið endist miklu betur en það ódýra. Dæmi um slíkt slitlag er á Hringbraut frá hringtorginu Hagatorgi að Hofs- vallagötu. Þrátt fyrir 40 þúsund bíla sólarhringsumferð undanfar- in 15 ár sér lítið á malbikinu þar.“ Vanrækslan verður að taka enda Áralöng vanræksla, fjárskortur og kæruleysi eru skýringarnar á slæmu ástandi gatnakerfis höfuðborgarsvæðisins að mati Stefáns Ásgrímssonar hjá FÍB. Hann kallar eftir heildstæðri stefnu fyrir höfuðborgarsvæðið með skilgreindum markmiðum og leiðum. „Á höfuðborgarsvæðinu hefur viðhaldi og endurbótum verið lítið sinnt um margra ára skeið og samgönguæðarnar fengið að drabbast niður,“ segir Stefán Ásgríms- son hjá FÍB. MYND/GVA Sími 8965332 | kraftfag@simnet.is | Óseyri 2 | 600 Akureyri Gerum verðtilboð: • Við bjóðum aðstoð og ráðleggingar varðandi val á lausnum fyrir viðskiptavini • Ástandsskoðanir og úttektir • Malbikun gatna, bílastæða og göngustíga • Malbiksviðgerðir, sprungufyllingar og aðrar lagfæringar • Gröftur og uppúrtekt á gömlu malbiki eða steypu • Jarðvinna, lagnavinna og undirbúningur vegna malbikunar Kraftfag býður upp á fyrsta flokks þjónustu varðandi allt sem við kemur malbikun og gatnaframkvæmdum. Tökum að okkur verkefni fyrir einstaklinga, húsfélög, fyrirtæki, verktaka og sveitarfélög. MAlBik kynningarblað 31. mars 20164 3 1 -0 3 -2 0 1 6 0 4 :2 2 F B 0 8 8 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 8 E 9 -8 D 8 0 1 8 E 9 -8 C 4 4 1 8 E 9 -8 B 0 8 1 8 E 9 -8 9 C C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 8 8 s _ 3 0 _ 3 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.