Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2014, Blaðsíða 4
Helgarblað 3.–6. október 20144 Fréttir
Sala nýrra
bíla eykst
Sala á nýjum fólksbílum frá 1.
til 30. september síðastliðinn
jókst um 58 prósent miðað
við sama tímabil árði 2013.
Nýskráðir fólksbílar á þessu
tímabili eru 553 stykki á móti
350 árið 2013. Þar kemur fram
að samtals hafi verið skráðir
8.169 fólksbílar á fyrstu níu
mánuðum ársins og er það 30,7
prósenta aukning frá fyrra ári.
Fjöldi bílaleigubíla af heildar-
nýskráningu er 4.279 það sem
af er árinu, eða 52 prósent. Í
september síðastliðnum voru
nýskráðir 26 bílaleigubílar, eða
4,7 prósent af heildarnýskrán-
ingum mánaðarins.
Krafinn um
fimm milljónir
til viðbótar
Gísli Freyr Valdórsson, fyrrver-
andi aðstoðarmaður Hönnu
Birnu Kristjánsdóttur innanríkis-
ráðherra, hefur verið krafinn um
fimm milljónir króna í miska-
bætur, en það er lögmaður Tony
Omos sem fer fram á þær fyrir
hann. Krafa Tony var lögð fram
við málflutning frávísunarkröfu
vegna ákæru á hendur Gísla
Freys, sem fram fór í Héraðsdómi
Reykjavíkur í gær.
Er þetta þriðja bótakrafan
sem hefur verið lögð fram vegna
máls Gísla Freys en farið hefur
verið fram á skaðabætur fyrir
barnsmóður Tony, upp á 4,5
milljón króna. Þá var lögð fram
miskabótakrafa af hálfu konu
sem Tony var sagður vera í ástar-
sambandi við, en upplýsingarnar
komu fram í minnisblaðinu sem
var lekið úr ráðuneytinu.
Alls hefur Gísli Freyr því ver-
ið krafinn um 12 milljónir króna
í bætur.
Kröfur kvennanna voru lagð-
ar fram við þingfestingu málsins
hinn 16. september síðastliðinn.
Gísli Freyr lýsti yfir sakleysi sínu
við þingfestinguna. Hann krafð-
ist frávísunar málsins, og til vara
að hann yrði sýknaður af öllum
sakargiftum. Gísli Freyr er sem
kunnugt er ákærður fyrir að hafa
brotið gegn þagnarskyldu í starfi
sínu sem aðstoðarmaður Hönnu
Birnu Kristjánsdóttur innanríkis-
ráðherra.
„Því ég var bara
bundinn trúnaði“
Adolf Guðmundsson sagði að ekki stæði til að selja Gullberg til Síldarvinnslunnar
M
álið var það að þegar þú
hringdir þá gat ég ekki
svarað þessu öðruvísi því
ég var bara bundinn trún-
aði. Það voru viðræður í
gangi. En ef ég hefði staðfest það við
þig þá hefði ég hleypt viðræðunum í
uppnám og þessi mál eru bara við-
kvæm þegar heilt bæjarfélag er und-
ir. Ég átti bara ekki kost á að svara þér
öðruvísi,“ segir Adolf Guðmundsson,
framkvæmdastjóri útgerðarinnar
Gullbergs á Seyðisfirði og fráfarandi
formaður LÍÚ, aðspurður af hverju
hann hafi ekki svarað því játandi um
miðjan september síðastliðinn hvort
til stæði að selja útgerðina til Síldar-
vinnslunnar.
Sagði sölu ekki standa til
Greint var frá kaupum Síldarvinnsl-
unnar á Gullbergi og fiskvinnslunni
Brimbergi á heimasíðu Síldarvinnsl-
unnar á miðvikudaginn. Útgerðin
rekur togarann Gullver. Kaupin
eru háð samþykki
Samkeppniseftirlitsins.
Í samtali við DV fyrir
tveimur vikum, þann 19.
september, þegar Adolf
var spurður að því hvort
til stæði að selja fyrir-
tækið og hvort Síldar-
vinnslan væri kaup-
andinn sagði hann.
„Það er bara ekkert til
í því. Ekkert svoleiðis í
gangi.“
Nú hefur hann stað-
fest að viðræðurnar
hafi verið hafnar þá.
Ákveðið í maí
Í samtali við Fréttablaðið á fimmtu-
daginn sagði Adolf að hluthafar fé-
lagsins hafi ákveðið að reyna að selja
það í maí síðastliðinn. „Þetta var ein-
faldlega ákvörðun hluthafa félagsins
á aðalfundi í maí. Það er ekki mikið
meira um tilurð sölunnar að segja,”
sagði Adolf í samtali við Fréttablaðið
á fimmtudaginn.
Gullbergið er 29. sæti yfir kvóta-
hæstu útgerðir landsins á meðan
Síldarvinnslan er 3. stærsti kvóta-
hafinn á eftir HB Granda og Sam-
herja. Samherji á hins vegar tæp
45 prósent í Síldarvinnslunni og er
forstjóri Samherja, Þorsteinn Már
Baldvinsson, einnig stjórnarformað-
ur Síldarvinnslunnar. Mikil viðskipti
eru á milli Samherja og Síldarvinnsl-
unnar, eins og rakið var í úrskurði
Samkeppniseftirlitsins sem fjallar
um söluna á Bergi-Hugin til Síldar-
vinnslunnar. Samkeppniseftirlitið
hefur haft þessa samvinnu útgerð-
anna til skoðunar síðan í fyrra.
Ströng skilyrði
Í frétt DV þann 19. september kom
fram að Adolf og aðrir hluthafar
Síldarvinnslunnar vildu halda út-
gerðinni á Seyðisfirði. „Það hafa
auðvitað komið
mörg tilboð í fyrir-
tækið gegnum árin
en þeim hefur öll-
um verið hafnað,“
sagði Adolf en vit-
að er að hluthöfum
útgerðarinnar hef-
ur verið afar um-
hugað um að halda
útgerðinni í bænum.
Skilyrði sölunnar til Síldarvinnsl-
unnar er að útgerðin verði áfram á
Seyðisfirði líkt og Adolf segir. Hann
segist hins vegar ekki geta greint ná-
kvæmlega frá hverju samningsatriði
fyrir sig þar sem samningurinn sé
trúnaðarmál. „Það er lögð áhersla
á það að það verði tryggð útgerð á
Seyðisfirði og það verður tryggður
sá fjöldi heilsársstarfa sem menn
hafa verið með þarna. Það er ekki
inni í myndinni að flytja þetta neitt.
Það eru mjög ströng skilyrði fyrir
sölunni. Málið er mjög einfalt í auga
hluthafanna. Útgerðin er búin að
vera hérna í 55 ár. Við höfum skyld-
ur gagnvart okkar starfsfólki og því
samfélagi sem við búum í hér. Þetta
er ekkert létt ákvörðun og þess vegna
vildu hluthafarnir reyna að tryggja
hag starfsfólksins og bæjarfélagsins.“
Búinn að vera í 32 ár
Adolf segist ekki geta greint frá því af
hverju hluthafarnir seldu Gullberg-
ið. Sjálfur átti hann ekkert í fyrir-
tækinu og mun reka það áfram, að
minnsta kosti þar til Samkeppnis-
eftirlitið kveður upp úrskurð sinn
um viðskiptin. „Ég get ekki svarað
fyrir hluthafana. Ég átti ekki krónu
í þessu. Ég hef verið í vinnu þarna
í 32 ár. Ég rek fyrirtækin áfram þar
til samningurinn hefur tekið gildi.
Aðkoma Síldarvinnslunnar er ekki
leyfð fram að því. Mín staða umfram
það hefur ekkert verið ákveðin. Það
liggur því ekkert fyrir hvað ég geri,“
segir Adolf. n
Ingi Freyr Vilhjálmsson
ingi@dv.is
Mikilvægt fyrir Seyðisfjörð Mikilvægt er fyrir samfélagið á Seyðisfirði að Gull-berg starfi þar áfram en útgerðin á og rekur einn togara og svo er rekin þar fiskvinnsla.
„Ég hef
verið í
vinnu þarna
í 32 ár
Viðkvæmar viðræður
Adolf segir að viðræðurnar
um söluna á Gullbergi hafi
verið á viðkvæmu stigi þegar
DV hafði samband við hann
um miðjan september.
Ýjað var að meiri niðurskurði
RÚV sagt yfirskuldsett og hugsanlega ógjaldfært
F
járhagsstaða stofnunarinnar
verður til frekari skoðunar í
haust í ljósi breyttra áætlana
og forsendna,“ segir í fjárlaga-
frumvarpi ríkisstjórnarinnar um
starfsemi RÚV en frumvarpið var
kynnt í byrjun september. Ljóst má
telja út frá þessu orðalagi að ríkis-
stjórnin hefur séð fram á að þurfa
að huga að niðurskurði á RÚV
Umræða hefur verið um fjár-
hagsstöðu RÚV í vikunni eftir að
stjórn RÚV sendi frá sér tilkynn-
ingu um að félagið væri yfirskuld-
sett og gæti ekki staðið við af-
borgun af skuldabréfi nú í byrjun
mánaðarins og að fresta þyrfti
greiðslunni til áramóta. Endur-
skoðunarfyrirtækið PwC vann út-
tekt á starfseminni þar sem segir
meðal annars: „Félagið er yfir-
skuldsett og skapar ekki nægt
sjóðsstreymi til að standa undir
greiðslum næsta árs afborgana og
vaxtagreiðslna. Því er nauðsyn-
legt fyrir RÚV að minnka skuldir
og auka veltufé til þess að tryggja
rekstrarhæfi félagsins.“
Vigdís Hauksdóttir, formaður
fjárlaganefndar, hefur gefið
það út að hún vilji funda með
forsvarsmönnum RÚV út af stöð-
unni og hefur gefið í skyn að hugs-
anlegt sé að ráðast þurfi í frekari
niðurskurð hjá stofnuninni. Sam-
kvæmt fjárlagafrumvarpinu þá var
alls ekki loku fyrir það skotið að
slík endurskoðun gæti átt sér stað
í ljósi „breyttra forsendna“ eins og
þar segir en gjalddagi skuldabréfs-
ins hefur legið fyrir lengi. n
ingi@dv.is
Vill ræða málið Vigdís Hauksdóttir,
formaður fjárlaganefndar, vill fara yfir stöðu
RÚV með forsvarsmönnum stofnunarinnar
en opnað er á frekari niðurskurð hjá RÚV í
fjárlagafrumvarpi næsta árs sem kynnt var í
síðasta mánuði.