Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2014, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2014, Blaðsíða 14
Helgarblað 3.–6. október 201414 Fréttir „Þarna eru bara hagsmunir sem berjast“ n Talsmenn neytenda í verðlagsnefnd búvöru telja breytinga þörf n Bíða niður- O ft hafa menn viljað fá meira en við erum tilbúnir að veita. Auðvitað er þetta hagsmunabarátta. Við erum að passa upp á neyt- endurna, fulltrúar bænda passa upp á þá og fulltrúar Mjólkursam- sölunnar upp á hana. […] En auð- vitað er þetta togstreita; neytendur vilja borga sem minnst og bænd- ur vilja fá sem mest […] Þarna eru bara hagsmunir sem berjast,“ segir Björn Sæbjörnsson, formaður Starfs- greinasambandsins og fulltrúi ASÍ í verðlagsnefnd búvöru um árabil, en hann lýsir starfinu í nefndinni sem sannarlegri „hagsmunabaráttu“ þar sem hans hlutverk sé að gæta að hag neytenda. Ekki besta leiðin Björn er annar af tveimur fulltrúum neytenda í nefndinni á móti tveim- ur tveimur fulltrúum afurðastöðva í mjólkuriðnaði, tveimur fulltrúum Bændasamtaka Íslands og svo for- manni nefndarinnar, Ólafi Friðriks- syni, sem er fulltrúi atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, Sigurðar Inga Jóhannssonar. Segja má að bein- ir fulltrúar neytenda séu í algerum minnihluta í nefndinni. Hinn fulltrúi neytenda er Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB. Verðlagsnefnd búvöru hefur ver- ið til umfjöllunar í fjölmiðlum í tengslum við úrskurð Samkeppn- iseftirlitsins um samkeppnislaga- brot Mjólkursamsölunnar. Úrskurð- ur Samkeppniseftirlitsins snerist um verðlagningu á hrámjólk til fyrirtæk- isins Mjólku árið 2009 þegar verð á slíkri mjólk til fyrirtækisins var hækk- að um 17 prósent í byrjun ágúst. Ein af niðurstöðum Samkeppniseftirlits- ins er að verðhækkunin á hrámjólk- inni hefði haft þau áhrif á Mjólku að auðveldara varð fyrir Kaup félag Skagfirðinga, sem á tíu prósenta hlut í Mjólkursamsölunni, að kaupa Mjólku. Elín Björg Jónsdóttir segir að hugsanlegt sé að samsetningin í nefndinni sé ekki heppileg. „Ég veit ekki hvernig þessi samsetning í nefndinni kemur til. En þetta er al- veg áreiðanlega ekki besta aðferðin til að ákveða verðlagningu. Það er mjög auðvelt að sjá að valdajafnvæg- ið í nefndinni er skakkt,“ segir Elín Björg. Innanbúðarmaður í viðskiptum kaupfélagsins Ólafur Friðriksson sem var sjálfur kaupfélagsstjóri á Sauðárkróki, fyrir- rennari Þórólfs Gíslasonar, var um árabil þátttakandi í starfsemi Fjár- festingarfélagsins Giftar sem stofn- að var utan um eignir Samvinnu- trygginga árið 2007. Ólafur situr enn til dæmis í stjórn Eignarhaldsfélags- ins Andvöku, en það er dótturfélag Giftar, auk þess sem hann var stjórn- armaður í Fjárfestingarfélaginu Felli sem var eitt hlutdeildarfélögum Gift- ar og sem tók þátt í milljarða fjár- festingum með hlutabréf með Kaup- félagi Skagfirðinga fyrir hrunið 2008. Viðskipti Fjárfestingarfélagsins Fells hafa aldrei verið útskýrð til fulls opinberlega en félagið átti 13 millj- arða eignir eftir hrun en helming- ur þeirra rann inn í Kaupfélag Skag- firðinga árið 2009 og helmingur er sagður hafa runnið til Giftar. Þetta kom fram í máli Sigurjóns Rúnars Rafnssonar, aðstoðarkaupfélags- stjóra á Sauðárkróki, í DV árið 2013. Ólafur var sömuleiðis skrifstofu- stjóri í landbúnaðarráðuneytinu í ráðherratíð Guðna Ágústssonar og síðar hjá Einari Guðfinnssyni, Jóni Bjarnasyni og öðrum sem verið hafa yfir landbúnaðarmálunum. Getur haft úrslitaáhrif Björn sat í verðlagsnefnd búvara árið 2009 þegar verðhækkunin á hrá- mjólk sem úrskurður Samkeppn- iseftirlitsins fjallar um var ákveðin. Ekki er að finna sératkvæði eða skoðanir einstakra nefndarmanna í fundargerðinni frá 7. júlí þar sem hækkunin var ákveðin. Þar kem- ur einungis fram að nefndin hafi ákveðið hækkunina „sameiginlega“. „Það náðist niðurstaða sem menn gátu sætt sig við. Yfirleitt þá hefur nefndin talað sig inn á sameiginlega niðurstöðu. Ef ég man þetta rétt þá fannst mér þetta hrikaleg hækkun en það var ekki hægt að deila raunveru- lega á þær forsendur sem lágu fyrir þessari niðurstöðu […] Þetta var vel ígrunduð ákvörðun hjá nefndinni.“ Björn segir að Ólafur Friðriksson hafi ekki beitt sér sérstaklega fyrir hækkuninni svo hann muni. „Svo er ráðherraskipaður formaður sem er Ólafur Friðriksson. Hann hefur ákveðið vægi inni í þessu. Segjum sem svo að það sé ágreiningur inni í nefndinni og þá getur hann haft úr- slitaatkvæði.“ Bera Ólafi vel söguna Björn segir aðspurður að hann hafi ekki orðið var við að Ólafur hafi gengið erinda einhverra inni í verð- lagsnefndinni og ber hann honum vel söguna. „Hann er mjög mikill sáttasemjari og reynir að ná samn- ingum. Hann gefur aldrei upp hvaða ordrur hann hefur frá ráðherra fyrr en komin er einhver niðurstaða. Hann leggur sig mjög í líma við það að ná samningum. Ég get líka sagt þér að það hefur oft verið rifist innan nefndarinnar,“ segir Björn og hlær. Elín Björg, formaður BSRB og fulltrúi neytenda í nefndinni, tekur í sama streng og Björn þegar hún er spurð um Ólaf og störf hans í verð- lagsnefndinni: „Mér hefur fundist hann vinna þannig að hann leiti leiða til að finna sameiginlegar lausn- ir. Hann hefur lagt talsvert á sig til þess.“ Aðspurð hvort vinna Ólafs hafi verið hlutlæg og gagnsæ að hennar mati segir hún: „Já, enda hefði ég nú látið í mér heyra ef mér hefði fundist eitthvað annað. Það leikur sko ekki nokkur vafi á því.“ Nefndarmennirnir Þeir sem sátu í verðlagsnefndinni á þeim tíma sem hækkunin var ákveðin voru Björn og Ólafur auk Haraldar Benediktssonar, Elínar Bjargar Jónsdóttur, Pálma Vilhjálms- sonar, Magnúsar Ólafssonar og Sig- urðar Loftssonar. Haraldur Benediktsson, þá- verandi formaður Bændasamtak- anna og núverandi þingmaður Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is „En þetta er al- veg áreiðanlega ekki besta aðferðin til að ákveða verðlagningu. – Elín Björg Jónsdóttir Formaðurinn Ólafur Friðriksson er for- maður verðlagsnefndar um búvöru og hefur verið frá ráðherratíð Guðna Ágústssonar. Hann er fyrrverandi kaupfélagsstjóri KS og viðskiptafélagi núverandi stjórnenda. Bíður eftir niðurstöðu Elín Björg Jóns- dóttir segist bíða spennt eftir niðurstöðu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um verðlagsnefnd búvöru. Hagsmunabarátta Björn Snæbjörnsson segir að vinna nefndarinnar hafi einkennst af hagsmunabaráttu þar sem MS og bænd- ur hafi verið öðrum megin en talsmenn neytenda hinum megin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.