Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2014, Blaðsíða 50
Helgarblað 3.–6. október 201450 Menning
Óttalaus nálgun á eld-
fima fjölskyldusögu
Konan við 1000° eftir Hallgrím Helgason í Þjóðleikhúsinu
S
aga Hallgríms Helgasonar
um konuna við 1000 gráð
urnar er tvímælalaust eitt
af hans sterkustu verkum.
Sagan er ekki bara listilega
vel skrifuð, heldur er hún áhrifarík
þroskasaga unglingsstúlku sem er
mæld í stríðsátökum en ekki árum.
Og það dýpkar hana óneitanlega að í
grunninn er þarna að finna lítt dulda
fjölskyldusögu afkomenda Sveins
Björnssonar, fyrsta forseta íslenska
lýðveldisins. Persóna Herbjargar
Maríu Björnsson, Herru, er byggð
á kynnum skáldsins við Brynhildi
Georgíu Björnsson. Þessi staðreynd
hefur orðið til þess að Hallgrímur
hefur verið harðlega gagnrýndur fyr
ir bók sína. Dóttir Brynhildar, Guð
rún Jónsdóttir, sagði í áleitinni grein
sem birtist í Fréttablaðinu um það
leyti sem bókin kom út, að hann
hefði skrumskælt líf móður hennar
og að bókin væri „klámfengin, ljót
leikamiðuð og ofbeldisfull“. Það er
rétt að sagan er ljótleikamiðuð og
ofbeldisfull. Hún fjallar um stríðsá
tök og ekki síst stöðu kvenna í slíkum
martraðarkenndum aðstæðum. Aðr
ir verða vega og meta hvort sagan er
klámfengin.
Tælir tröll
Þjóðleikhúsið lagði í það metnaðar
fulla verkefni að sviðsetja þessa
miklu sögu sem spannar stóran
hluta Evrópu á þeim fjórum árum
sem seinni heimsstyrjöldin stend
ur yfir. Það er Guðrún S. Gísladótt
ir sem leikur hina stórsnjöllu Herru
sem hírist í bílskúr síðustu æviárin.
Hún hugsar um lítið annað en óhjá
kvæmilegan dauðann og að táldraga
vonlaus vaxtarræktartröll í gegnum
Facebook í gervi alheimsfegurðar
drottningarinnar Lindu Pé. Auk þess
að vera jafn fær á tölvur og liðsmenn
Wikileaks kvelur hún Lóu, sem Elma
Stefanía Ágústsdóttir leikur, með
hispursleysi sínu, en sú sér um dag
legar þarfir þessarar einkennilegu
konu. Smátt og smátt fer Herra að
segja áhorfendum sögur sínar á
meðan hún keðjureykir sig í gegnum
lífleysið í skúrnum.
Áhrifarík einræða
Guðrún er mögnuð í krefjandi hlut
verki sínu sem Herra. Sterkur texti
bókarinnar hjálpar til hvað það varð
ar, enda mögnuðustu tilþrif verksins
að finna í orðum Hallgríms úr bók
inni sjálfri, sem er á stundum eins
og hárbeittir rýtingar. Hápunkti frá
bærs leiks Guðrúnar er náð þegar
hún fer með einhverja áhrifaríkustu
einræðu sem hefur verið flutt hér á
landi síðustu ár. Þar nýtur texti Hall
gríms sín einnig vel og verður að
ljóslifandi myndum í huga áhorf
enda. Það er Elma Stefanía sem leik
ur Ungherru sem þvælist til danskra
vændiskvenna, til afskekktrar eyju
þar sem hún finnur fallegan óvin
og skelfilegan nasista. Þaðan liggur
leiðin yfir til Berlínar, þar sem Ung
herra upplifir hryllilegasta augnablik
Berlínar sem og stríðsins. Það atriði
er smekklega leyst og lýsir firringu
stríðsins á nöturlegan hátt. Elma Stef
anía gefur Guðrúnu ekkert eftir. Hún
er hvað eftirminnilegust í átakan legu
atriði þar sem móðir hennar, sem
Edda Björg Eyjólfsdóttir leikur, skilur
hana eftir á eyjunni Amrun.
Eldfimt hlutverk
Það er svo hlutskipti Snorra Engil
bertssonar að fara með eldfimasta
hlutverk sögunnar, það er segja föð
ur Herru, Hans Henrik Björnsson.
Fyrirmyndin er auðvitað faðir Bryn
hildar, Björn Sv. Björnsson, sem var
í SSsveitum nasista. Stjarna Björns
reis hvað hæst í hernáminu í Dan
mörku þegar hann var yfir danska
ríkisútvarpinu í heila tíu daga í nafni
nasismans. Snorri leikur þessa átak
anlegu persónu, sem yfirgefur allt
sem hann elskar til þess að berjast
fyrir þriðja ríkið, nær óaðfinnanlega.
Aðrir leikarar bregða sér í hin ýmsu
hlutverk og gera vel.
Nútímaleg sviðsetning
Leikritinu tekst að aðgreina sig frá
bókinni og verða sjálfstætt verk.
Sviðsetning leikstjórans, Unu Þor
leifsdóttur, er nútímaleg, áhrifarík
og snjöll. Ekki síst er leikmynd Evu
Signýjar Berger áhrifarík. Gólfið er
þakið haustlaufblöðum, því veturinn
er handan við hornið. Dauðinn líka.
Híbýli Herru eru stafli af ferðatösk
um sem tákna það mikla ferðalag,
innra og ytra, sem Herra hefur farið í.
Sviðið er á tveimur hæðum sem gerir
það að verkum að á stundum er leik
ið á tveimur stöðum, á tveimur tím
um í einu. Allt þetta virkar ótrúlega
vel saman. Einkenni verksins er þó
hin óttalausa nálgun, því í leikritinu
er ekki hikað við að mæta þessari
athyglisverðu fjölskyldusögu af full
um krafti, þó að skáldskapurinn sé
í fyrirrúmi. Sú nálgun nær hámarki
í lokasenu leikritsins. Í fáum orðum
er Konan við 1000° áhrifaríkt og vel
leikið verk þar sem allt helst í hend
ur, góður texti, glæsilegur leikur og
styrk leikstjórn. n
m
y
N
d
ir
E
d
d
i@
iN
TE
r
N
ET
.is
Úr vegabréfi Sigmundar Ernis
Maðurinn sem
tapaði fjalli
Hafði komið mér fyrir þennan dag
á litlu kaffihúsi í elsta hverfinu í
Artashat, skammt þar frá sem áin
Arak streymir sína gróf í miðj
um Araratdalnum. Ekki hafði
ég á til finningunni að tíminn liði
nokkurn spöl á skífu klukkunn
ar uppi á þykkum steinveggnum,
enda hélt ég um hálfnað glas af
armenskri bröndu, þeim drukk
sem margir segja að taki frönsku
koníaki fram að lykt og bragði.
Gamli þjónninn, sem einnig var
eigandi þessa þægilega greiða
skála, komst á köflum við þegar
hann hellti mér nýjan slurk af
þessum herta og vel eimaða vín
berjasafa héraðsins, en í hverjum
dropa hans mætti ekki einasta
lesa alúð og alla þá sæmd sem
hæfir gylltum guðaveigum, heldur
og ákveðna fullkomnun – og gott
ef ekki guðlega blessun í bótalegg.
Þarna fannst mér búkur hæfa
borði og stól. Og einhver sátt og
værð í andrúminu gerði það að
verkum að drýgstan hluta dagsins
sat ég þarna fastur í friðsamlegri
hugleiðslu.
Kannski er Armenía elsta þjóð
land heims, hugsar ferðamaður
sem ráfar um stræti Jerevan og
nálægra borga í þessum útjaðri
LitluAsíu, sem eitt sinn var köll
uð því fagra heiti Anatolía. Og það
er ekki annað hægt en að fyllast
lotningu þegar gengið er þar um
söfnin sem geyma elstu handrit
heims – og finna hvað þessi fyrsta
kristna þjóð í veraldarsögunni ber
mikla virðingu fyrir verðmætum
tímans. Allt talar þar sínu máli;
á þrjú þúsund ára landakortum,
líklega þeim elstu sem varðveist
hafa, er aðeins að finna eitt nafn
á þjóðlandi sem ennþá lifir góðu
lífi; Armenía … já, einmitt þetta
landlukta, fjöllótta ríki sem hef
ur engan lægri punkt en fjögur
hundruð metra yfir sjávarborði,
en rís þaðan upp með slíkum til
þrifum til himins að vart verður
jafnað á öðrum spildum jarðar
kringlunnar.
Ber þar hæst að sjálfsögðu
Ararat sem Armeníumenn líta
ennþá á sem tákn síns lands, enda
var það hluti af Armeníu allt til
ársins 1915 þegar það féll í hendur
Tyrkjum. Og sei sei, mikil ósköp,
segir mér gamli vínþjónninn á
kaffihúsinu, súrnaður í hverjum
sérhljóða, því ekkert gremjist hon
um meir en að hafa tapað þessu
fjalli sínu þar sem sjálfur Nói
strandaði forðum daga. Og svo
spyr hann mig, harla angurmóð
ur til augnanna, hvort nokkuð geti
verið grætilegra en að missa allt
sitt baksvið yfir til annars lands,
sjálfa táknmynd æsku sinnar og
uppvaxtar – og horfa enn á fjall
ið sérhvern dag og finnast eins og
það hafi yfirgefið sig.
Sjaldan á fyrri ferðum mínum
hafði ég fundið brúnaþyngri og
sorgmæddari seljumann. Og ein
hvern veginn gat ég ekki ann
að en fundið til með honum þar
sem ég sat á stólnum framan við
hann og mátaði þá hugsun við
höfuð mitt að einhverjir andskot
ans útlendingar hefðu stolið af
mér Súlum eða Kerlingu – og eftir
stæði Akureyri, æskuslóðin mín,
kórónulaus og kollótt.
Hann skammtaði mér nýjan
slurk af armenskri bröndu – og
saman horfðum við suður yfir
landamærin á axlir Ararats sem
þennan daginn bar skýjadulu
á kolli sér. Og ég skyldi smám
saman að það stelur úr manni
vænum parti sjálfsmyndar að tapa
sínu fjalli.
Þ
að er stórum skárra að vera
heiðarlegur glæpamaður, en
óheiðarlegur að mati Kenneths
Mána, vitgranns smáglæpa
manns sem þjakaður er af athyglis
bresti og sannfæringu sem enginn
skilur.
Þó að ég hafi haft gaman af vakta
seríunum svokölluðu þá var það
Kenneth Máni sem átti hug minn og
hjarta. Ég hélt að hann myndi öðl
ast framhaldslíf í sjónvarpi, en nú er
hann mættur af LitlaHrauni á Litla
sviðið í Borgarleikhúsinu.
Hann er einhvers konar afbökun
á Frank Spencer úr bresku þáttun
um „Some mothers do 'ave 'em,“ fyr
ir þá sem þá þekkja. Fyrst og fremst
er Kenneth þó skelfilega vonlaus
og sorglegur einstaklingur sem allir
halda með, í þeirri veiku von að hann
eigi sér viðreisnar von. Hann er ves
alingur með hjarta úr gulli. Ef félags
ráðgjafi Kenneths væri til í alvörunni
segði hann að skjólstæðingur hans
hefði ekki innsýn í eigin aðstæður.
Handritið er ágætt en ekkert sér
staklega djúpt. Höfundarnir segja
það skemmtilegt frekar en fræðandi
og kannski þarf það ekkert að vera
djúpt en ég saknaði þess að vita dá
lítið meira um Kenneth og bakgrunn
hans. Það er kannski líka vegna þess
að það er ekki alveg ljóst hvort þetta
er leikrit eða uppistand. Ég hall
ast að hinu síðarnefnda. Nokkrir
brandararnir eru helst til langir, en
aðrir hitta beint í mark.
Það glittir nú samt í dýptina. Hún
kemur til dæmis fram þegar Kenn
eth getur ekki alveg sagt áhorfend
um hvað varð um móður hans. Mig
langaði sjálfa að vita meira, en það var
kannski einmitt planið.
Bestur er þó Kenneth sjálfur. Lag
Björns á honum er nefnilega engu
líkt. Hreyfingarnar, tungutakið og
leikurinn, allt er þetta brjálæðislega
fyndið og á einhvern hátt svo trú
verðugt. Björn gerir þetta feikilega
vel. Augun standa á stilkum þegar
Björn fer með rulluna og vald hans
(eða Kenneths) á tungumálinu er
svo skelfilegt að það verður eiginlega
framúrskarandi. Sjálfur myndi hann
kalla það „náragáfu“. n
Af Litla-Hrauni á Litla sviðið
Kenneth Máni er frekar uppistand en leiksýning
Konan við 1000°
Leikstjórn: Una Þorleifsdóttir
Leikgerð: Hallgrímur Helgason, Símon
Birgisson, Una Þorleifsdóttir
Leikarar: Guðrún Snæfríður Gísladóttir,
Elma Stefanía Ágústsdóttir, Snorri Engil
bertsson, Pálmi Gestsson og fleiri.
Valur Grettisson
ritstjorn@dv.is
Leikhús
Kenneth Máni
Höfundar: Jóhann Ævar Grímsson, Saga
Garðarsdóttir og Björn Thors.
Leikstjóri: Bergur Þór Ingólfsson
Leikmynd: Móeiður Helgadóttir
Búningar: Helga Rós Hannam
Lýsing og hljóð: Garðar Borgþórsson
Leikari: Björn Thors
Sýnt í Borgarleikhúsinu
Ásta sigrún magnúsdóttir
astasigrun@dv.is
Leikhús