Fréttablaðið


Fréttablaðið - 31.03.2016, Qupperneq 82

Fréttablaðið - 31.03.2016, Qupperneq 82
Dagskráin fyrir Eistnaflug í Nes- kaupstað þetta árið hefur loksins litið dagsins ljós og er greinilegt að um er að ræða stærstu og glæsi- legustu hátíðina til þessa. Stefán Magnússon, umsjónarmaður hátíðarinnar, segir að Eistnaflug stækki ört með hverju árinu og sífellt fleiri hljómsveitir sæki eftir að vera með. „Við höfum aldrei verið með jafn stórar og dýrar hljómsveitir. Það er auðveldara fyrir okkur að komast í hljómsveitir enda höfum við verið að stækka ört. Við höldum í hefðirnar og í grunninn er þetta öskurrokkarahátíð en við höfum alltaf endað á smá diskói og þetta árið fengum við Pál Óskar til þess að loka hátíðinni, það er töluvert betra en að ég sé að spila tónlistina hans á tölvunni minni fyrir mann- skapinn.“ Meðal þeirra sem hafa tilkynnt komu sína er sænska þungarokk- hljómsveitin Opeth, Agent Fresco, HAM, Úlfur Úlfur og margir fleiri erlendir og íslenskir tónlistar- menn. „Við eigum von á töluvert fleira fólki í ár heldur en í fyrra, en þá voru tæplega 3.000 manns. Það er auðvitað svo gott að vera í Nes- kaupstað og í kringum hátíðina er bærinn alveg undirlagður og allir taka þátt og hjálpast að. Þetta er alvöru stemning og það hafa allir gaman af þessu.“ Eistnaflug hefur verið haldið árlega í Neskaupstað frá því árið 2005 en þá byrjaði það sem eins dags tónlistarveisla. Seinustu ár hefur þetta hins vegar vaxið og er orðið að fjögurra daga tónlistarhá- tíð og ómissandi partur af sumrinu hjá mörgum. – gj Eistnaflugið stækkar með hverju árinu Það er alltaf góð stemning á Eistnaflugi í Neskaupstað. MyNd/GuðNý Lára ThorarENsEN Kvikmyndin Þrestir hefur farið sannkallaða sigur-för um kvikmyndahátíðir víðsvegar um heiminn þar sem hún hefur sópað að sér alþjóðlegum verðlaunum. Myndin hefur samtals hlotið 16 verðlaun, nú síðast tók hún aðalverðlaunin á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Prag. Það voru þriðju verðlaunin sem myndin hreppti í þessum mán- uði en hún hlaut einnig aðalverð- launin á Spirit of Fire hátíðinni sem fram fór í Síberíu og dómaraverð- launin í Mamers í Frakklandi. Þrestir hefur meðal annars hlotið verðlaun fyrir bestu mynd- ina, bestu kvikmyndatökuna og besta handritið, auk þess sem Atli Óskar Fjalarsson, aðalleikari myndarinnar, hlaut verðlaun fyrir besta leik í aðalhlutverki á Les Arcs kvikmynda hátíðinni sem fór fram í Frakklandi í fyrra. Myndin hefur einnig unnið verðlaun utan Evr- ópu en hún hefur hlotið verðlaun í Bandaríkjunum, Kanada og hreppti einnig tvenn verðlaun á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í São Paulo í Brasilíu: fyrir bestu kvikmyndina í fullri lengd og fyrir besta handritið. draumasamstarfsfólk Rúnar Rúnarsson, leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar, segir að velgengnin hjálpi mikið til við dreifingu á myndinni og auk þess að ganga á milli kvikmyndahá- tíða sé hún nú kominn í almenna sölu hér og þar um heiminn. „Þetta er mikið tækifæri til að veita heim- inum aðgengi að sögunum okkar,“ segir Rúnar, en myndin gerist á Íslandi og segir afar íslenska sögu um ungan dreng sem verður að flytja frá Reykjavík til föður síns á Vestfjörðum þar sem hann verður að takast á við breyttar aðstæður í gamla heimabænum sínum. Þó er augljóst á velgengni myndarinnar að sagan á fullt erindi út fyrir land- steinana og að um góða landkynn- ingu er að ræða. Einlægur þakkar Rúnar velgengni myndarinnar samstarfsfólki sínu. „Að kvikmynd kemur fjöldinn allur af fólki og ég hef alltaf verið hepp- inn með samstarfsfólk. Þegar maður er með gott fólk í kringum sig þá geta undarlegustu hlutir gerst.“ Í aðalhlutverkum eru auk Atla Óskars þeir Ingvar E. Sigurðsson, Pálmi Gestsson og króatíski leikar- inn Rade Serbedzija sem á að baki langan leikferil og hefur komið fram í fjölda kvikmynda, þar á meðal Hollywood-myndum eins og Miss- ion Impossible II, Eyes Wide Shut og Batman Begins. Kjartan Sveinsson, fyrrverandi hljómborðsleikari Sigur Rósar, sér um að semja tónlistina í myndinni og því er hér um mikið einvalalið að ræða. sköpun erfið á ferðalagi Rúnar segir það vera erfitt að finna tíma til að vinna að næsta verkefni þegar hann þarf sífellt að ferðast á milli kvikmyndahátíða. „Það er ekki mikill tími til að skapa þegar maður situr í flugvél,“ segir Rúnar og hlær. Hann er þó með nokkur járn í eld- inum, til dæmis segir hann að leikin kvikmynd í fullri lengd sé í bígerð og auk hennar annað leikið efni sem er að vísu ekki langt komið. Í burðar- liðnum er einnig gamalt drauma- verkefni sem Rúnar minnist á fremur dularfullur. Það mun vera heimildar- mynd sem hann vill annars ekki tjá sig neitt frekar um, enda sé það verk- efni víst á algjöru byrjunarstigi. Þegar litið er á velgengni Þrasta er því nokkuð spennandi að bíða næstu verkefna frá þess- um mikla a f r e k s - leikstjóra og alls ekki ólíklegt að hann þurfi að sækja nokkur verðlaun í viðbót á kvikmyndahátíðum úti í heimi. stefanthor@frettabladid.is Sigurganga Þrasta Kvikmynd leikstjórans Rúnars Rúnarssonar, Þrestir, hefur átt góðu gengi að fagna síðan hún kom út á síðasta ári. Myndin hefur hlotið frábærar viðtökur hjá gagnrýnendum úti um allan heim og auk þess unnið til fjölda verðlauna á kvik- myndahátíðum. Rúnar leikstýrir og skrifar handritið en segir þó að samstarfsfólkið sé það sem mestu máli skiptir í velgengni myndarinnar. rúnar rúnarsson, leikstjóri og handritshöfundur Þrasta. FréTTabLaðið/ViLhELM Að kvikmynd kEmuR fjöldinn AlluR Af fólki og ég hEf AlltAf vERið hEppinn mEð SAmStARfS- fólk. ÞEgAR mAðuR ER mEð gott fólk í kRingum Sig Þá gEtA undARlEguStu hlutiR gERSt. atli Óskar Fjalarsson í hlut­ verki sínu sem ari í Þröstum. MyNd/sTiLLa 3 1 . m a r s 2 0 1 6 F I m m T U D a G U r46 L í F I ð ∙ F r É T T a B L a ð I ð Lífið 3 1 -0 3 -2 0 1 6 0 4 :2 2 F B 0 8 8 s _ P 0 8 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 7 9 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 8 E 9 -6 6 0 0 1 8 E 9 -6 4 C 4 1 8 E 9 -6 3 8 8 1 8 E 9 -6 2 4 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 0 8 8 s _ 3 0 _ 3 _ 2 0 1 6 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.