Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2014, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2014, Blaðsíða 47
Helgarblað 3.–6. október 2014 Sport 47 Gætu farið frítt næsta sumar landsliðsmenn í hópnum n Giorgio Chiellini, Sami Khedira og allir hinir Rafael van der Vaart Félag: Hamburg Aldur: 31 árs Staða: Miðjumaður n Rafael van der Vaart er bara 31 árs og ætti að eiga nóg eftir á tankinum. Þessi hollenski leikstjórnandi er hokinn af reynslu og hefur spilað í flestum af sterkustu deildum heims; spænsku, ensku og þeirri þýsku þar sem hann spilar í dag. Þá á van der Vaart 114 landsleiki að baki með Hollendingum. Ólíklegt verður að teljast að van der Vaart framlengi samning sinn við Hamburg sem hefur átt í miklu basli í þýsku deildinni undanfarin misseri. Félagið til að mynda rétt slapp við fall í fyrra. Winston Reid Félag: West Ham Aldur: 26 ára Staða: Varnarmaður n Winston Reid hefur staðið sig með prýði í vörn West Ham á undanförnum árum og er þessi 26 ára Nýsjálendingur lykilmaður í liðinu. Sem sakir standa bendir fátt til þess að Reid muni framlengja samning sinn við West Ham – of mikið ber á milli hjá samningsaðilum. Reid veit væntanlega af því að stærri lið fylgjast með honum. Eitt þessara liða er Arsenal en Arsene Wenger sagður hafa miklar mætur á þessum 26 ára leikmanni. Fari svo að Reid kjósi að yfirgefa West Ham næsta sumar gæti fjárhagslegur ávinningur hans orðið mikill. Michael Carrick Félag: Manchester United Aldur: 33 ára Staða: Miðjumaður n Það er nokkuð ljóst að Michael Carrick er á förum frá Manchester United eftir átta ára dygga þjónustu. Carrick var einn af lyk- ilmönnum United þegar liðið sópaði til sín hverjum titlinum á fætur öðrum undir stjórn Sir Alex Ferguson. Carrick dalaði mikið á síð- ustu leiktíð og hann á enn eftir að spila leik á yfirstandandi leiktíð vegna meiðsla. Allar líkur eru á að hann verði í aukahlutverki hjá United í vetur og yfirgefi síðan herbúðir félagsins líkt og Rio Ferdinand og Nemanja Vidic gerðu síðasta sumar. Hvert hann fer er þó óvíst með öllu. John Terry Félag: Chelsea Aldur: 33 ára Staða: Varnarmaður n Það er enginn ósnertanlegur hjá Chelsea, sama hversu lengi viðkomandi hefur spilað fyrir félagið eða hversu mikils hann er metinn hjá stuðningsmönnum. Þessu fengu Frank Lampard og Ashley Cole að kynnast síðasta sumar en þeir yfirgáfu félagið þegar samningar þeirra runnu út. Þó að Terry sé orðinn 33 ára virðist hann enn vera í miklum metum hjá José Mourinho, stjóra Chelsea. Í því liggur kannski munurinn á honum og Lampard og Cole. Þeir spiluðu lítið sína síðustu leiktíð hjá Chelsea en Terry er enn fastamaður. Terry verður 34 ára í desember og skyldi enginn útiloka að hann sé að leika sína síðustu leiktíð fyrir Chelsea. Andre-Pierre Gignac Félag: Marseille Aldur: 28 ára Staða: Framherji n Andre-Pierre Gignac var á sínum tíma einn eftirsóttasti framherji Evrópu enda skoraði hann og skoraði þegar hann lék með Tolouse í franska boltanum. Svo fór að hann samdi við Marseille árið 2010 þar sem gengi hans hefur verið upp og niður. Eftir erfiða byrjun hjá Marseille sýndi Gignac loksins hvað í hon- um býr á síðustu leiktíð en þá skoraði hann 22 mörk í 44 leikjum. Þá hefur hann byrjað vel á þessari leiktíð og haldið uppteknum hætti við markaskorun. Búast má við því að fjöldi liða muni berjast um krafta þessa leikmanns – svo lengi sem hann skrifar ekki undir nýjan samning við Marseille. Ron Vlaar Félag: Aston Villa Aldur: 29 ára Staða: Varnarmaður n Ron Vlaar var á meðal óvæntra stjarna heimsmeistaramótsins í Brasilíu sem fram fór í sumar. Eftir erfiða leiktíð með Aston Villa í fyrra var Vlaar sem klettur í vörn Hol- lendinga á HM sem fóru alla leið í undanúr- slit. Frammistaða hans vakti verðskuldaða athygli og var hann meðal annars orðaður við lið á borð við Arsenal og Manchester United í sumar. Samningur hans við Villa rennur út næsta sumar. Ef Villa-liðið verður í basli í vetur er ekki ólíklegt að þessi öflugi varnarmaður rói á önnur mið næsta sumar. Ignazio Abate Félag: AC Milan Aldur: 27 ára Staða: Hægri bakvörður n Ignazio Abate hefur verið fastamaður í liði AC Milan um langt skeið auk þess að spila reglulega fyrir ítalska landsliðið. Nú eru blikur á lofti því Abate verður samn- ingslaus næsta sumar og að öllu óbreyttu verður honum frjálst að semja við önnur félög um áramótin. Ljóst er að ef Abate kýs að endurnýja ekki samning sinn við félagið muni mörg félög renna hýru auga til hans. Abate er á besta aldri, spilar fyrir eitt besta landslið heims en er umfram allt bakvörður í hæsta gæðaflokki. Emmanuel Adebayor Félag: Tottenham Aldur: 30 ára Staða: Framherji n Ferill Emmanuels Adebayor er líklega einn sá skrautlegasti hjá knattspyrnumanni í gegnum tíðina. Adebayor hefur spilað fyrir Arsenal, Manchester City og Real Madrid. Svo var hann frystur í varaliði Tottenham áður en hann fékk aftur tækifæri með aðal- liðinu og byrjaði að gera það sem hann gerir best – skora mörk. Adebayor hefur alltaf skorað fyrir þau félög sem hann hefur leikið fyrir og því ætti ekki að vera mikil áhætta fólgin í því að fá hann – svo lengi sem launa- kostnaður verður ekki hár. Stephan Lichtsteiner Félag: Juventus Aldur: 30 ára Staða: Hægri bakvörður n Þessi öflugi hægri bakvörður hefur verið fastamaður í liði Juventus undanfarin ár. Óvíst er þó hvort hann verði áfram í herbúðum Juventus og er útlit fyrir að hann yfirgefi félagið næsta sumar. Lichtsteiner er sókndjarfur bakvörður með endalausa hlaupagetu og hefur stöðugleiki einkennt hans leik undanfarin misseri. Ljóst er að hart verður barist um bakvörðinn ef hann verður fáanlegur á næsta ári. Yevhen Konoplyanka Félag: Dnipro Aldur: 24 ára Staða: Vinstri kantmaður n Úkraínumaðurinn Konoplyanka hefur stanslaust verið orðaður við brottför frá Dnipro að undanförnu. Meðal liða sem orðuð hafa verið við kappann má nefna Liverpool og Manchester United. Fullyrt hefur verið að félagaskipti hans til Liverpool hafi strandað á því að Dnipro vildi fá of mik- ið fyrir leikmanninn. Liverpool þarf ekki að hafa áhyggjur af því næsta sumar, svo lengi sem hann skrifar ekki undir nýjan samning. Þessi 24 ára vængmaður hefur spilað 36 landsleiki fyrir Úkraínu. Giorgio Chiellini Félag: Juventus Aldur: 30 ára Staða: Varnarmaður n Chiellini er líklega heitasti bitinn af öllum þeim sem hér hafa verið nefndir. Þessi þrítugi leikmaður hefur verið sem klettur í vörn Juventus frá árinu 2005 og leikið yfir 300 leiki með liðinu. Þá á hann 71 landsleik að baki með Ítölum. Þá má geta þess að Chiellini var valinn varnarmaður ársins í ítölsku deildinni árin 2008, 2009 og 2010. Fullyrða má að ef Chiellini skrifar ekki undir nýjan samning við Juventus muni öll bestu félagslið Evrópu berjast um undirskrift hans. Fabian Delph Félag: Aston Villa Aldur: 24 ára Staða: Miðjumaður n Delph var lengi talinn í hópi efnilegustu miðjumanna Englands. Eftir að hafa spilað með Leeds á sínum yngri árum var hann seldur til Aston Villa árið 2009. Eftir brösótta byrjun í Birmingham hefur Delph heldur betur tekið framförum og er nú talinn til vonarstjarna Englendinga – ótrúlegt en satt. Delph var skellt í byrjunarlið enska landsliðsins á dögunum gegn Sviss og stóð sig með sóma í 2–0 sigri. Ekki þykir ólíklegt að Delph muni reyna fyrir sér annars staðar næsta sumar. Leiðrétt Í þriggja síðna úttekt DV um íslenska atvinnumenn í knattspyrnu var Valur skráð upp­ eldisfélag landsliðsmannsins Kára Árnasonar. Annað félag, sem Kári lék með var skráð Vík­ ingur. Hið rétta er að þessu er öfugt farið. Kári lék næstum alla sína æsku með Víkingi Reykjavík, en aðeins um skamma hríð með Val. Kári er beðinn velvirðingar á þessu. Valur á því fimm upp­ alda leikmenn í atvinnumennsku og Víkingur þrjá. DV ræddi í út­ tektinni við Daða Rafnsson, yfir­ mann yngri flokka hjá Breiða­ blik. Myndin sem birtist í hans nafni var hins vegar ekki af Daða, heldur Konráð Ólafssyni hand­ knattleiksþjálfara. Báðir eru beðnir velvirðingar. Loks má nefna að þegar greinin var skrif­ uð leit út fyrir að Eiður Smári Guðjohnsen væri á leið til félags á Indlandi. Hann var því skráður sem leikmaður þess félags. Frá þessu hefur ekki verið gengið og því ekki ljóst hvort eða hvenær hann fer til Indlands. Ofursunnu- dagur í enska boltanum Það verður blásið til veislu á sunnudag í enska boltanum en þá verða tveir sannkallaðir stór­ leikir á dagskránni. Manchest­ er United tekur á móti Everton á Old Trafford klukkan 11 og klukkan 14 tekur Chelsea á móti grönnum sínum í Arsenal. Bæði Manchester United og Everton hafa farið rólega af stað í ensku deildinni í vetur. United er í 7. sæti með 8 stig en Everton er í 15. sæti með 6 stig. Bæði lið hafa leikið sex leiki. Eitthvað verð­ ur undan að láta þegar Chelsea og Arsenal mætast á Stamford Bridge. Þetta eru einu liðin í deildinni sem hafa ekki enn tap­ að leik. Chelsea situr sem fyrr á toppi deildarinnar með 16 stig og virðist fátt geta stöðvað læri­ sveina Josés Mourinho. Arsenal er í 4. sæti deildarinnar með 10 stig eftir tvo sigurleiki og fjögur jafntefli. Raunhæfur möguleiki er á að Chelsea verði komið með fimm stiga forskot eftir leiki helg­ arinnar. Southampton, sem er í 2. sæti deildarinnar með 13 stig, á erfiðan útileik fyrir höndum gegn Tottenham en sá leikur fer fram á sama tíma og viðureign Chelsea og Arsenal. Manchester City, sem er í 3. sæti með 11 stig, heimsækir Aston Villa í síðdegisleiknum á laugardag. Liverpool, sem hefur átt erfitt uppdráttar í síðustu leikjum, fær kærkomið tækifæri til að komast á sigurbraut þegar liðið mætir WBA á heimavelli á laugardag. WBA hefur að vísu verið á fínni siglingu og er með 8 stig í 10. sæti deildarinnar. Liver­ pool er hins vegar í 14. sæti með 7 stig eftir að hafa fengið aðeins eitt stig af níu mögulegum í síð­ ustu þremur leikjum sínum. Loks má geta þess að Gylfi Þór Sig­ urðsson og félagar í Swansea taka á móti Newcastle. Swansea er í 5. sæti deildarinnar með 10 stig en Newcastle er í vondum mál­ um við botn deildarinnar. Liðið er með 3 stig og hefur enn ekki unnið leik á tímabilinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.