Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2014, Blaðsíða 32
Helgarblað 3.–6. október 201432 Fólk Viðtal
föðurhlutverkið frekar en að hugsa
um hvað þetta sé erfitt. Að sjálf-
sögðu er þetta stundum erfitt en
ég gleymi því einhvern veginn jafn-
óðum. Ég var alltaf að fara að eign-
ast börn og ég hugsa að ég eigi eft-
ir að eignast allavega tvö, ef ekki
þrjú, í viðbót. Mér finnst þetta alveg
æðislegt,“ segir hann og brosir.
Kærasta Gunnars er fædd og
uppalin á Akureyri. Móðir Gunnars,
Guðrún Hulda Gunnarsdóttir
Nelson, kemur frá Ólafsfirði en sjálf-
ur er Gunnar alinn upp í Reykja-
vík. Faðir Gunnars, Haraldur Dean
Nelson, kemur frá Keflavík en fað-
ir hans, afi Gunnars, er Bandaríkja-
maður. Þaðan kemur ættarnafnið
Nelson. Þá á Gunnar eina systur,
Maríu Dögg Nelson, en hún er á
öðru ári í leiklistarnámi við Lista-
háskóla Íslands. Systkinin eru afar
náin.
Auður flutti suður að loknum
menntaskóla og hóf framhalds-
nám við Listaháskóla Íslands. En
hvernig kynntust þau Gunnar? „Við
kynntumst hérna í Mjölni,“ seg-
ir Gunnar. „Hún byrjaði að æfa
hérna fyrir rúmum þremur árum
og við kynnumst hérna í þessu um-
hverfi. Við áttum einhverja sameig-
inlega vini og kynntumst bara svona
eins og fólk kynnist yfirleitt. Reynd-
ar ekki á Facebook,“ segir hann og
hlær.
Enginn slagsmálahundur
Gunnar hefur ætíð verið á fullu í
íþróttum. „Ég var aðeins í fótbolta
sem gutti en man voða lítið eftir því.
Það átti aldrei neitt svakalega vel við
mig og mér hefur aldrei fundist neitt
sérstaklega gaman í fótbolta. Síðan
fór ég í íshokkí og fannst það alveg
hrikalega gaman. Ég fann mig mjög
vel í því en hætti á sama tíma og fé-
lagarnir fóru að tínast úr hópnum.
Maður var eitthvað farinn að pæla í
stelpum og langaði bara að vera frjáls
allan daginn. Nennti einfaldlega ekki
á æfingar. Í kjölfarið fór ég að æfa
karate en ég hef alltaf haft mjög mik-
inn áhuga á bardagaíþróttum.“ –En
hvaðan kemur sá áhugi? „Pabbi hefur
alltaf haft áhuga á þessu líka og hann
hafði eitthvað verið í þessu þegar
hann var yngri. Ég hafði alltaf gaman
af þessum myndum með Bruce Lee
og Jackie Chan sem barn og fannst
allt svona bardagaíþróttadæmi mjög
spennandi. Ekki að ég hafi verið ein-
hver slagsmálahundur, þvert á móti.“
Það var í karate sem Gunnar
kynntist Jóni Viðari Arnþórssyni,
nú formanni Mjölnis. „Það var hann
sem kynnti MMA fyrir mér,“ rifjar
Gunnar upp. „Hann sýndi mér alls
konar myndbönd og í kjölfarið fór-
um við að æfa þetta saman. Okk-
ur fannst þetta báðum hrikalega
spennandi og á endanum hættum
við báðir í karate til þess að sinna
þessu á fullu. Þá fór boltinn að rúlla
og Mjölnir varð til í þeirri mynd sem
hann er í dag.“ Þetta var árið 2005
en eins og kunnugt er hefur Mjöln-
ir stækkað jafnt og þétt síðan og er
í dag einn stærsti bardagaíþrótta-
klúbbur í Evrópu.
Hætti í skóla
Gunnar gekk í Langholtsskóla í
Reykjavík. Hann segist hafa verið
orkumikið barn sem hafi átt erfitt
með að einbeita sér í skólanum.
„Mér fannst alltaf erfitt að sitja kyrr
í tíma og einbeita mér. Ég var alltaf
farinn að rugga mér á stólnum bara
til að gera eitthvað,“ segir hann. „Ég
var mjög orkumikill og mig langaði
alltaf helst til þess að vera úti. Það
átti ekki endilega vel við mig að sitja
á skólabekk. Ég var samt alltaf með
ágætar einkunnir þó að ég hafi held-
ur ekki verið neinn proffi. Það voru
ákveðin fög sem ég átti auðvelt með,
eins og raungreinar, en átti erfiðara
með fög þar sem þurfti að lesa mik-
ið, eins og sögu. Tungumál fannst
mér erfið, nema kannski enska sem
ég lærði tiltölulega auðveldlega, en
allt annað var svolítil pína.“
Gunnar tók tvö og hálft ár í
menntaskóla áður en hann ákvað
að hætta til þess að einbeita sér að
bardagaíþróttinni. „Ég var ekki að
gera neitt af viti. Ég lærði fyrir próf-
in og rétt slefaði í gegnum þau en
var búinn að gleyma öllu daginn
eftir. Ég nennti ekki að vera að þessu
bara til þess að fá einhverja pappíra.
Ég vissi hvað mig langaði til að gera
og ég vildi fá að einbeita mér að því.
Tala nú ekki um þegar ég var loks-
ins kominn á það þroskastig að ég
gat einbeitt mér að einhverju leng-
ur en í tvær sekúndur. Ég vildi nýta
mér það til hins ýtrasta,“ segir hann.
„Ég þarf að vera á hreyfingu“
Æskuminningar Gunnars eru af
orkumiklu, hálfofvirku barni. Það
er erfitt að ímynda sér afslappaða
manninn fyrir framan mig í slíkum
ham. Hann virkar að minnsta kosti
ekki mjög orkumikill í viðtölum eða
í eigin persónu. Jafnvel þótt ég hafi
fylgst með honum í bardaga á sjón-
varpsskjánum þá er alltaf yfir hon-
um sama yfirvegunin. „Ég er kannski
frekar rólegur almennt núna, en var
það kannski ekki alltaf þegar ég var
yngri,“ segir Gunnar. „En ég er ekki
hrókur alls fagnaðar hvert sem ég
fer, er alls ekki sá gæi, en ef við vær-
um einhvers staðar úti að djöflast þá
myndir þú sjá á mér aðra hlið. Þar
er ég í essinu mínu. Mér líður best í
þannig aðstæðum, þar sem við þurf-
um ekkert endalaust að vera að tala
saman. Það er takmarkað hvað ég
get setið og hlustað og talað. Núna
er ég til dæmis alveg að verða búinn
með kvótann í dag,“ segir hann og
brosir stríðinn til mín. „Ég þarf að
vera á hreyfingu til þess að finnast
ég vera á lífi.“
Mest lesnu fréttirnar
Eins og Gunnar gaf í skyn eru fjöl-
miðlaviðtöl ekki í miklu eftirlæti hjá
honum, þó svo að hann sýni mér
ekkert nema kurteisi og svari öll-
um spurningum af mikilli einlægni.
„Stundum er það erfitt,“ viðurkenn-
ir hann. „Ég er misvel upplagður til
þess að svara spurningum – og oftar
en ekki sömu spurningunum. Oftast
langar mig til þess að gera eitthvað
annað. En þetta er bara hluti af
þessu.“
Íslenskir fjölmiðlar hafa sýnt
Gunnari mikinn áhuga. Kom
áhuginn honum á óvart? „Það tók
smá tíma að fá umfjöllun í fjölmiðl-
um en þegar hún fór af stað þá rauk
hún bókstaflega áfram. Önnur hver
fréttin sem var skrifuð um mig varð
mest lesin svo áhuginn virðist einnig
vera til staðar í þjóðfélaginu. Þegar
ég tala við fjölmiðlafólk þá sé ég að
það hefur virkilegan áhuga á þessu
og setur sig mjög vel inn í þetta. Fólk
er farið að þekkja íþróttina og veit
hvað er í gangi. Það er virkilega stórt
skref.“
Dagur í lífi Gunnars
Eftir að hafa spjallað dágóða stund
leikur mér forvitni á að vita; hvernig
er hefðbundinn dagur í lífi Gunnars?
„Við sofum yfirleitt út og fáum okkur
svo bara bröns eða hádegismat. Ég
borða yfirleitt ekki mikið á morgnana.
Síðan komum við hingað og æfum. Ef
það er ekki bardagi á döfinni þá brýt
ég kannski upp daginn og fer að hjóla.
En annars er ég yfirleitt í „gymminu“
fram á kvöld að djöflast. Ef ég er er-
lendis að æfa þá fer ég í „gymmið“
svona um þrjú leytið og er þar til
svona níu, tíu á kvöldin. Þar er allt til
alls. Í grunninn þá geri ég lítið annað
en að æfa og borða,“ segir Gunnar.
Þegar Gunnar var að byrja að
æfa MMA af krafti varði hann mikl-
um tíma við æfingar erlendis, sér í
lagi á Írlandi þar sem þjálfari hans,
John Kavanagh, er með aðsetur.
„Þá var ég bara úti að æfa og kom
rétt svo heim til þess að segja hæ og
fór síðan aftur út. Núna er ég aðal-
lega hérna heima en fer út í styttri
æfingabúðir.“
Kemur heill heim
Fjölskylda Gunnars hefur ætíð stað-
ið við bakið á honum og stutt hann
í því sem hann er að gera. „Þau hafa
kannski ekki verið hlynnt öllum
ákvörðunum sem ég hef tekið, eins
og að hætta í menntaskóla, en um
leið og ég er búinn að taka ákvörðun
þá hefur fjölskyldan alltaf staðið við
bakið á mér. Það er meira en margir
geta sagt og ég er mjög þakklátur
fyrir það.“
Gunnar segir suma fjöl-
skyldumeðlimi hins vegar hafa átt
erfitt með að fylgjast með honum
í bardaga til að byrja með. „Fólk er
aðeins farið að venjast þessu. Núna
eru eiginlega allir farnir að horfa á
þetta í beinni útsendingu en áður
fannst sumum betra að horfa á þetta
seinna þegar þeir vissu hvernig bar-
daginn fór. Þetta er bara gott dæmi
um það að þegar fólk hefur kynnst
íþróttinni þá fattar það að þetta er
ekki eins hrikalegt og þetta lítur út
fyrir að vera. Þó svo að ég eigi til-
tölulega erfiðan bardaga framund-
an þá eru allar líkur á að ég muni
ganga heill út úr búrinu á laugar-
daginn.“ n
„Ég
geri
mér grein
fyrir því
að sportið
er mjög
harkalegt
„Þetta
er
orðið eitt
flottasta
„show“ í
heiminum
M
y
n
D
s
iG
tr
y
G
G
u
r
a
r
i