Fréttablaðið - 31.03.2016, Side 54

Fréttablaðið - 31.03.2016, Side 54
Seljum öll tæki til malbiksframkvæmda og malbiksviðgerða. Tangarhöfða 1 110 Reykjavík Sími 551 5464 Fax: 551 4531 wendel@wendel.is www.wendel.is Vegalengdir styttast á Vestfjörðum Lengi hefur verið kvartað yfir hroðalegum vegum á Vest- fjörðum. Nú virðast bjartari tímar fram undan. Tillaga að nýrri samgönguáætlun á Vestfjörðum var lögð fram á Alþingi 18. mars sl. Í tillögunni er gert ráð fyrir 2,7 milljörðum fram til árs- ins 2018 til vegagerðar í Gufudalssveit, síðan verður hafist handa við Dýrafjarðargöng. Áformað er að framkvæmd- ir hefjist við göngin eftir mitt næsta ár og að þeim ljúki árið 2020. Dýrafjarðargöng stytta Vestfjarðavegi um 27 kíló- metra. Þá eru fyrirhugaðar lagfæringar á Djúpvegi sem að hluta er mjór og með blindhæðum. Þegar eru hafnar endur- bætur á Strandavegi á Ströndum um Bjarnarfjarðarháls, sem mun bæta leiðina þar til muna fyrir heimamenn og gesti. Vegagerðin áætlar að verja 5.850 milljónum króna í við- hald vega á landinu í ár en það er sú upp- hæð sem til- tekin er í sam- gönguáætl- un. Þetta er minni fjár- veiting en á síðasta ári. Í ár verð- ur lögð meiri áhersla á viðhald bundinna slit- laga en áður. Í samgönguáætlun sem lögð er fyrir Alþingi í ár er gert ráð fyrir eftirfarandi fjármunum í viðhald vega: 2015 - 6.350 mkr. 2016 - 5.850 mkr. 2017 - 7.000 mkr. 2018 - 7.000 mkr. Skipting fjárveitinga í bundnu slitlagi á svæði er áætluð eftir- farandi: Suðursvæði 1.200 mkr, þar af 450 á höfuðborgarsvæði Vestursvæði 650 mkr Norðursvæði 520 mkr Austursvæði 340 mkr. Helstu verkefni á sviði styrking- ar og endurbóta á slitlagi eru: Suðursvæði: Biskupstungna- braut Vestursvæði: Súðavíkurvegur Norðursvæði: Hringvegur í Reykjadal Austursvæði: Hringvegur um Heiðar enda Vegagerðin malbikar fyrir 5.850 milljónir kr. Áhugamenn um frjálsar íþrótt- ir kannast flestir við grúfustíl- inn í hástökki og Fosbury-stílinn sem nær allir hástökkvarar hafa notast við frá 1970. Við frum- stæðar aðstæður frjálsíþrótta- manna hérlendis á sjöunda ára- tug síðustu aldar þurfti íslenskir hástökkvarar stundum að nota hugmyndaflugið. Í Í.R. blaðinu sem kom út árið 1998 lýsir frjálsíþróttamaðurinn Jón Þ. Ólafsson m.a. „malbiks- stílnum“ í hástökki en Jón átti Íslandsmetið frá 1962 (2,11 m) sem stóð til 1984. Fyrsta útiæfing vorsins 1963 fór fram á Melavelli en völlur- inn var eitt drullusvað. Hann fékk þá hugmynd að æfa stökk- ið á malbikuðum tennisvellin- um en þar voru engar sandgryfj- ur eða dýnur. Þar kom hann fyrir stökksúlum og bambusrá og hóf að stökkva. Jón notaði grúfustíl- inn þar sem lent er á bakinu en það gekk eðlilega ekki á hörðu malbikinu. Því notaðist hann við nýja aðferð; að hlaupa beint að ránni og lenda á malbikinu á sama fæti og hann stökk upp af. Áður hafði hann reynt stílinn innanhúss með dýnu og sand- gryfju en hér var kominn nýr stíll til að nota utanhúss við vissar aðstæður.  Malbiksstíllinn Jón Þ. Ólafsson íþróttamaður þekkir „malbiksstílinn“ í hástökki. MYND/VÍSIR MAlbIk kynningarblað 31. mars 201612 3 1 -0 3 -2 0 1 6 0 4 :2 2 F B 0 8 8 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 8 E 9 -8 D 8 0 1 8 E 9 -8 C 4 4 1 8 E 9 -8 B 0 8 1 8 E 9 -8 9 C C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 8 8 s _ 3 0 _ 3 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.