Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2014, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2014, Blaðsíða 40
Helgarblað 3.–6. október 201440 Skrýtið Sakamál Glaður ræningi Meðfylgjandi mynd hefur verið lýst sem heimsins gleðilegustu fangamynd. Myndin er af 45 ára gömlum manni, Michael Whitington, sem þanng 23. sept­ ember gerði árangurslausa tilraun til að ræna banka í verslunar­ miðstöð í Denver í Bandaríkj­ unum. Hann reyndi að komast á brott með peninga í sporvagni en varð ekki kápan úr því klæðinu. Á myndinni, sem lögreglan tók í kjölfar handtökunnar, er glæpa­ maðurinn beinlínis brosandi út að eyrum. Myndin hefur notið mikillar hylli á samfélagsmiðlum. „Sjáumst í helvíti“ 34 ára bandarískur karlmaður, Caius Veiovis, hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi í Massachusetts fyrir þrjú morð. Veiovis þessi er auðþekkjanlegur á andlitshúðflúri og púðum sem hann lét koma fyrir undir húðinni á enninu. Tveir aðrir menn; Adam Lee Hall, 37 ára, og David Chalue, 47 ára, voru einnig ákærðir og dæmd­ ir fyrir aðild að morðunum. Hlutu þeir sömu örlög og Veiovis, lífs­ tíðarfangelsisdóm. Það var árið 2011 að lík þriggja manna, Davids Glasser, Edwards Frampton og Roberts Dhadwell, fundust illa farin. Að sögn sak­ sóknara hjálpaði Veiovis þeim Adam og David að ræna mönnun­ um áður en þeir voru skotnir til bana og sundurlimaðir. Nokkrum vikum eftir að mönnunum var rænt átti Glasser að bera vitni í dómsmáli gegn Hall, sem var meðlimur í Hells Angels. Hinir tveir voru drepnir vegna þess að þeir höfðu orðið vitninu að morðinu á Glasser. Kviðdómur tók sér sex daga til að meta sekt eða sakleysi Veiovis og sem fyrr segir var hann talinn sekur. Að því er Huffington Post greinir frá brást Veiovis hinn versti við þegar kviðdómur las upp ákvörðun sína í dómsal í Spring­ field þar sem málið var til meðferð­ ar. „Sjáumst í helvíti,“ sagði hann. Þreyttur þjófur Þjófurinn Dion Davis var illa sof­ inn, og kannski svolítið ölvaður, þegar hann réðst til atlögu í Nokomis í Flórída í Bandaríkjun­ um á dögunum. Hann braust inn í hús og safnaði saman skartgrip­ um í poka. Það var þá sem hann rak augun í álitlegt rúm. Rétt til að kasta mæðinni lagðist hann út af og hallaði aftur augunum – það er erfitt að vera þjófur. Þegar húsráðandi kom heim svaf Davis sem fastast – og það gerði hann enn þegar lögregla kom á vett­ vang. Hann rumskaði heldur ekki þegar meðfylgjandi mynd var tekin en vaknaði í kjölfarið upp við vondan draum. Á rla morguns, 7. maí 2009, hringdi Martin Alexander Forshaw í neyðarlínuna. Martin Alexander, Alex, var staddur á sveitavegi skammt frá Bolton á Englandi og lögreglan sem fór í útkallið kom að hon­ um standandi við hlið silfurlitaðrar BMW­bifreiðar. Greinlilegt var að bif­ reiðin hafði orðið fyrir hnjaski, en það sem meira var, var að í bílstjórasætinu sat kona æði slyttisleg og rann blóð í stríðum straumum úr áverkum á höfði hennar. Konan var ekki í bílbelti og sagði Martin að hún hefði ekið á þegar hún teygði sig í geisladisk. „Við erum bæði löggur,“ sagði Alex við lög­ reglumennina sem komu á vettvang. Grunsamlegar aðstæður En kollegar Alex voru ekki sannfærð­ ir, þeim fannst enda ýmislegt grun­ samlegt að sjá. BMW­inn var nánast óskemmdur, Alex áverkalaus en unga konan alvarlega slösuð. Blóð var víða að sjá inni í bílnum sem og á Alex; bæði höndum og fatnaði, og hvorug­ ur öryggispúðinn hafði blásið út, sem gerist alla jafna ef ekið er á á meiri hraða en rúmlega 30 kílómetrum á klukkustund. Hvað sem þessu öllu leið þá var farið með konuna, Claire Howarth, 31 árs, á sjúkrahús í snarhasti. Alex, 26 ára, upplýsti kollega sína um að Claire væri unnusta hans og verðandi vaktstjóri götudeildar á Stór­Man­ chester­svæðinu. Skömmu eftir að Claire var lögð inn skildi hún við og klukkutíma síð­ ar var Alex handtekinn, grunaður um morð. Á leið í brúðkaupsferð Á heimili Alex og Claire, í Tottington, sá lögreglan víða blóð; í herbergi á jarðhæð og svefnherbergi á annarri hæð. Einnig komst lögreglan að því að daginn eftir að Claire dó höfðu hún og Alex ætlað að fara til Bahama­ eyja þar sem þau hugðust ganga í það heilaga. Reyndar hafði Claire lagt mikla vinnu í að skipuleggja brúð­ kaupið. Svo virðist sem ástæðu harmleiks­ ins hafi mátt rekja til fortíðar Alex, sem hann, illu heilli, hafði ekki get­ að sagt skilið við. Alex átti fjögurra ára son og hafði á laun tekið á ný upp samband við barnsmóður sína. En það er ekki bæði sleppt og haldið og þrátt fyrir að vera tvístíg­ andi gerði Alex ekkert til að stöðva undirbúning Claire vegna vænt­ anlegs brúðkaups. Allt var klappað og klárt; búið að bóka flug og hót­ el og vinir og ættingjar höfðu einnig gert sínar ráðstafanir til að fara til Bahamaeyja. Taumlaus hamingja og eftirvænting Allt var klárt nema Alex sem glímdi við æ meiri óvissu og streitu sem nær dró. Hvað Claire varðaði var annað uppi á teningnum. Hún var í skýj­ unum og lýsti spenningnum upp úr miðnætti á Facebook, 7. maí: „Ég og Alex getum ekki sofið, við erum svo spennt – við dönsum um húsið við diskóplötuna Ministry of Sound.“ En Claire þurfti að hyggja að síð­ ustu smáatriðunum fyrir ferðina og fór upp til að pakka og stússast – og Alex varpaði sprengjunni, hann vildi hætta við allt saman. Hvað gerðist í kjölfarið liggur ekki ljóst fyrir en af áverkum Claire má telja fullvíst að Alex hafi barið hana nokkrum sinnum í höfuðið með hamri. Síðan bar hann Claire nið­ ur og kom henni fyrir í farþegasæti frammi í BMW­inum og ók út í sveit. Vonlaus staða Alex sá aðeins einn möguleika í stöðunni – að sviðsetja slys. Með það fyrir augum stoppaði hann við beygju á veginum og setti Claire í bíl­ stjórasætið. Hann settist sjálfur und­ ir stýri og með hægri fæti steig hann á inngjöfina og náði smá hraða. Síð­ an sveigði hann til og frá á veginum og ók síðan á limgerði. Hann henti hamrinum þvert yfir veginn, þar sem lögreglan fann hann síðar. En skoðun leiddi í ljós að það var ómögulegt með öllu að rekja mætti áverka Claire til bílslyss af þessum toga. Þegar Alex sá hvert stefndi breytti hann framburði sínum; Claire hafði ráðist á hann með kylfu og hann hefði gripið til hamarsins í sjálfs­ vörn. En að lokum sá hann hve fá­ ránlegur framburður hans var og játaði allt saman. Málalyktir urðu þær að Alex fékk lífstíðardóm og gert að afplána að minnsta kosti 18 ár. n LÖGGAN SEM VILDI EKKI KVÆNAST n Alex var tvístígandi en Claire í skýjunum vegna brúðkaupsáforma„Ég og Alex getum ekki sofið, við erum svo spennt – við dönsum um húsið við diskóplötuna Ministry of Sound. Fastur í fortíð- inni Martin Alex- ander Forshaw vissi ekki í hvorn fótinn hann átti að stíga. Full eftirvæntingar Claire Howarth hafði undirbúið brúðkaupið í þaula.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.