Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2014, Blaðsíða 12
12 Fréttir Helgarblað 3.–6. október 2014
Óbreyttir í
tvö ár
Peningastefnunefnd Seðlabank
ans ákvað að halda stýrivöxtum
bankans óbreyttum í vikunni.
Hafa stýrivextir nú verið óbreytt
ir síðan í nóvember 2012. Grein
ing Íslandsbanka fjallar um
ákvörðunina á vef sínum og segir
að hún hafi ekki komið á óvart.
„Í yfirlýsingu nefndarinnar, sem
er óvenju stutt að þessu sinni,
er tvennt að vegast á í rökunum
fyrir ákvörðuninni. Annars vegar
er verðbólgan undir markmiði
bankans, horfur á minni verð
bólgu á næstunni en bankinn
hafði spáð í ágúst síðastliðnum,
verðbólguvæntingar hafa þok
ast nær markmiði bankans og
raunstýrivextir hækkað. Hins
vegar hefur nefndin áhyggjur af
kröftugum vexti innlendrar eftir
spurnar á komandi misserum og
vaxandi spennu á vinnumarkaði
en hvoru tveggja gæti aukið
verðbólguþrýsting á næstunni,“
segir í umfjöllun Greiningar Ís
landsbanka.
Lögreglumenn í
svefnherberginu
n Þórarinn kærði lögregluna til ríkissaksóknara
É
g er bara gáttaður á því að það
sé svona lítil virðing borin fyr
ir friðhelgi heimilisins, það að
lögreglan geti leyft sér nán
ast hvað sem er,“ segir Þórar
inn Einarsson í samtali við DV. Hann
vaknaði við vondan draum þann 13.
júní síðastliðinn eftir síðdegisblund
á heimili sínu, en þá stóðu tveir lög
reglumenn yfir honum og spurðu um
sambýliskonu hans. Þórarinn segir
að lögreglumennirnir hafi hleypt sér
sjálfir inn án þess að hringja dyra
bjöllu eða gera vart við sig með öðr
um hætti. Hann segir þetta vera full
komið brot á friðhelgi einkalífsins og
kærði hann framgöngu lögreglunn
ar til ríkissaksóknara tveimur vik
um eftir atvikið. Þeirri kæru var vís
að frá þar sem ríkissaksóknari taldi
ástæðu lögreglu fyrir hafa farið inni
í íbúðina eðlilega. Að sögn lögreglu
manna töldu þeir að „eitthvað mik
ið hafi gengið á“ meðal annars vegna
þess að rúða sem sneri að bakgarði
var sprungin. Ástæðan fyrir því að
lögreglan vildi ræða við sambýlis
konu Þórarins var vegna minnihátt
ar sakamáls.
Óðu inn á skónum
„Þetta er svo gróft, að æða bara
inn á skónum og um allt húsið, og
vekja mig svo loksins inni í svefn
herbergi. Ég áttaði mig fyrst ekki
á að þetta væru lögreglumenn,“
segir Þórarinn. Hann spurði annan
lögreglumanninn hvað hann væri að
gera inni hjá sér og kom þá í ljós starf
þeirra og erindi. Honum var létt við
að vita að ekkert alvarlegt hefði gerst
en spurði þó hvers vegna þeir hefðu
ekki hringt dyrabjöllunni. Þórar
inn segir að lögreglumennirnir hafi
þá sagt honum að þeir hefðu hringt
dyrabjöllunni en farið inn þar sem
dyrnar hafi verið opnar.
Komu inn um svalahurð
Eftir að lögreglan var farin ráðfærði
Þórarinn sig við bæði ungan son
sinn, sem var vakandi, og leigjanda
sinn sem býr á efri hæð hússins. Að
sögn Þórarins kom þá í ljós að enginn
hafði heyrt í dyrabjöllu, þó að hún sé
hávær, og að lögreglan hafi komið
inn um svalahurð á efri hæð sem er
aðgengileg sé farið upp á stigapall í
bakgarði. Þórarinn segir að vissulega
hafi svalahurðin verið opin en það
hafi ekki þýtt að lögreglunni væri
boðið inn. „Ég hefði átt að skamma
þá miklu meira, ég var bara nývakn
aður,“ segir Þórarinn.
Vildu ræða við
sambýliskonu Þórarins
Í svari ríkissaksóknara til Þórarins
kemur fram að farið hafi verið yfir
kæru hans og aflað gagna hjá lög
reglu. Þar kemur fram að umtals
verður munur sé á frásögn Þórarins
og skráningu og gögnum í málaskrá
lögreglu. Samkvæmt málaskrá var
heimsókn þeirra vegna rannsóknar
á minniháttar broti og lá sambýlis
kona Þórarins undir grun vegna þess
máls. Þórarinn segir að það mál hafi
ekki farið neitt lengra. „Þegar kærðu
[lögreglan] koma að húsinu hafi ver
ið brotnar rúður og óreiða fyrir utan
húsið. Hurð hafi staðið opin og töldu
kærðu að eitthvað mikið hafi gengið
á, eins og þeir orða það,“ segir í bréfi
ríkissaksóknarar til Þórarins.
„Eftiráskýring“
„Þetta var augljóslega eftiráskýring,“
segir Þórarinn um skýringu lögreglu
á hvers vegna hún hafi farið inn. „Það
er verið að búa eitthvað til til að rétt
læta það sem þeir gerðu. Þeir minnt
ust ekkert á það við mig að þeir hefðu
áhyggjur af því að eitthvað hefði kom
ið fyrir. Þar að auki þurfti hún að fara
inn í garðinn til þess að sjá sprunginn
glugga og óreiðu í garðinum. Lög
reglan var þegar búin að rjúfa frið
helgi þegar hún fór inn í garðinn,“
segir Þórarinn. Þess má geta að í svari
ríkissaksóknara er talað um „brotn
ar rúður“ en aðeins var um að ræða
sprungu í einni rúðu.
Grunaði eitthvað óeðlilegt
Frásögn lögreglumanna var á þann
veg að þeir hafi reynt að ná sam
bandi við íbúa með því að banka
á glugga hússins og kalla inn við
dyrnar. Samkvæmt lögreglumönn
um bar þetta ekki árangur. „Enginn
hafi svarað en þau heyrt í sjónvarpi
og til mannaferða að þau töldu á
neðri hæð. Vegna þessara aðstæðna
og þess að þau töldu sig heyra til
mannaferða án þess að nokkur
svaraði hafi kærðu talið sér skylt að
kanna hvað væri á seyði,“ segir í bréfi
ríkissaksóknara. Eftir þennan tíma
punkt er frásögn lögreglu og Þórar
ins á mestu á sömu leið.
Niðurstaða ríkissaksóknara eru
sú að rök lögreglu um að mikilvægt
hafi verið að kanna hvort allt væri í
lagi haldi vatni. „Hefðu kærðu snúið
frá þrátt fyrir grunsemdir sínar um
að eitthvað hefði komið upp á, hefði
að sama skapi mátt meta þeim það
til vanrækslu að hafa ekki kannað
aðstæður betur,“ segir í bréfi ríkis
saksóknara. n
„Ég hefði átt að
skamma þá miklu
meira, ég var bara
nývaknaður.
Hjálmar Friðriksson
hjalmar@dv.is
Þórarinn og rúðan
Þórarinn segir að rúðan sé
eins og þegar lögreglan
kom inn til hans. Í skýringu
lögreglu er talað um
„brotnar rúður“
Mynd SiGtryGGur Ari
Búið að gera upp bú sjeiksins
Einungis sex milljóna króna kröfur þrátt fyrir milljarða skuldir
S
áralitlum kröfum var lýst í
þrotabú eignarhaldsfélag
anna Q Iceland Finance og Q
Iceland Holding sem notuð
voru til að fjárfesta í fimm prósenta
hlut í Kaupþingi í september 2008.
Félögin voru í eigu katarska sjeiksins
Al Thani. Dómsmál sem höfðað var
gegn fyrrverandi stjórnendum Kaup
þings út af viðskiptunum er yfirleitt
kennt við nafn Al Thani. Skiptalokin
eru auglýst í Lögbirtingablaðinu.
Kröfurnar námu einungis rúm
lega þremur milljónum króna á
hvort félag en samanlagðar skuld
ir þeirra hlupu á tugum milljarða
króna. Félögin voru stofnuð gagn
gert til að kaupa umrædd hlutabréf
og ekki til neins annars. Skuldirnar
inni í félögunum námu um 26 millj
örðum króna í árslok 2011.
Líklegt má telja að stærsti
kröfu hafi eignarhaldsfélaganna,
slitastjórn Kaupþings, hafi ekki séð
tilgang í að lýsa kröfum í bú félag
anna vegna þess að vitað var að þau
voru eignalaus. Þar af leiðandi hafi
ekki verið neitt að sækja til félaganna
enda löngu ljóst að Kaupþing fengi
ekki til baka þá fjármuni sem lánað
ir voru út á pappírnum til að kaupa
hlutabréfin í Kaupþingi. Þess vegna
voru kröfurnar sem lýst var í félögin
svo lágar. n
ingi@dv.is
Lágar kröfur Lágum kröfum var lýst í þrotabú eignarhaldsfélaganna sem komu að viðskipt-
um Al-Thanis með hlutabréf í Kaupþingi í september 2008. Dómsmál var höfðað gegn stjórn-
endum Kaupþings, meðal annars Hreiðari Má Sigurðssyni, út af viðskiptunum. Mynd SiGtryGGur Ari
Ofbeldisbrotum
fækkar
Samkvæmt bráðabirgðatölum
voru ofbeldisbrot á fyrstu níu
mánuðum ársins samtals 72
í umdæmi lögreglunnar á
Suðurnesjum. Á sama tíma árið
2013 voru þau 100 talsins að því
er fram kemur í frétt á vef lög
reglunnar.
Líkamsárásum, í skilningi 217.
greinar hegningarlaga, fækkaði
milli ára úr 73 málum í 57. Mál
um er flokkast undir meiri háttar
líkamsárás fækkaði úr fimmtán
í fjögur og stórfelldum líkams
árásum fækkaði úr tólf í tíu. „Eitt
af áhersluverkefnum lögreglunn
ar á Suðurnesjum í Ársáætlun
2014 er fækkun ofbeldisbrota,
meðal annars með öflugu eftirliti,
sýnileika og forvarnarstarfi,“ segir
á vef lögreglunnar.