Fréttablaðið - 31.03.2016, Page 40
Malbikun KM ehf. var stofnað árið
1998 af Kristjáni B. Árnasyni og
Margréti Stefánsdóttur. „Aðalstarf-
semi fyrirtækisins byggist á mal-
bikunarframkvæmdum og verk-
efnum sem þeim tengjast. Einnig
tekur fyrirtækið að sér jarðvinnu-
verkefni, snjómokstur, fræsingu,
málun bílastæða, sópun og fleira,“
segir Jón Smári Sigursteinsson
verkefnastjóri.
Jón Smári segir Malbikun KM
hafa unnið að stórum sem smáum
malbikunarverkefnum víða um
land auk þess að sinna öðrum sér-
hæfðari verkum. Einnig á fyrir-
tækið eignarhlut í bikgeymslu-
stöðinni Nesbiki og malbikunar-
stöðinni Norðurbiki. „Ekkert verk
er of stórt eða of lítið fyrir Mal-
bikun KM. Fyrirtækið hefur verið
hvað þekktast fyrir góðan frágang
og vönduð vinnubrögð auk þess að
veita snögga og fagmannlega þjón-
ustu.“
Kröfur um vottað gæðakerfi
Starfsmenn Malbikunar KM búa
yfir mikilli reynslu í malbikun.
Fastráðnir starfsmenn fyrirtækis-
ins eru átta en yfir sumartímann
bætast við fjórir til fimm starfs-
menn.
Einn stærsti viðskiptavinur
Malbikunar KM undanfarin ár
er Vegagerðin svo og sveitarfélög
á Norður- og Austurlandi. Eitt af
stærstu verkum fyrirtækisins er
malbikun á Akureyrarflugvelli og
Óshlíðargöngum í samvinnu við
Hlaðbæ-Colas.
„Sífellt er kallað eftir meiri kröf-
um frá fyrirtækjum og opinberum
aðilum til verktaka um að vinna
eftir og vera með vottuð gæða-
kerfi. Malbikun KM er eina mal-
bikunarfyrirtækið á Norðurlandi
sem er með vottun á gæðakerfi sitt
frá Samtökum iðnaðarins sem veit-
ir okkur forskot á aðra samkeppnis-
aðila hér fyrir norðan. Malbikun
KM er eina fyrirtækið hér á Ís-
landi sem hefur sérhæft sig í flot-
malbiki (gussasphalt). Flotmalbik
hefur verið lagt á tugi fjósa hér á
landi og þá aðallega í mjaltabása og
mjólkurhús,“ lýsir Jón Smári.
Sækja verkin víða
Malbikun KM vinnur að mestu út
frá starfsstöð sinni á Akureyri en
samkvæmt Jóni Smára þarf fyrir-
tækið einnig að sækja verk sín út
á land til dæmis á Egilsstaði, Ísa-
fjörð, Reykjavík og fleiri staði.
„Ein af ástæðum þess að Malbik-
un KM þarf að sækja verkin sín
út á land er að Akureyrarbær kýs
að framleiða sitt eigið malbik og
leggja það á götur sínar og býður
aldrei út nein verkefni sem tengjast
gatnaviðhaldi eða malbikun. Það er
skrítið að þetta skuli viðgangast á
svæði þar sem virk samkeppni er
ríkjandi í útlögn malbiks, reynd-
ar er Akureyri eina sveitarfélagið
á Íslandi sem býður ekki út þessi
verk, þannig að það má segja að
langstærsti kaupandi á malbiki og
malbiksvinnu á Akureyri er bæjar-
félagið sjálft, eins einkennilega og
það hljómar.“
Gæði og reynsla eru einkunnarorðin
Malbikun KM er eina malbikunarfyrirtækið á Norðurlandi sem er með vottun á gæðakerfi sitt frá Samtökum iðnaðarins. Starfsmenn
fyrirtækisins búa yfir mikilli reynslu, veita snögga og fagmannlega þjónustu og eru þekktir fyrir vönduð vinnubrögð og góðan frágang.
Starfsmenn Malbikunar KM hafa verið hvað þekktastir fyrir góðan frágang og vönduð vinnubrögð auk þess að veita snögga og
fagmannlega þjónustu.
Sífellt er kallað eftir
meiri kröfum til verktaka
um að vinna eftir og vera
með vottuð gæðakerfi.
Jón Smári Sigursteinsson, verkefnastjóri hjá
Malbikun KM
Við erum á Facebook
Nordurbik
NORÐURBIK hefur tvær færanlegar malbikunarstöðvar sem einfalt er að flytja hvert á land sem er án mikillar fyrirhafnar.
NORÐURBIK býr yfir margra ára reynslu í framleiðslu á malbiki fyrir m.a. flugvelli, götur, bílaplön og stíga.
NORÐURBIK
Norðurbik ehf · Ægisnesi 2 · 603 Akureyri · nordurbik@simnet.is · 896 1334 · 896 1390
framleiðir kalt viðgerðarmalbik sem hefur m.a. reynst m jög vel til holuviðgerða.
Kalt viðgerðarmalbik frá Norðurbiki ehf er notað víða um land með góðum árangri.
MalbiK Kynningarblað
31. mars 20166
3
1
-0
3
-2
0
1
6
0
4
:2
2
F
B
0
8
8
s
_
P
0
4
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
8
E
9
-8
8
9
0
1
8
E
9
-8
7
5
4
1
8
E
9
-8
6
1
8
1
8
E
9
-8
4
D
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
8
8
s
_
3
0
_
3
_
2
0
1
6
C
M
Y
K