Fréttablaðið - 31.03.2016, Síða 84

Fréttablaðið - 31.03.2016, Síða 84
Margrét stígur ófeimin á svið fyrir troðfullum sal af áhorfenda eins og ekkert sé. Páskafríið hennar Margrétar Erlu Maack vatt heldur betur upp á sig þegar hún ákvað að skella sér til New York í hvíldarferð en endaði á að sýna á þremur bur- lesque- og uppistandssýningum. „New York hefur upp á svo margt að bjóða og er svo miklu meira en bara Times Square. Lower East Side er uppáhaldshverfið mitt og þar er fullt af svona skrítnu í gangi. Ég flutti til New York árið 2007 til þess að læra magadans eftir að ég vann í Happ- drætti háskólans. Til þess að kynn- ast fólkinu og menningunni þarf maður bara að fara með opinn huga og hanga eftir sýningu og kynnast fólkinu,“ segir Margrét en hún hefur verið virk í því að byggja sér upp tengslanet erlendis til þess að fá fólk til þess að koma til Íslands og sýna listir sínar. Þegar Margrét pantaði sér ferðina til New York yfir páskana var það ekki ætlunin að fara að sýna. „Vinir mínir sem ég var að fara að heim- sækja furðuðu sig á því að ég ætlaði að vera í New York í tíu daga en ekki koma neitt fram. Ég sendi nokkra tölvupósta áður en ég fór út og á end- anum fékk ég þrjú gigg. Tvö þeirra voru á Slipper Room sem er uppá- haldsstaðurinn minn í heiminum. Fyrra kvöldið var meiri uppistands- sýning þar sem ég var annað tveggja kabarettatriða, en það seinna var ég með í burlesque-sýningu þar sem ég var meðal annars með hnífakast og brjóstaballett. Þriðja sýningin var svo á House of Yes.“ Sýningarnar gengu svo vel að Margréti var boðið að koma aftur út að sýna í júní. „Þetta er mjög góð afsökun til þess að fara aftur til New York.“ Atriðin hennar Margrétar voru þó ekki öll með sínu hefðbundna sniði en í eitt skiptið var hún beðin um að íslenska upp atriðið sitt. „Á einni sýningu sem kallast Glitter Gutter var ég beðin um að koma með íslenskt tvist við mitt venjulega atriði. Ég málaði mig eins og Björk og gerði blöðrustripp við It's Oh So Quiet og svo var hnífakastið við Army of Me en það vakti mjög mikla lukku.“ M a r - grét segir a ð þ a ð sé margt hægt að l æ r a a f atvinnu- f ó l k i n u í N e w York. „Ég sá hvernig þau byggja svona upp og hversu stórt þetta getur orðið með fáu fólki. Það var mjög gott að geta mætt bara og gert mitt atriði og fylgst svo með í staðinn fyrir að vera að stússast í öllu. Þarna voru engin tæknirennsli og það var gaman að sjá hvað kynnarnir eru ógeðslega góðir í að halda uppi orkunni og hjálpa til með allt tímavesen ef eitthvað þann- ig kemur upp. Þetta er mikil vinna sem fer í svona sýningar.“ Margrét hefur tileinkað sér maga- dans og burlesque og hefur vakið mikla athygli hér á landi. „Þessi bur- lesque-sena, ásamt drag-, spuna- og uppistandssýningum er á hraðri uppleið hér á landi. Þetta helst allt saman í hendur. Loksins er orðið nóg framboð af afþreyingu sem er ekki leikhús eða tónleikar. Þetta er ótrúlega skemmtileg sena og ég er að vonast til að fá einhverja til að koma til landsins í sumar eða haust.“ gunnhildur@frettabladid.is Sýndi brjóstaballett og hnífakast í New York um páskana Margrét Erla Maack sló heldur betur í gegn í New York á dögunum með burlesque-sýn- ingunni sinni en henni hefur verið boðið að fara aftur út að sýna í júní. Hún segir íslenskt menningarlíf vera að vakna til lífsins og loksins sé margt annað í boði til afþreyingar í Reykjavík en leikhús og tónleikar. BurlEsquE sENaN, ásaMt drag-, spuNa- og uppi- staNds- sýNiNg- uM, Er á hraðri upplEið hér á laNdi. ÞEtta hElst allt saMaN í hENdur. Kim Kardashian og eiginmaður hennar, Kanye West, hafa nú loksins flutt inn í eigið heimili í Bel-Air í Los Angeles eftir að hafa búið heima hjá mömmu Kim, Kris Jenner, í tæp þrjú ár. Húsið í Bel-Air verður þó aðeins tímabundinn griðastaður þar sem þau ætla sér að selja það og flytja í annað hús sem þau eru að gera upp um þessar mundir. Húsið keyptu þau upprunalega á 11 milljónir dollara og hófust strax handa við að gera það allt upp, nán- ast frá grunni. Það er nú á sölu á 20 milljónir. Kim hefur verið ófeimin við að tjá sig um að hún sé orðin löngu þreytt á að búa heima hjá móður sinni en henni finnst alltof mikil læti á því heimili. Kim og Kanye keyptu húsið upprunalega áður en hún varð ólétt að sínu fyrsta barni, North West. Því er ljóst að það er nóg búið að ganga á í lífi þeirra í millitíðinni. Kanye og Kim flytja loksins út frá Kris Kanye og Kim eru loksins flutt inn í sitt eigið hús en þó aðeins tímabundið. Margrét að sýna listir sínar á Slipper Room í New York. Ekki nóg með það að Kanye markaðssetti sína þriðju fatalínu í samstarfi við Adidas í byrjun febrúar heldur gaf hann einnig út breiðskífuna The Life of Pablo á sama tíma. Tidal, sem er eina tón- listarveitan sem hægt er að nálgast plötuna á, gaf það út fyrr í vikunni að hlustað hefði verið á plötuna 250.000 sinnum fyrstu tíu dagana eftir að hún kom út sem verður að teljast ótrúlegur árangur. Kim hefur einnig verið að gera það mjög gott þrátt fyrir að hún hafi ekki verið með nein stór verkefni á þessu ári. Í fyrra gaf hún út sitt annað app sem var lengi vel eitt það vinsælasta í heiminum. allt í BlóMa hjá KiMYE Karen Walken Dries Van Noten Fendi Karen Walker sól, sól skín á mig Sólgleraugu 3 1 . m a r s 2 0 1 6 F I m m T U D a G U r48 L í F I ð ∙ F r É T T a B L a ð I ð 3 1 -0 3 -2 0 1 6 0 4 :2 2 F B 0 8 8 s _ P 0 8 4 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 7 7 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 8 E 9 -5 2 4 0 1 8 E 9 -5 1 0 4 1 8 E 9 -4 F C 8 1 8 E 9 -4 E 8 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 8 8 s _ 3 0 _ 3 _ 2 0 1 6 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.