Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2014, Blaðsíða 27
Helgarblað 3.–6. október 2014 Umræða 27
Sigurður Már Guðjónsson, bakara- og konditormeistari Bernhöftsbakarís, segir brauð ekki fitandi. – DV Jón Hilmar Friðriksson, framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs Landspítalans, um gjafafé og tækjakaup. – DV
Þetta geta verið
erfið mál
Breki Logason hefur ákveðið að hætta hjá 365. – DV
Þetta er náttúr-
lega hundfúlt
Jónína Ben um einbýlishúsið sem hún hefur búið í síðustu ár. – DV
Þetta er ekki
fjölmiðlamál
Ráðalaus ríkisstjórn!
A
llt virðist ætla að verða
þessari ríkisstjórn að ógæfu.
Það er eins og að hún sé
ekkert í tengslum við al
menning í landinu og ákvarðana
tökur hennar lýsa skilngsleysi og
skeitingarleysi á kjörum þess hluta
þjóðarinnar sem þarf að hafa sig
allan við til að ná endum saman.
Auðveldara reynist henni að sýna
samstöðu með þeim efnameiri og
stórútgerðarfyrirtækjum lands
ins sem vafin eru í bómull og hlíft
við samfélagslegri ábyrgð með því
að greiða ekki sjálfsagða skatta og
auðlindarrentu. Samráð virðist ekki
vera til í hennar orðabók hvorki við
stjórnarandstöðu, sveitarfélög né
aðila vinnumarkaðarins.
Hvað skyldi nú vera innlegg
ríkis stjórnarinnar í kjarasamnings
viðræður sem framundan eru á al
menna vinnumarkaðnum ? Jú, það
er hækkun á virðisaukaskatti á mat
væli en láglaunafólk ver stórum
hluta tekna sinna í matarinnkaup.
Þá er það hækkun virðisaukaskatts
á rafmagn og heitt vatn sem leggst
þungt á svokölluð köld svæði sem
oftar en ekki eru láglaunasvæði.
Bótatímabil atvinnuleysisbóta
er stytt úr 3 árum í 2,5 ár og stór
lega dregið úr framlögum til vinnu
markaðsmála og nokkrum útibú
um Vinnumálastofnunar er lokað
úti um land. Á þetta fólk að fara
að segja sig á sveitina? Framlög
til framhalds og vinnumarkaðs
fræðslu í gegnum Vinnustaða
námssjóð eru skorin niður sem
og námstækifæri fyrir atvinnuleit
endur.
Framhaldsskólunum er ekki
gert kleift að taka við eldri nem
endum sem hafa hafið nám að
nýju í gegnum ýmis úrræði eins og
Nám er vinnandi vegur. Möguleik
ar fólks á vinnumarkaði til að
sækja nám í framhaldsskólum eru
þar með skertir mikið og fram
lag til framhaldsfræðslu fyrir fólk
með litla formlega menntun er
skert mikið. Símenntunarstöðvar
eru skornar niður við trog. Er það
ekki þjóðfélagslega hagkvæmt að
fólk hafi tækifæri til að afla sér
menntunar á öllum aldri til að
styrkja stöðu sína á vinnumark
aðnum í framhaldinu? Ég hefði
haldið það.
Áfram eru boðaðar álögur á
sjúklinga með mikilli hækkun á
lyfja og lækniskostnaði. Ekkert
bólar á byggingu nýs Landspítala
þó að þörfin sé brýn og uppsagn
ir og flótti heilbrigðisstétta haldi
áfram ef ekkert verður aðgert.
Tillögur Vinstri grænna um að
fjármagna byggingu nýs Landspít
ala með auðlegðarskatti liggja
fyrir og ríkisstjórnin hefur það í
hendi sér hvort þjóðin fái nýjan
Landspítala sem þjónar nútíma
kröfum um hátækni og góða að
stöðu fyrir sjúklinga og starfsfólk.
Framlag ríkisins til jöfnunar á
örorkubyrði lífeyrissjóða er skert
um 20 % á ári næstu fimm árum.
Þetta mun koma mjög illa við þá
sjóði sem hafa mikla örorkubyrði og
mun skerða lífeyrisréttindi þessara
sjóðfélaga mikið til framtíðar.
Stjórnvöld ákveða einhliða
án nokkurs samráðs að falla frá
þríhliða samkomulagi við aðila
vinnumarkaðarins um fjármögnun
á Virk starfsendurhæfingarsjóði
sem skerða mun möguleika fólks
sem lent hefur í alvarlegum slys
um eða veikindum á að komast
aftur út á vinnumarkaðinn. Ekki er
gert ráð fyrir neinum auknum fjár
munum til að mæta mikilli þörf
fyrir úrbætur í húsnæðismálum,
hvorki í almenna húsnæðis kerfinu
eða félagslega kerfinu.
Einhverjum þætti þessi listi
ríkis stjórnarinnar sem innlegg inn
í komandi kjarasamningsviðræð
ur vera mikill eldiviður í harðar
deilur á vinnumarkaðnum .
Samt er þetta ekki tæmandi listi
í þeirri aðför að launafólki sem
birtist í fjárlögum fyrir árið 2015.
Á sama tíma velur hún að lækka
skatta á eigna og hátekjufólk og
afsala sér tekjum af stórútgerðinni
í veiðigjöldum.
Hvað gengur ríkisstjórninni
til? Vill hún rífa í sundur alla sátt í
landinu um að eftir erfiðan niður
skurð í kjölfar hrunsins eigi við
snúningur í efnahags og atvinnulífi
þjóðarinnar að sjálfsögðu að koma
almennu launafólki til góða og nýt
ast til uppbyggingar í heilbrigðis,
velferðar og menntakerfinu.
Þessi ríkisstjórn er á hættulegri
vegferð og við Vinstri græn mun
um beita okkur að fullum krafti
við að koma í veg fyrir þá eyði
leggingar starfsemi sem hér er á
ferðinni. n
Lilja Rafney
Magnúsdóttir
Kjallari
Kristján Hreinsson
Skáldið
skrifar
Hið himneska hálfbrigðiskerfi
A
uðvitað erum við stolt af því
að vera Íslendingar. Sko, við
erum ein ríkasta þjóð ver
aldar og samtímis náum við
að vera eftirbátar í öllum saman
burði við aðrar þjóðir þegar kemur
að verðlagi, launum og bara yfirleitt
öllu sem hefur með hin svonefndu
mannsæmandi kjör að gera. Reynd
ar veit ég hver skýringin er. Og sem
stikkorð vil ég nefna, að einn flokk
ur hagnast á því að skapa ríg á milli
landsbyggðar og þéttbýlis, sá flokk
ur fær atkvæði úr þéttbýli fyrir tog
streituna sem hann skapar. Annar
flokkur nýtur einnig forréttinda af
téðum átökum og hann fær dreif
býlisatkvæðin. Þessir flokkar ná
með kænsku sinni og siðspillingu að
viðhalda óréttlátri skiptingu þeirrar
köku sem þjóðin á.
Við státum ekki af heilbrigðis
kerfi; hér á hálfbrigðiskerfið heima.
Vegna þess að hér bregðast ráða
mann við af hálfum hug ... þegar
best lætur. Það er í þágu auðvalds
ins að láta reka á reiðanum.
En þetta er ekki það sem ég ætl
aði að ræða um í dag. Og reynd
ar ætla ég ekki heldur að ræða um
sektarsviðinn sem maður les úr
andlitum þeirra sem stýra þessu
landi. Af handahófi nefni ég nöfn
Hönnu Birnu, Sigmundar Davíðs
Oddssonar og Æ, ég man ekki
hvað hann heitir þessi þybbni með
mafíósasvipinn. En yfirleitt á það
fólk sem hérna stjórnar, það sam
eiginlegt að það er alltaf einsog
einhverjir kleprar séu að gægjast
upp um aftanvert hálfsmálið. Það
er skömm yfir hverju andliti, jafn
vel þótt þetta fólk reyni að setja
upp jólasvip. Á öllum myndum er
einsog aftanvert hálsmálið megi
ekki sjást.
Ég ætlaði aftur á móti að segja
ykkur sögu:
Eitt sinn bjuggu bræður tveir við
djúpan fjörð. Þeir voru sammála um
það eitt að vera ávallt ósammála.
Það sem öðrum þótti fallegt, þótti
hinum ljótt. Það sem annar taldi
gott, þótti hinum slæmt. Það sem
annar taldi rétt, taldi hinn rangt.
Þeir hittust allajafna, að morgni
dags þegar annar gekk til náða en
hinn fór til vinnu og svo að kvöldi
dags þegar annar gekk til vinnu en
fór hélt í háttinn. Þeir höfðu ávallt
deilt um allt sem hugsast gat. Jafnvel
það sem var fullkomlega ómögulegt
þrætuefni, var hjá þeim bræðrum
hreinn unaður til rifrilda.
Svo var það einn góðan veður
dag þegar svo skemmtilega vildi
til að þeir voru báðir í góðu skapi,
að þeir hittust snemma morguns.
Annar ætlaði að fara í háttinn og
hinn var að fara til vinnu. Þá gerðist
það, að þeir litu hvor á hinn og
hugsuðu á sama augnablikinu, að
þeir gætu þó allavega þakkað fyrir
öll þau dásamlegu rifrildi sem þeir
höfðu svo fúslega gefið hvor öðr
um. Og öðrum varð ljóst að án hins
gat hann ekki verið. Og hinum varð
ljóst að án bróður myndi hann ekki
vilja vera. n
Að sýna vinum sannan mátt
það seint mun teljast þrautalending
en vinur sá sem víst þú átt
er vissulega himnasending.
Mest lesið
á DV.is
1 Unga konan dó vegna eitrunar Andlát íslensku
konunnar sem lést í borginni Algeciras
á Spáni 16. september síðastliðinn er nú
rannsakað af lögreglunni á Spáni sem
eitrun samkvæmt ræðismanni Íslands á
Malaga, Per Dover Petersen.
67.975 hafa lesið
2 Vilja losna við Jónínu úr húsi Skúla Jónína Benedikts
dóttir athafnakona, sem er einn af
forvígismönnum detoxmeðferðarinnar
á Íslandi, hefur síðastliðin 11 ár búið án
endurgjalds í tæplega 300 fermetra
einbýlishúsi í Stigahlíð í Reykjavík.
58.253 hafa lesið
3 Eyjólfur Kristjánsson missti húsið Þann 10.
september síðastliðinn var bú Eyjólfs
Kristjánssonar tónlistarmanns tekið til
gjaldþrotaskipta.
37.366 hafa lesið
4 Fór svangur í fangaklefa Margir Reykvíkingar hafa bölvað
mánudegi í gær þegar rok og rigning
barði á borgarbúum. Fáir hafa þó átti
verri mánudag en maður sem handtek
inn var á taílenska veitingastaðnum
Krua Thai í Tryggvagötu í hádeginu á
mánudag.
33.301 hefur lesið
5 Hildur Líf mormóni Hildur gekk til liðs við kirkju Jesú Krists
fyrir tveimur árum og er því mormóni í
dag líkt og eiginmaður hennar.
32.047 hafa lesið
6 Grunaður um að hafa banað konunni sinni í
Stelkshólum Tæplega þrítugur
karlmaður er í haldi lögreglunnar á
höfuðborgarsvæðinu grunaður um að
hafa orðið konu sinni að bana á heimili
þeirra í Stelkshólum.
31.297 hafa lesið