Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2014, Blaðsíða 28
28 Umræða Helgarblað 3.–6. október 2014
Grobbmánuður Umsjón: Henry Þór BaldurssonKönnunHefur þú stöðvað
bifreið í stæði fyrir
hreyfihamlaða?
Ö
rugg búseta skiptir okkur öll
máli sama hvort við eigum
eða leigjum húsnæði. Við
viljum hafa raunhæft val um
hvort við kaupum eða leigj
um húsnæði. Því miður höfum við
ekki haft þetta val á íslenskum hús
næðismarkaði. Einnig er það mið
ur að stuðningur við búsetuformin
hefur verið mjög misskiptur. Unnið
er að úrbótum í þessum málaflokki í
ráðuneyti félags – og húsnæðismála
ráðherra, Eyglóar Harðardóttur.
Frumvörp í vinnslu
Þessa dagana er unnið hörðum
höndum að gerð frumvarpa er varða
húsnæðismarkaðinn, má þar nefna
frumvörp er varða húsnæðisbætur,
húsnæðismál, húsnæðissamvinnu
félög og breytingar á húsaleigu
lögum. Frumvörpin eru byggð á
tillögum Verkefnisstjórnar um fram
tíðarskipan húsnæðismála, sem skil
aði af sér hugmyndum til ráðherra í
vor. Verkefnisstjórnin var með víð
tækt samráð í gegnum alla vinnuna,
við alla þá aðila er koma að þessum
málaflokki.
Undanfarin ár hafa margir starfs
hópar verið að störfum og rætt hús
næðismál og úrbætur í þeim efnum.
Ótal skýrslur hafa verið skrifaðar og
ýmsar góðar hugmyndir komið fram.
Það er hins vegar fyrst núna, sem far
ið er að skrifa frumvörp þessa efn
is og er vinnan á lokametrunum.
Engin drög að frumvörpum voru til,
þar sem taka átti á þessum stóra og
mikil væga málaflokki.
Það er því óhætt að halda því fram
að ríkisstjórn Sigmundar Davíðs
Gunnlaugssonar, sé að stíga stór
skref í átt að bættu húsnæðiskerfi,
fyrir alla landsmenn.
Húsnæðisbætur
Unnið er að breytingum á vaxtabóta
– og húsaleigubótakerfinu. Fyrir
hugað er að sameina bæði kerfin í
nýtt stuðningskerfi, húsnæðisbæt
ur. Í nýju kerfi mun umfang stuðn
ingsins m.a. taka mið af fjölskyldu
stærð og efnahag heimilanna, óháð
búsetuformi. Unnið er að gerð frum
varps þessa efnis og stefnt er að því
að leggja það fram á haustþingi.
Húsnæðismál
Unnið er að endurskipulagningu
húsnæðismála og að gerð húsnæð
isstefnu. Þar skal tilgreina hvert fé
lagslegt hlutverk stjórnvalda eigi að
vera á húsnæðismálamarkaði. Jafn
framt skal skýra stefnu stjórnvalda er
varðar húsnæðislán og hvaða lána
form verða í boði á markaðnum.
Nauðsynlegt er að marka skýrar til
lögur sem tryggi að jafnræði verði í
lánveitingum til húsnæðiskaupa eða
bygginga, um land allt. Unnið er að
gerð frumvarps þessa efnis og stefnt
er að því að leggja það fram á haust
þingi.
Frumvörp sem
koma fram á vorþingi
Unnið er að því að efla lagaumgjörð
húsnæðissamvinnufélaga þannig
að þau falli vel að nýju framtíðar
skipulagi húsnæðismála. Jafnfram
er unnið að endurskoðun húsaleigu
laga með það að markmiði að treysta
umgjörð leigumarkaðar og efla úr
ræði leigusala og leigutaka. Vinnsla
þessara mála er í fullum gangi og
vinnsla frumvarpanna komin langt
á leið. Stefnt er að því að koma þeim
inn til þinglegrar meðferðar strax á
vorþingi.
Komum málunum í gegn
Nauðsynlegt er að samstaða verði í
þinginu að koma þessum málum í
gegn. Það væri afar jákvætt fyrir okk
ur öll, sama hvaða búsetuformi við
búum í. Í þessum frumvörpum mun
um við sjá skýra stefnu um jafnan
stuðning við mismunandi búsetu
form, reglur um lækkun leiguverðs,
hvata til að fjölga leiguíbúðum og
lagaumgjörð um bætt lánaumhverfi,
neytendum í hag. Þetta eru stórir og
mikilvægir þættir er varða heimilin í
landinu. n
Raunhæft val á húsnæðismarkaði
Elsa Lára Arnardóttir
þingmaður Framsóknarflokksins
Kjallari
N
ýr úrskurður Samkeppnis
eftirlitsins vegna brota
Mjólkursamsölunnar á
samkeppnislögum markar
tímamót.
Mjólkursamsalan hefur í krafti
undanþágu fyrirtækisins frá sumum
ákvæðum samkeppnislaga getað
haft samráð við aðrar afurðastöðvar
um verð og tekið yfir fleiri og fleiri
afurðastöðvar, án þess að hömlur
samkeppnislaga við samrunum
kæmu í veg fyrir það. Í samkeppnis
lögum er almennt bann við samráði
um verð og skiptingu markaða og það
bann nær ekki til Mjólkursamsölunn
ar. Á þeim grunni hafa ýmsar afurða
stöðvar sameinast undir merkjum
Mjólkursamsölunnar. Þessari undan
þágu var ætlað að greiða fyrir fækkun
afurðastöðva til að lækka kostnað og
skipta verkum með þeim afurðastöðv
um sem eftir stæðu.
Þessum árangri hefur fyrir löngu
verið náð. Mjólkursamsalan og tengd
fyrirtæki ráða nú nær öllum mjólkur
markaði.
Mjólkursamsalan
gengur of langt
En Mjólkursamsalan og tengd
fyrirtæki hafa gengið lengra og túlk
að undanþáguna á þann veg að hún
leyfi því öll bolabrögð sem hægt er
að hugsa sér í samkeppni. Dæmi
um slíkt er verðlagning sem ætl
að er að skaða samkeppnisaðila
og setur óskylda vinnsluaðila í allt
aðra og lakari samkeppnisstöðu
en tengda vinnsluaðila. Dæmi um
slíkt er forsenda nýja úrskurðar
ins. Mjólkur samsalan seldi Mjólku
í eigu Ólafs Magnússonar mjólk á
hærra verði en öðrum framleiðend
um. Þegar Ólafur seldi svo Mjólku
til KS, fyrirtækis undir hatti Mjólk
ursamsölunnar, lækkaði ekki bara
útsöluverð Mjólkur samsölunnar til
Mjólku, heldur fékk hinn nýi eigandi
endurgreiddan þann mismun sem
var á útsöluverðinu til Ólafs og út
söluverðinu til hins nýja þóknanlega
eiganda!! Það er leitun að jafn ósvíf
inni misnotkun á markaðsráðandi
stöðu.
Samkeppniseftirlitið kemst bless
unarlega að þeirri niðurstöðu að
undanþágan í búvörulögum frá
meginreglu samkeppnislaga um
bann við verðsamráði dugi ekki sem
ein allsherjar fyrirfram syndakvitt
un til handa Mjólkursamsölunni
fyrir alla misnotkun á markaðsráð
andi stöðu. Undanþágan er líka
skýrlega afmörkuð við suma þætti
samkeppnislaga og hvergi er þess
getið í henni að misnotkun markaðs
ráðandi stöðu sé heimil. Mjólkur
samsalan geti því ekki á grundvelli
afmarkaðrar undanþágu farið fram
með óforskammaðri misnotkun
á markaðsráðandi stöðu, eins og í
samskiptunum við Mjólku og Kú.
Það er mjög gott að sjá.
Samfylkingin ein studdi
afnám undanþágunnar
Við í Samfylkingunni höfum um
árabil talað gegn þeirri fákeppnis
hugsun sem einkennir lagaumgjörð
mjólkurvinnslunnar og talið að auk
in samkeppni myndi auka verð
mætasköpun í greininni, bæta hag
bænda og skila neytendum betra
vöruúrvali.
Í þeim anda lögðum við til á Al
þingi í apríl 2011 að undanþágan
illræmda yrði afnumin. Niðurstöður
atkvæðagreiðslunnar voru athyglis
verðar.
Einu stuðningsmenn málsins voru
þingmenn Samfylkingarinnar. All
ir aðrir þingmenn, sem sumir hverjir
tala sig hása um ágæti viðskiptafrelsis
á tyllidögum, slógu skjaldborg um fá
keppnina og úrelt viðskiptaumhverfi.
Allir viðstaddir þingmenn Sjálfstæð
isflokks, Framsóknar og VG greiddu
atkvæði gegn tillögunni.
Við munum nú endurflytja þessa
tillögu. Það er uppörvandi að sjá
ýmsa þingmenn ríkisstjórnarflokk
anna lýsa yfir andstöðu við undan
þáguna nú síðustu daga. Það verður
gaman að sjá hvort sá nýfæddi stuðn
ingur við frjálsa samkeppni dugar
alla leið til atkvæðagreiðslu í þingsal.
Nú reynir á ríkisstjórnarflokkana.
Ég sakna þess að forystumenn
ríkis stjórnarflokkanna og þá einkan
lega Sjálfstæðisflokksins styðji ekki
með skýrum hætti afstöðu Samkeppn
iseftirlitsins í þágu neytenda. Við eig
um betra skilið en vera í heljargreip
um þess einokunarvalds sem stendur
að baki stjórnarflokkunum báðum. n
Samstaða stjórnarflokkanna um mjólkursvindl
Árni Páll Árnason
formaður Samfylkingar
Kjallari
16,9%
83,1%
n Nei
n Já