Fréttablaðið - 31.03.2016, Page 42

Fréttablaðið - 31.03.2016, Page 42
Útgefandi 365 miðlar ehf. | Skaftahlíð 24 | s. 512 5000 | fax 512 5301 UmSjónarmaðUr aUglýSinga Bryndís Hauksdóttir| bryndis@365.is | s. 512-5434 ÁbyrgðarmaðUr Svanur Valgeirsson Veffang visir.is Húsið er mikil bæjarprýði í dag. aðalstræti 32 áður en framkvæmdir hófust (efst t.v.), meðan á framkvæmdum stóð (neðst t.v.) og loks eins og það lítur út í dag (t.h.). „Þetta er hús sem afi og amma áttu en þau keyptu það árið 1929. Amma bjó í húsinu til ársins 2002 og ég tók við því eftir að hún féll frá,“ segir Kristinn um húsið við Aðalstræti 32 á Akureyri sem hefur tekið stakkaskiptum síðast­ liðin ár og er nú orðið hin mesta bæjarprýði. Hann segir aldur hússins að­ eins á reiki og ekki nákvæmlega vitað hvenær fyrsti hluti þess var byggður. „Hússins er ekki getið í fasteignaskrá fyrr en 1898 þegar það var portbyggt. Þá voru hækk­ aðir veggir, sett ris og skipt um glugga og klæðningu. Bygging­ ar fóru ekki á skrá fyrr en þær voru meira virði en 500 krónur og þarna hefur sá múr líklega verið rofinn,“ útskýrir Kristinn en einhverjar heimildir benda til að húsið hafi verið risið árið 1857 og jafnvel fyrir árið 1840. Mikil en skemmtileg vinna Þegar Kristinn tók við húsinu lá fyrir að vinnan yrði ærin. „Húsið hafði verið klætt að utan með as­ besti til að þétta það. Fyrsta verkið var því að taka asbestið af sem þýddi geimfaragalla og tilheyrandi græjur,“ segir Krist­ inn glettinn. Klæðningin undir asbestinu var sums staðar orðin fúin að neðan, öll fótstykki voru farin og grindin einnig fúin að hluta. „Þó minnst í elsta hlutan­ um en meira í viðbyggingunum,“ lýsir Kristinn sem fékk Húsafrið­ un til liðs við sig og fékk þar ráð­ leggingar um hvernig best væri að standa að málum. „Niður­ staðan var sú að ég fékk góðan smið í vinnu, Rúnar Búason, sem hefur unnið fyrir Þjóðminjasafn­ ið meðal annars við endurbygg­ ingu á húsum,“ segir hann. Gert var við grindina eins og hægt var en öðrum hlutum henn­ ar var skipt út. „Allt var þetta tappað saman og gert á gamla mátann enda reyndum við að vera trúir því sem við höfðum í höndunum,“ segir Kristinn en sett var ný klæðning utan á húsið og nýir gluggar. Útihurðin komin á sinn stað Margt var endurnýtt úr húsinu. Til dæmis er sagan af útidyra­ hurðinni skemmtileg. „Útidyra­ hurðinni, sem hafði verið í húsinu til ársins 1940, hafði verið skipt út fyrir nýmóðins hurð. Henni var hins vegar ekki hent held­ ur var hún notuð sem hurð milli fjóssins og verkstæðisins. Þessa hurð tókum við, gerðum upp og settum á sinn upprunalega stað.“ Kristinn segir afskaplega gaman að gera upp svona gam­ alt hús og honum hafi aldrei fallist hendur. „Ég áttaði mig á áður en við byrjuðum að þetta yrði gríðar lega mikil vinna. Mér fannst afskaplega skemmtilegt að byrja að rífa og sjá úr hverju húsið var gert og velta fyrir mér upprunanum,“ segir Kristinn sem telur að húsið hafi uppruna­ lega verið smíðað upp úr efniviði úr öðru húsi. „Við réðum það af þiljum sem aldrei voru sýnilegar í þessu húsi að viðirnir eru feiki­ gamlir og hafa vafalaust verið að­ fluttir.“ Kristinn vann sjálfur mikið í húsinu. Hann er rafiðnfræðingur en segist alinn upp á smíðaverk­ stæði. „Líklega er það eitthvað genetískt að vilja smíða því báðir afar mínir og pabbi voru smiðir,“ segir hann. Flytja inn í sumar Þó Kristinn hafi strax vitað að hann langaði til að gera húsið upp hafði hann engin sérstök plön um hvað síðan ætti að gera við það. „Ég sá fyrir mér að ég gæti notað það sem sumarbústað sem ég gæti gengið í á hálftíma,“ segir hann glaðlega en í vetur tóku hann og eiginkona hans, Edda S. Friðgeirsdóttir, ákvörðun um að flytja í húsið. „Það er afskaplega gott að vera þarna,“ segir Krist­ inn sem stefnir á flutninga í byrj­ un sumars. solveig@365.is Ég áttaði mig á áður en við byrjuðum að þetta yrði gríðarlega mikil vinna. mér fannst afskaplega skemmtilegt að byrja að rífa og sjá úr hverju húsið var gert og velta fyrir mér upprunanum. Kristinn Björnsson  Þessi skemmtilega hannaði eld- húskrókur kemur í ljós þegar geng- ið er upp stiga í þessu fallega húsi í Minneapolis í Bandaríkjun- um. Þarna er fagurfræðin höfð að leiðar ljósi um leið og allir kost- ir hússins eru nýttir. Eldhúsborðið stendur við glugga þar sem hægt er að horfa út í garð. Stigahand- riðið er nýtt sem hillueining sem gefur pláss fyrir bækur, blöð eða skrautmuni. Horft er frá eldhúsi. Einstaklega skemmtileg hönn- un. Þetta hús var nýlega endur- hannað af Fiddlehead Interior De- sign í Bandaríkjunum og gert upp af Streeter & Ass ociates en á síðu þeirra má skoða fallega hönnuð íbúðarhús. Hillur í handriði HÚSnæði og ViðHald 31. mars 20162 3 1 -0 3 -2 0 1 6 0 4 :2 2 F B 0 8 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 8 E 9 -9 C 5 0 1 8 E 9 -9 B 1 4 1 8 E 9 -9 9 D 8 1 8 E 9 -9 8 9 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 8 8 s _ 3 0 _ 3 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.