Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2014, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2014, Blaðsíða 54
Helgarblað 3.–6. október 201454 Fólk „Ég virkilega grét, án gríns“ n Sigga Lund er orðin fjárbóndi n Erfitt að senda lömbin í sláturhús Þ etta var ótrúlega gaman,“ segir fyrrverandi útvarps- konan og núverandi fjár- bóndi á Vaðbrekku, Sigga Lund, um viðtal við hana sem birtist í viðskiptatímaritinu Forbes í vikunni. Það var blaða- maðurinn David Mac Dougall sem tók viðtalið, en hann komst í sam- band við Siggu í gegnum sameigin- lega kunningja þeirra, Hjört Smára- son sem búsettur er í Danmörku. „Hjörtur benti honum á þessa út- varpskonu sem hafði vent kvæði sínu í kross, flutt út í sveit og gerst bóndakona.“ Eftir að hafa verið stríðsfréttamaður í fjölda ára ákvað Mac Dougall að snúa sér að öðrum verkefnum og hefur síðustu tvö ár einbeitt sér að skrifum um áhuga- vert fólk á Norðurlöndum. Þegar hann frétti af Siggu fannst honum tilvalið að fá hana í viðtal. Mikill heiður Sigga vissi þó ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar blaðamaðurinn hafði samband við hana og sagðist starfa fyrir AP og Forbes. „Ég bara, hvað er í gangi, og var ekkert að kveikja hvað AP væri. Ég þekkti Forbes, en svo er AP auðvitað mjög virt fréttastofa,“ segir Sigga og hlær dátt að sjálfri sér. „Mér fannst þetta bara heiður og skemmtilegt ævin týri. Gaman að einhverjum í útlöndum þætti það áhugavert að maður hefði kúvent lífi sínu með þessum hætti.“ Stuttur aðdragandi Sigga flutti ásamt kærasta sínum á Vað- brekku í Jökuldal í byrjun júní á þessu ári, þar sem þau tóku við 300 kindum sem hafi hans átti. Hún segir mjög stutt- an aðdraganda hafa verið á flutningun- um. „Þetta kom upp í byrjun ársins þegar Alli, maðurinn minn, sagði mér að afi hans ætlaði að selja kinda- kvótann og að hann hefði áhuga á að kaupa, og hvort ég vildi þá ekki koma með.“ Þetta kom ansi flatt upp á Siggu og fékk hún aðeins nokkra daga til að hugsa sig um. „Ég var nýbúin að missa vinnuna mína á út- varpsstöðinni K-100 og hugsaði með mér, af hverju ekki?“ „Algjör u-beygja á lífi“ Sigga segir að þeim skötuhjúum líði vel í sveitinni og það séu mikil for- réttindi að fá að búa á þessu svæði. „En auðvitað er þetta mikil breyting og ég sakna borgarinnar oft. Þetta er algjör u-beygja á lífi. Svo er fólkið mitt langt frá mér og það tekur pínu á. Þetta er algjörlega frábært en það tekur tíma að aðlagast nýjum að- stæðum.“ Hún viðurkennir að þetta sé mikil áskorun að rífa sig upp með rótum, frá höfuðborginni þar sem hún bjó í þrjátíu ár, og flytja á sveita- bæ. En klukkutíma akstur er á Egils- staði, sem er næsti þéttbýlisstaður. Smalamennskan erfið Sigga og Alli eru með 300 kindur á bænum en gera ráð fyrir því að stækka stofninn smám saman. Hún viðurkennir að hafa ekki alveg gert sér grein fyrir því hvað hún var að fara út í, enda hafði hún enga þekk- ingu á fjárbúskap. En þetta er mikil vinna. „Í sumar var það heyskapur- inn, en sauðburði var lokið þegar ég kom í júní. Svo þurfti að bera á túnin og við kláruðum smalamennsku um helgina. Það var brjáluð vinna. Um miðjan október þegar allt fé er komið í hús þá þarf að fara að rýja, svo þarf að setja hrútana á ærnar um miðjan desember. Það er alltaf eitthvað,“ segir Sigga og hlær. Finnur sig vel sem bóndi En hvernig er hún að finna sig í nýju starfi? „Ég er að finna mig vel í þessu en ég varð svolítið miður mín um helgina þegar það var verið að senda lömbin burt. Ég virkilega grét, án gríns. Ég sagði við manninn minn hálfgrátandi að ég vissi ekki hvort ég gæti þetta.“ Þrátt fyrir að Sigga kunni ekki alltaf réttu handtökin við bú- störfin þá kemur það ekki að sök, því maðurinn hennar er öllum hnútum kunnugur. „Hann er með þetta alveg í blóðinu, enda fæddur og uppalinn hérna,“ segir Sigga að lokum. n Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrun@dv.is „Ég er að finna mig vel í þessu en ég varð svolítið miður mín um helgina þegar það var verið að senda lömbin burt. Fjárbóndar í Jökuldal Sigga og Alli tóku algjöra u-beygju í lífinu fyrr á árinu og gerðust bændur. Líður vel í sveitinni Lady, tíkin hennar Siggu, kann vel að meta sveitalífið. Vinir Siggu fannst mjög erfitt að senda lömbin í slát- urhúsið um síðustu helgi. Manuela í París Tískugyðjan og fyrrverandi feg- urðardrottning, Manuela Ósk Harðadóttir, hefur upp á síðkastið dvalið í París, en hún vann fyrir fatahönnuðinn Soniu Rykiel á tískuvikunni, sem stóð yfir frá 23. september til 1. október. Manu- ela hefur verið dugleg við að birta myndir á Instragram af því sem á daga hennar hefur drifið í borg tískunnar. Þá hefur hún einnig birt myndir teknar baksviðs frá sýningum, en einhverjar þeirra hefur hún þó fjarlægt. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Manuela starfar fyrir Ryki- el en hún hún var í starfsnámi hjá fyrir tækinu fyrr á þessu ári í tengslum við nám sitt í fata- hönnun við Listaháskólann. Stekkur á milli húsþaka Það er heldur betur líf og fjör hjá leikaranum Jóhannesi Hauki Jóhannessyni sem staddur er í Marokkó við tökur á banda- rískum sjónvarpsþáttum. En spurst hefur út að um sé að ræða þættina A.D.: Beyond the Bible. Tökur eru nýhafnar og sam- kvæmt Facebook-færslu Jóhann- esar fær hann sjálfur að leika í áhættuatriðum. „Annar töku- dagurinn minn er á morgun, þá fæ ég að stökkva á milli hús- þaka. Mér var boðin stuntmaður, en ég sagðist ætla að gefa þessu séns. En stuntgæjinn verður samt þarna, just in case,“ skrifaði Jó- hannes í vikunni. Þá tilkynnti hann líka að taskan hans hefði loksins skilað sér, en hún skilaði sér ekki með fluginu á sama tíma og hann. Kynnir nýja fatalínu Í dag, föstudag, mun Svala Björg- vins kynna nýjustu fatalínuna sína, en hún hannar undir merk- inu KALI. Nú er komið rúmt ár síðan hún kynnti fyrstu línuna undir merkinu og hafa viðtökurn- ar verið mjög góðar. Svala er sjálf þekkt fyrir fram- andi og sérstakan fatastíl, en jafn- framt mjög glæsilegan. Flíkurnar frá henni bera þess að sjálfsögðu vitni, en eru þó þannig að flestar konur, sem þora, geta borið þær. Í vikunni birti hún eina mynd úr línunni á Facebook-síðu sinni og sagðist vera mjög spennt að opinbera línuna á föstudag. Vörurnar frá KALI hafa ver- ið fáanlegar í netversluninni Lastashop.com.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.