Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2014, Blaðsíða 20
20 Fréttir Helgarblað 3.–6. október 2014
n Aðgengi innflytjenda að geðheilbrigðisþjónust ábótavant n Allar upplýsingarnar eru
A
ðgengi innflytjenda að
geðheilbrigðisþjónustu
á Íslandi er verulega tak-
markað, sérstaklega vegna
tungumálaörðugleika. Um
þetta eru viðmælendur DV sam-
mála. Úrræðin eru oft til staðar, en
aðgengi að þeim og upplýsingaflæði
er af skornum skammti.
Aðgengi að upplýsingum er
til dæmis fjarri því nógu gott, en
sem dæmi má nefna að heimasíða
Heilsugæslu höfuðborgarsvæðis-
ins er aðeins aðgengileg á íslensku.
Þetta vekur athygli í landi þar sem
innflytjendur hafa lengi verið hluti
af þjóðinni fyrir utan aukinn straum
erlendra ferðamanna til landsins.
Þrátt fyrir að túlkaþjónusta sé í
boði þá getur verið erfitt að ræða
andleg vandamál í gegnum túlk auk
þess sem það kemur fyrir að mis-
brestur sé á að túlkur sé kallaður
til þegar þess er þörf. Stærsti hóp-
ur innflytjenda á Íslandi kemur frá
Póllandi. Samt sem áður er einung-
is einn starfandi sálfræðingur hér á
landi sem talar pólsku og hefur hann
aðeins verið að störfum í rúmt ár.
Mamma fékk lyf,
en ekki sálfræðing
„Við fluttum til Íslands í kringum
2009,“ segir Alex, 29 ára pólskur
ríkis borgari, sem bjó hér á landi með
móður sinni í fjögur ár. Mæðgurn-
ar fluttu síðar til Bretlands þar sem
móðir Alex lést. Þegar þær dvöldu
hér á landi glímdi móðir Alex við
þunglyndi og kvíða. „Við vissum ekk-
ert hvert við áttum að fara. Ég hélt að
þetta væri eitthvað sem maður færi
til geðlæknis út af. Biðlistinn þar var
langur. Þá benti samstarfskona mín
mér á að fara á heilsugæsluna með
mömmu,“ segir Alex. Móðir hennar
var þá orðin mjög veik og illa haldin.
„Þangað fórum við og ég talaði við
lækninn. Þýddi af pólsku yfir á ensku
það sem mamma var að segja. Það
gekk ekkert sérstaklega vel og við
skildum hvort annað ekki alltaf. En
mamma fékk lyf.“ Aðstoðin var ekki
meiri og móðir hennar fór aldrei
í viðtalstíma eða var undir hand-
leiðslu geðlæknis eða sálfræðings.
„Í eitt sinn fengum við túlk og fórum
til læknis. Mömmu fannst það mjög
óþægilegt og vildi helst ekkert tala,“
segir Alex.
Hún bætir því við að það hafi
hamlað þeim mæðgum mikið að
þær áttu lítið tengslanet á Íslandi og
að móðir hennar var mikið heima,
veik. „Ég sinnti henni svo mikið að
ég fór lítið út. Mér fannst það vera
það mikilvægasta sem ég gat gert, að
aðstoða hana.“
Þær mæðgurnar fluttu frá Íslandi
árið 2012 og Alex er nú búsett í Bret-
landi. „Ég hef pólskan sálfræðing
hér. Ég veit það núna að það starfar
einn á Íslandi. Mér finnst gott að vita
það,“ segir hún.
Ekki um auðugan garð að gresja
Halla Þorvaldsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Sálfræðingafélags Ís-
lands, segir að aðgengi innflytjenda
að sálfræðiþjónustu sé ábótavant.
„Varðandi þessa stærstu hópa, sem
hafa verið að flytja til landsins á
undanförnum tíu, fimmtán árum,
þá erum við engan veginn í stakk
búin til þess að sinna þeim. Ekki
ef þetta fólk þarf þjónustu á sínu
móður máli. Íslenskir sálfræðingar
geta auðvitað sinnt innflytjendum,
rétt eins og Íslendingum, ef þeir tala
íslensku. Vandamálið lýtur fyrst og
fremst að því ef fólk þarf þjónustu á
sínu móðurmáli. Þá er ég hrædd um
að það sé ekki um auðugan garð að
gresja,“ segir Halla.
Fá ekki alltaf túlkaþjónustu
Í lögum um réttindi sjúklinga segir
að ef sjúklingur talar ekki íslensku
skuli honum tryggð túlkun. Margrét
Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri
Mannréttindaskrifstofu Íslands, seg-
ir að það komi hins vegar fyrir að
ekki sé útveguð túlkun þó þess þurfi.
Þá geti það reynst fólki erfitt að tala
um viðkvæm mál í gegnum þriðja
aðila.
„Við vitum um dæmi þar sem
fólk á rétt á túlkaþjónustu en hefur
ekki fengið hana. Í heilbrigðiskerf-
inu er lögbundinn réttur þeirra sem
ekki tala íslensku að fá túlk, en það
hefur verið misbrestur á því að við-
komandi fái þá þjónustu,“ segir Mar-
grét. Þá þurfi að taka tillit til þess að
sum samfélög séu lítil og þar þekkist
fólk vel. Það geti orðið til þess að fólk
veigri sér við að nýta sér túlkaþjón-
ustuna þar sem það kærir sig ekki
um að ræða ákveðna hluti í gegnum
þriðja aðila. „Það getur verið erfitt
að ræða andleg vandamál í gegnum
túlk,“ segir hún.
Viðkvæmar upplýsingar
„Það koma mjög mörg börn til okk-
ar þar sem foreldrar, annaðhvort
annað eða bæði, eru af erlendum
uppruna,“ segir Gyða Haraldsdóttir,
forstöðumaður hjá Þroska- og hegð-
unarstöðinni. „Það er töluvert um
það að við þurfum að fá túlk og við
gerum það ef það eru vísbendingar
um að foreldrar geti annars ekki tek-
ið þátt. Okkar þjónusta byggir tölu-
vert á viðtölum. Tekin eru viðtöl við
foreldra til að fá ýmiss konar upp-
lýsingar um barnið og ef það eru
ábendingar frá tilvísanda um að það
þurfi túlk að þá fáum við túlk.“
„Við vissum
ekkert
hvert við
áttum að
fara“
„Það þarf að
stuðla að því að
fleiri útlendingar veljist
til starfa innan geðheil-
brigðisþjónustunnar.
Áslaug Karen Jóhannsdóttir
Ásta Sigrún Magnúsdóttir
aslaug@dv.is / astasigrun@dv.is
Þurfa að þýða efni Gyða segir kostnað-
inn við að þýða efni mikinn og fjármagn ekki
til staðar.
Erfitt að fá túlka Stundum fást ekki
túlkar þegar eftir þeim er kallað og sumum
finnst erfitt að tjá sig með túlk viðstaddan,
segir Margrét.
Þarf einn stað Anna Gunnhildur telur að
það þurfi að vera einn staður sem fólk geti
leitað á.