Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2014, Blaðsíða 41
Helgarblað 3.–6. október 2014 Skrýtið 41
Var a Nightmare oN elm
Street SaNNSöguleg?
n Wes Craven las um dularfullan sjúkdóm n Asískir menn létust eftir hörmulegar martraðir
H
vað eru draumar? Kannski
er sú spurning ein sú
leyndardómsfyllsta í
mannlegri tilveru og hef-
ur verið frá alda öðli. Í
dag hafa vísindin kortlagt draum-
heima að mörgu leyti en það breyt-
ir því ekki að okkur dreymir stund-
um vitleysu sem við skiljum ekki.
Og fyrirboðar í draumum, hvað er
það? Lítið er í raun vitað um til-
gang draumanna. Sumir telja að
þeir stuðli að betri hvíld en þegar
draumarnir verða að martröðum
verður ekki mikil hvíld, eða hvað?
Hér er sagt frá verstu draumför-
um sem þekkjast. Martraðir drógu
menn til dauða.
Skelfilegur sjúkdómur
Við upphaf níunda áratugarins
birtust greinar í blöðum í Los Ang-
eles og víðar í Bandaríkjunum um
óhugnanlegan kvilla. Fórnarlömb-
in voru flóttamenn frá Suðaustur-
Asíu og höfðu lent í stríðshörm-
ungum í Víetnam, Kambódíu og
Laos en voru að öðru leyti heilbrigt
fólk. Kvillinn herjaði á þá í svefni og
lýsti sér í skelfilegum martröðum.
Þessar draumfarir voru svo
hræðilegar að þeir sem lentu í þeim
vildu ekki sofna og teyguðu svart
kaffi stríðum straumum og notuðu
örvandi lyf á borð við amfetamín til
að halda sér vakandi eins lengi og
mögulegt var.
Mörg fórnarlambanna dóu
hreinlega í svefni, hugsanlega úr
hræðslu vegna martraða. Blöð-
in kölluðu þennan dularfulla sjúk-
dóm „asíska svefnheilkennið“. Ekki
er fyllilega ljóst hvað var á seyði
þarna en margir fylltust miklum
óhug vegna þessara atburða.
Krufningar á hinum látnu
leiddu fátt í ljós. Hvað hafði eigin-
lega komið fyrir?
Kvikmyndagerðarmaðurinn
Wes Craven fylgdist með málinu en
það varð helsta kveikjan að hryll-
ingsmyndinni A Nightmare on Elm
Street sem út kom árið 1984.
Ljótur karl
Hún er ein frægasta hryllingsmynd
kvikmyndasögunnar. Myndin fjall-
ar um ungt fólk í friðsælu banda-
rísku úthverfi sem lendir í mikl-
um hörmungum þegar óvætturinn
Freddy Krueger, ljótur karl með
snjáðan hatt, ræðst á það og pín-
ir. En hann birtist bara í svefni.
Unglingarnir hitta vonda karlinn
í draumi þar sem hann limlestir
þá. Þegar viðkomandi vaknar svo
er hann alsettur þeim sárum sem
Freddy veitti í draumnum.
Á meðal leikara var Johnny
Depp sem þá var ungur að árum
og fetaði sín fyrstu skref á hvíta
tjaldinu.
Martraðir leikstjórans
Persónan Krueger átti fyrirmynd í
skuggalegum manni sem leikstjór-
inn sá þegar hann var ungur piltur.
Kvöld eitt þegar Craven var heima
hjá sér sá hann gamlan mann
ganga eftir gangstéttinni fyrir utan
gluggann. Maðurinn staðnæmdist
um stund og starði á piltinn unga.
Hann skelfdist svo svakalega við
þessa sýn að maðurinn fór að birt-
ast honum síendurtekið í martröð-
um.
Hann ákvað því að gera
bíómynd um þennan ógnvekjandi
mann. En hann vissi auðvitað ekki
hvað gamli maðurinn hét og gaf
honum því nafnið Freddy Krueger
í höfuðið á krakka sem hafði strítt
honum mikið í æsku.
Aldagömul þjóðtrú
Sjúkdómurinn sem hrjáði asísku
piltana í Bandaríkjunum var ekki
nýr af nálinni. Hann hefur þekkst
lengi í heimalöndum þeirra í Suð-
austur-Asíu. Hjá Hamong-fólkinu í
Laos er skaðvaldurinn sagður vera
vondur andi. Og á Filippseyjum
er hann nokkurs konar norn sem
leggst á fórnarlambið eins og mara
og kæfir það í svefni.
Þekkt minni er í þjóðtrú víða
um lönd að einhvers konar púki
leggist ofan á sofandi mann. Í ís-
lenskri og norrænni þjóðtrú er það
hin ógnvekjandi mara sem leggst
ofan á fórnarlömbin.
Svissnesk-breski listmálarinn
Henry Fuseli málaði frægt málverk
undir lok átjándu aldar sem kallast
Martröðin. Það sýnir sofandi konu,
höfuð hennar hallar niður á gólf.
Á bringunni situr ljótur púki og til
hliðar gægist djöfullegur hestur
inn fyrir gluggatjöldin. Málverkið
þykir endurspegla þjóðtrú Evrópu-
manna á þessum tíma sem hrædd-
ust kynjaverur sem þessar í svefni.
Martraðir eru ólíkar
Eins og við þekkjum öll snú-
ast martraðir ekki endilega um
blóðsúthellingar og hrylling.
Stundum snýst martröðin um að
lenda í óþægilegum kringumstæð-
um í daglegu lífi. Nokkur efni virð-
ast koma sífellt fram í draumum.
Það eru til dæmis draumar um
skóla, að einhver elti mann, hátt
fall, að koma of seint, að tennur
detti úr munninum á manni, flug,
að falla á prófi, að einhver sem
maður þekkir deyi eða að bílslys
verði. Slíkir draumar geta verið
óþægilegir en erfitt er að ímynda
sér að hryllingsmynd yrði búin til
upp úr þeim.
Martröð um símaklefa
Getið þið ímyndað ykkur martröð
um símaklefa? Símaklefar eru ekki
sérstaklega ógnvekjandi fyrirbæri,
eða hvað? Hvað ef þú myndir læs-
ast inni í símaklefa? Og kæmist
ekki út sama hvað? Það er töluvert
hræðileg tilhugsun.
Það er svið hinnar klassísku
spænsku hryllingsstuttmyndar La
Cabina (Símaklefans), verðlauna-
myndar frá 1972 eftir leikstjórann
Antonio Mercero. Myndin er mjög
lík draumi, dæmigerðri martröð.
Á sólríkum morgni fylgir venju-
legur maður syni sínum í skólabíl-
inn. Á leiðinni heim sér hann
símaklefa og skellir sér inn í hann
til að hringja í einhvern.
Þegar maðurinn er kominn inn
lokast dyrnar á eftir honum. Hann
reynir að nota símann en hann
virkar ekki. Og reynir að kom-
ast út úr klefanum. En dyrnar eru
harðlæstar. Sama hvað hann ham-
ast, þær opnast ekki. Vegfarendur
staðnæmast og stara á aumingja
manninn. Sumir reyna að hjálpa
honum, en það tekst ekki. Hann er
læstur inni.
Spaugileg sena breytist smám
saman í súrrealíska martröð. Mað-
urinn er pikkfastur í klefanum en
enginn kemur raunverulega til
bjargar. n
Helgi Hrafn Guðmundsson
helgihrafn@dv.is
Símaklefamartröð Spænsk stuttmynd
fjallar um skelfileg örlög í símaklefa.
Freddy Krueger
Ein frægasta
persóna hryllings-
myndanna lifði í
martröðum fólks.
Skæruliðar í Laos Víetnamstríðið breiddist út til nágrannalandanna Laos og Kambó-
díu. 117 innflytjendur frá Laos létust í Bandaríkjunum á áttunda áratugnum úr dularfullum
sjúkdómi sem lýsti sér með hræðilegum martröðum.
Púki næturinnar Henry Fuseli (1741-1825)
málaði þetta málverk sem sýnir martröð.
Margar þjóðir trúa á illa verur sem sækja að
fólki í draumum.
n Alex var tvístígandi en Claire í skýjunum vegna brúðkaupsáforma