Fréttablaðið - 31.03.2016, Blaðsíða 74
LISTAHÁSKÓLI ÍSLANDS BOÐAR
TIL ÁRSFUNDAR FIMMTUDAGINN
7. APRÍL KL. 16
ÁRSFUNDUR
LISTAHÁSKÓLANS
2016
Fundurinn verður haldinn í bókasafni skólans,
Þverholti 11, 6. hæð.
Á fundinum kynna stjórnendur skólans starfsemi
hans og rekstur. Fyrirspurnir og umræður.
Fundurinn er öllum opinn.
Stjórn Listaháskóla Íslands
TónlisT
söngtónleikar
HHHHH
stabat mater eftir Pergolesi í
flutningi Maríu Konráðsdóttur, Erlu
Dóru Vogler og sólborgar Valdi-
marsdóttur.
Dómkirkjan
Föstudaginn langa
Mærin mæra mændi? Þessi undar-
lega setning er úr þýðingu Matthíasar
Jochumssonar á helgikvæðinu Stabat
mater sem var ort á þrettándu öld.
Mærin mæra er auðvitað María mey
og ljóðið fjallar um það þegar hún
„mændi“ á Krist á krossinum, harmi
slegin. Það hefur verið tónsett af fjöl-
mörgum tónskáldum, þar á meðal
hér á landi. Að þessu sinni var tón-
listin eftir Pergolesi og tónleikarnir
fóru fram í hádeginu í Dómkirkjunni
föstudaginn langa.
En bíðum við. Það er lögbrot að
halda tónleika fyrir klukkan þrjú á
föstudaginn langa. Tónleikarnir voru
því glæpsamlegir, ef svo má segja!
Þrjú glæpakvendi stóðu að þeim,
María Konráðsdóttir sópran, Erla
Dóra Vogler mezzósópran og Sólborg
Valdimarsdóttir píanóleikari. Það var
María sem benti á staðreyndina um
glæpinn áður en tónleikarnir hófust.
Tónlistin var samin á átjándu öld.
Undirspilið er hugsað fyrir lítinn
hóp strengjaleikara ásamt organista.
Óneitanlega var það þunnur þrett-
ándi að aðeins væri boðið upp á
píanóútsetningu. Sólborg lék þó af
nákvæmni og festu, en hún hefði mátt
móta betur hendingar og laglínur.
Allar nóturnar voru á sínum stað, en
það var ekki nógu mikil ljóðræna í
þeim. Þetta gerði tónlistina nokkuð
tilbreytingarlausa. Það voru of fá lit-
brigði til að krydda sönginn og gera
hann spennandi.
Söngurinn sjálfur var samt fallegur
í sjálfu sér. María hefur vissulega for-
kunnarfagra rödd og allir langir tónar,
sérstaklega á efsta sviðinu, voru
unaðslegir áheyrnar. En stuttir tónar
voru stundum dálítið loðnir. Hraðar
tónastrófur hefðu mátt vera meitlaðri
og skýrari, þá hefði söngurinn verið
fullkominn. Þess verður að geta að
María er enn í námi, hún stundar
mastersnám við Listaháskólann í
Berlín. Óhætt er að fullyrða að hún
er ákaflega efnileg og það verður
athyglisvert að fylgjast með henni er
fram líða stundir.
Erla Dóra var pottþéttari í sínu
hlutverki. Rödd hennar er einnig
frábær og söngurinn var jafnari og
fókuseraðri en hjá Maríu. Hún söng
af áhrifamikilli tilfinningu og ein-
lægni, túlkunin var hástemmd og
alvöruþrungin, en jafnframt gædd
viðeigandi snerpu. Það var magnað
að hlýða á hana.
Jónas Sen
niðursTaða: Sumpart góður en
nokkuð litlaus flutningur á Stabat
mater eftir Pergolesi.
Glæpsamlegir tónleikar í Dómkirkjunni
Á hádegistónleikum í Fríkirkjunni
í dag flytur Alexandra Chernyshova
sópransöngkona brot úr óperunni
Skáldið og biskupsdóttirin, ásamt
Guðrúnu Ásmundsdóttur sögu-
manni, Ásgeiri Páli Ágústssyni barí-
tonsöngvara og Magnúsi Ragnars-
syni orgelleikara. Þær Alexandra og
Guðrún eru höfundar óperunnar
sem var frumflutt árið 2014.
„Við leggjum áherslu á hina djúpu
vináttu Hallgríms Péturssonar
sálmaskálds og Ragnheiðar Brynj-
ólfsdóttur biskupsdóttur. Þau voru
sálufélagar þó að 28 ár skildu þau
að í aldri,“ segir Alexandra. „Hann
deildi með henni ljóðum sem hann
sýndi ekki öðrum og hann var sá
fyrsti sem hún sagði frá ást sinni á
Daða og hamingjunni sem henni
fylgdi. Meðal þess sem við Ásgeir
Páll syngjum í dag er dúettinn Ó,
veistu minn vinur.“
Alexandra segir Guðrúnu hafa
unnið mikla heimildarvinnu við
skrif handritsins, ásamt Ingu Huld
Hákonardóttur sagnfræðingi. Meðal
þess sem þar komi fram sé að Ragn-
heiður hafi verið meðal þeirra fyrstu
sem Hallgrímur gaf handrit að
passíusálmunum. „Þá upplifði hún
að hann var ekkert venjulegt skáld,
heldur eitthvað miklu meira.“
Tónleikarnir tilheyra tónleika-
röðinni Á ljúfum nótum. Þeir hefj-
ast klukkan 12 og taka um hálfa
klukkustund. Aðgangseyrir er 1.500
krónur. gun@frettabladid.is
Syngja um sálufélagana Hallgrím og Ragnheiði biskupsdóttur
„Það kveður við nýjan tón hjá mér
á þessari sýningu. Undanfarin ár
hef ég gefið frjálsri teikningu laus-
an tauminn og verið þekkt fyrir
verk sem ganga nálægt kynvitund
kvenna á bersöglan hátt. Nú er ég
að færa mig nær klassíkinni aftur og
leita í hefðbundna módelteikningu
eftir lifandi fyrirmynd. Með því að
teikna mannslíkamann segir maður
frá innri líðan, hvað það þýðir
að vera manneskja,“ segir Kristín
Gunnlaugsdóttir myndlistarmaður
sem opnar sýningu í dag á Skóla-
vörðustíg 21.
„Konurnar tíu sem reka Skúma-
skot eru listamenn og hönnuðir.
Þær buðu mér að vera með fyrstu
sýninguna þar og mér þykir mjög
vænt um það,“ segir Kristín kampa-
kát. Tekur fram að til að skoða list
hennar sé gengið í gegnum verslun-
ina inn í ágætan sýningarsal með
tveimur stórum gluggum sem snúi
að Njálsgötu.
Myndirnar í nýja salnum í Skúma-
skoti eru allar unnar sem stúdíur af
líkömum bæði karla og kvenna að
sögn Kristínar. Hún kveðst hafa
verið að teikna módel síðustu ár,
bæði í Myndlistarskóla Reykjavíkur
með öðrum listamönnum og kenn-
urum og líka heima í vinnustofunni
sinni. Hún segir það mikla ögrun
fyrir listamann að sýna teikningar
og vatnslitamyndir því þar geti
hann ekki falið neitt. „Það eru engar
flóttaleiðir færar því maður getur
engu breytt í verkinu,“ útskýrir hún.
Kristín segir vægi módelteikninga
hafa minnkað í námi myndlistar-
manna hér á landi í seinni tíð. Til
dæmis sé ekki lögð áhersla á módel-
teikningu í Listaháskóla Íslands. Því
séu nokkrar kynslóðir listamanna
að koma upp sem hafi lítil kynni af
þeirri grein og henni finnst synd að
þeir fari á mis við hana.
„Ég get ekki ímyndað mér sjálf
hvar ég stæði ef ég gæti ekki leitað
í þann grunn sem módelteikningin
er,“ segir hún. „Mannslíkaminn er
svo mikið viðmið – og hann segir
allt.“
Sýningin er opin á opnunartíma
verslunarinnar og stendur til 17.
apríl.
Það eru engar flóttaleiðir færar
Mannslíkaminn er Kristínu Gunnlaugsdóttur myndlistarkonu yrkisefni bæði
í teikningum og bláum gvassmyndum sem hún birtir í nýjum listasal Skúma-
skots að Skólavörðustíg 21. Sýninguna opnar hún í dag klukkan 16.
Hann deildi Með Henni ljóðuM SeM
Hann Sýndi eKKi öðruM oG
Hann var Sá fyrSti SeM Hún
SaGði frá áSt Sinni á daða.
Flytjendurnir Ásgeir Páll Ágústsson, Guðrún Ásmundsdóttir, Alexandra og Magnús
Ragnarsson.
„Nú er ég að færa mig nær klassíkinni aftur og leita í módelteikningu eftir lifandi fyrirmynd,“ segir listakonan Kristín.
FRéttAblAðið/SteFÁN
Gunnþóra Gunnarsdóttir
gun@frettabladid.is
erla Dóra söng af áhrifamikilli tilfinn-
ingu og einlægni að sögn dómarans.
Með því að teiKna
MannSlíKaMann
SeGir Maður frá innri líðan,
Hvað það þýðir að vera
ManneSKja.
3 1 . M a r s 2 0 1 6 F i M M T u D a G u r38 M E n n i n G ∙ F r É T T a B l a ð i ð
3
1
-0
3
-2
0
1
6
0
4
:2
2
F
B
0
8
8
s
_
P
0
8
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
7
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
8
E
9
-2
F
B
0
1
8
E
9
-2
E
7
4
1
8
E
9
-2
D
3
8
1
8
E
9
-2
B
F
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
8
8
s
_
3
0
_
3
_
2
0
1
6
C
M
Y
K