Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2014, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2014, Blaðsíða 21
Fréttir 21Helgarblað 3.–6. október 2014 Gyða segir málið hins vegar ekki alltaf svo einfalt því dæmi séu um að foreldrar vilji ekki nýta sér þjónustu túlka. „Sumir foreldrar, jafnvel þótt þeir séu kannski ekki alveg reiprennandi í íslensku, velja að hafa ekki túlk. Ef það er túlkur þá kemur einhver inn sem er óvið- komandi og það er náttúrlega ver- ið að fjalla um viðkvæmar upp- lýsingar. Við virðum það ef fólk vill helst ekki fá túlk, en auðvitað verður fagfólk og foreldrar að skilja hvert annað.“ En fleira spilar inn í. Víða er- lendis er notast við „cultural medi- ators,“ nokkurs konar menningar- túlka sem geta aðstoðað fólk við að komast yfir menningarlegar hindranir í samskiptum. Viðkom- andi einstaklingar hafa ef til vill ekki forsendur til að skilja ákveðna hluti í samskiptum, jafnvel þó þeir skilji orðin. Íslendingur veit kannski betur um hvað er verið að tala þar sem hann hefur skilning á samfélaginu, sem innflytjandi hef- ur ekki tileinkað sér. „Það þarf að stuðla að því að fleiri útlendingar veljist til starfa innan geðheilbrigðisþjónustunnar. Þeir hafa bæði tungumálið og meiri skilning á menningararfi hverr- ar þjóðar,“ segir Anna Gunnhild- ur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, og bendir á að hafið hafi verið átak í nágrannaríkjum okkar þar sem unnið er að því að auka hlut fólks sem er af erlendu bergi brotið og stuðla þannig að hærra þjónustustigi. Fleiri viðmæl- endur DV tala um þetta og vísa til þess að langan tíma geti tekið að fá starfsleyfi fyrir fólk í heilbrigðis- geiranum, jafnvel nokkur ár. Aðgengi að upplýsingum Öllum viðmælendum DV ber saman um að aðgengi að upplýs- ingum sé stórlega ábótavant. Margrét segist til að mynda ekki hafa heyrt af því að það sé erf- iðara fyrir innflytjendur en aðra að fá tíma hjá geðlæknum eða sér- fræðingum innan heilbrigðiskerf- isins. Þar séu oft langir biðlist- ar sem allir þurfa að eiga við. Það geti þó komið fyrir að fólk viti ekki hvert það á að leita eftir þjónust- unni. Sem dæmi má nefna að heima- síða Heilsugæslu höfuðborgar- svæðisins er einungis aðgengileg á íslensku. Stutt könnun á helstu vefsíðum er varða heilbrigðismál og geðheilbrigðismál leiðir í ljós að takmarkaðar upplýsingar er að finna á erlendum tungumálum. Yfirleitt er aðeins að finna afar ein- föld yfirlit yfir helstu þjónustu og hvert hana má sækja, en ítarlegri upplýsingar eru allar óþýddar. Að- gengið að upplýsingunum er því mjög takmarkað fyrir þá sem vilja kynna sér málin og möguleika sína áður en þeir stíga næstu skref. Þetta er þó ekki einsdæmi í félags- og heilbrigðisþjónustu á Íslandi, heldur er víðar pottur brotinn. Dýrt að þýða Þó svo að margir séu af vilja gerð- ir til að takast á við vandamálin, þá er skortur á fjármagni og mann- skap mikið vandamál. Úrræðin eru oft dýr og svara jafnvel ekki kostnaði. Anna Gunnhildur líkt og aðrir viðmælendur DV bendir á að inn- flytjendur og útlendingar þurfi að treysta á almenna upplýsingamið- lun, svo sem að leita eftir upplýs- ingunum á netinu og að þær séu skýrar og aðgengilegar. Gyða segir erfitt að eiga við þetta vandamál því jafnvel þó að farið yrði í átak í því að þýða lykilupplýsingar á heimasíðu heilsugæslunnar þá þurfi einnig að uppfæra upplýsingarnar reglu- lega. „Það þarf að vera svigrúm hvort tveggja hvað varðar tíma og fjármagn til þess að viðhalda að- gengi að upplýsingum,“ segir hún. Þá er efni sem innflytjendur fá í hendur frá Þroska- og hegð- unarstöðinni yfirleitt á íslensku. Gyða nefnir nærtækt dæmi: „Hér fer fram nákvæm greiningarvinna til að reyna að finna hver sé lík- legasta orsökin fyrir vandanum. Við skrifum nokkuð nákvæma greinargerð sem foreldrar fá í hendur og hún er skrifuð á ís- lensku. Ef við ætluðum að þýða allar svona skýrslur yfir á pólsku eða önnur tungumál þá þyrfti að leggja út í kostnað sem er ekki á okkar valdi að mæta. Foreldrar fá því skýrslu á íslensku og við setj- umst niður með þeim ásamt túlki og förum í gegnum skýrsluna eins vel og hægt er. Kennarar og aðrir sem vinna með barninu fá einnig skýrsluna. En foreldrarnir fá ekk- ert efni í hendur á sínu tungu- máli,“ segir Gyða. „One stop shop“ Svo virðist sem flestir séu af vilja gerðir til þess að auðvelda inn- flytjendum og erlendum ríkis- borgurum aðgengi að geðheil- brigðisþjónustu en skortur á upplýsingum reynist sérstak- lega hamlandi fyrir fólk sem ekki skilur íslensku. Íslenskir sál- fræðingar og túlkar eru vissulega færir um að sinna þjónustunni, en ef fólk veit ekki hvert það á að snúa sér eða hvað er í boði geta úrræðin reynst gagnslaus. Eins og viðmælendur DV benda á er erfitt að ræða andleg málefni í gegnum þriðja aðila. „Það vantar stað í Reykjavík sem getur verið svona „one stop shop“ fyrir innflytjendur,“ segir Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar. „Hér eru tveir þriðju hlutar allra landsmanna og hærra hlutfall innflytjenda. Þá vantar meira af upplýsingum á erlendum tungu- málum og það þarf að vera að- gengilegt á vefnum og í bækling- um,“ segir Anna. n á íslensku Reynsla starfsfólks Landspítala með ágætum Innflytjendum sem leita aðstoðar á Landspítala vegna andlegra veikinda er boðin túlkaþjónusta, að sögn Maríu Einisdóttur, framkvæmdastjóra Geðsviðs. „Eðli máls samkvæmt reynir slík þjónusta á trúnaðarákvæði samninga við túlka á sama hátt og þegar um aðra þjónustu við innflytjendur á spítalanum ræðir. Samtöl við heilbrigðisstarfsfólk eru einatt við- kvæm en reynsla starfsfólks Landspítala af túlkaþjónustu hefur verið með ágætum. Fyrir kemur að sjúklingar neita þjónustu túlka, en ekki hefur borist nein formleg kvörtun vegna þessa,“ segir María. Engin gögn frá Geðsviði eru þýdd skriflega heldur aðstoða túlkar við að tryggja að sjúklingar fái upplýsingar sem þeir þurfa. Aðspurð hvort bæta megi aðgengi innflytjenda að geðheilbrigðiskerfinu hér á landi segir María: „Við teljum mikilvæg- ast að þjónusta við þennan hóp verði áfram með sama hætti, það er að þeim bjóðist sama þjónusta og öðrum þegnum landsins.“ Börnin mæta til að túlka Mikill fjöldi innflytjenda nýtir sér túlkaþjón- ustu á Íslandi, sú þjónusta er algjör forsenda fyrir því að margir geti átt samskipti við opinbera aðila hér á landi. Skýrsla velferðarráðuneytisins frá 2011 um túlkaþjónustu fyrir innflytjendur gefur greinargóða lýsingu á þeim vandamálum sem geta komið upp í tengslum við notkun túlka. Þar kemur meðal annars fram að almennt sé ekki að finna á opinberum stofn- unum hér á landi verklagsreglur varðandi túlkun. Sú staða hafi til dæmis komið upp í viðtölum að túlkur hafi ekki skilið orð og ekki faghugtök sem notuð eru í viðtölum og því komist innihald viðtalsins ekki allt til skila til viðkomandi einstaklings og hugsanlega geti komið upp misskilningur. Þá séu sumir túlkar einfaldlega ekki hæfir til að túlka í heilbrigð- isþjónustunni. Listi yfir hæfa túlka þyrfti að vera til eða að þeir sæki námskeið til að læra að túlka, til dæmis í heilbrigðisþjónustunni. Þá er einnig fjallað um mikilvægi þess að þýða fræðsluefni á önnur tungumál, til dæmis pólsku. Slíkt myndi spara mikið fé. Í skýrslunni er einnig talað um að börn hafi stundum komið með foreldrum sínum til að túlka og vilji foreldrarnir það oft og tíðum. Einnig hafi eiginmenn komið með konum sínum til að túlka fyrir þær. Slíkt sé ekki ásættanlegt í heilbrigðisþjónustunni. Nokkrir viðmælenda í skýrslunni bentu á að takmarka ætti rétt til túlkunar við dvalar- tíma á landinu, til dæmis þrjú ár. Er það meðal annars rökstutt með því að það hvetji fólk til að læra tungumálið. Jafnvel virðist á ýmsum heilbrigðisstofnunum viðhöfð sú regla að kalla ekki til túlk ef um er að ræða einstakling sem búið hefur hér á landi í tiltekinn árafjölda. Í skýrslunni er tekið fram að þetta verklag standist hins vegar ekki gildandi lög um réttindi sjúklinga. Engu að síður virðist þetta vera viðhorf einhverra fagaðila sem starfa með innflytjendum. „Ég er að læra á kerfið sjálf“ Alls eru rúmlega 23 þúsund erlendir ríkis- borgarar búsettir hér á landi. Undanskildir í þessari tölu eru þeir innflytjendur sem þegar hafa fengið ríkisborgararétt. Rúmlega sjö prósent allra landsmanna eru erlendir ríkis- borgarar og fer þetta hlutfall vaxandi ár frá ári. Af einstaka ríkjum koma flestir erlendir ríkisborgarar frá Póllandi, eða um 44 pró- sent allra erlendra ríkisborgara á Íslandi. Michalina Joanna Skiba er eini pólskumælandi sálfræðingurinn á Íslandi. Fjölmargir sálfræðingar veita þjónustu bæði á íslensku og ensku auk þess sem nokkuð margir veita þjónustu á dönsku, norsku, sænsku og þýsku. Tveir tala frönsku og spænsku. Michalina segist vera hissa á því að ekki fleiri sálfræðingar séu starfandi með starfsleyfi sem geti þjónað þessum hópum á sínu eigin tungumáli. „Ég hef búið á Íslandi í rúm þrjú ár, en hef starfað sem sálfræðingur í eitt og hálft. Eins og staðan er núna get ég ekki verið í fullu starfi sem sálfræðingur en ég vinn að því að koma mér á framfæri. Það tók mig mjög langan tíma að fá starfsleyfi, alltof langan tíma,“ segir hún. Hún hefur unnið að því að hafa samband við félagasamtök, sveitar- félög, Vinnumálastofnun, aðila í heilbrigð- iskerfinu svo sem ljósmæður og félagsþjón- ustur. Hún hefur því komið á sambandi við ansi marga aðila sem vísa á hana fyrir fólk sem talar pólsku og þarf á sálfræðiþjónustu að halda. „Ég er að læra á kerfið sjálf,“ segir hún. Hún ferðast einnig um landið og fór meðal annars til Ísafjarðar í byrjun árs vegna starfsins. „Margir vita ekki hvaða réttindi þeir hafa varðandi geðheilbrigðismál. Það þarf að laga,“ segir hún. Vita ekki hvar hjálpina er að finna Allir geta leitað til sálfræðinga og á geðdeild, en ef fólk veit ekki hvert það á að leita eftir þjónustu þá getur það ekki fengið aðstoð. Lengi að fá leyfi Það tók Michalinu eitt og hálft ár að fá starfsleyfi á Íslandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.