Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2014, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2014, Blaðsíða 10
Helgarblað 3.–6. október 201410 Fréttir Fé látinna tryggingataka safnast í Andvökusjóðinn n Nærri 600 milljónir inni í Andvöku n Slit félagsins hafa dregist síðan 2011 T ryggingartakar Samvinnu­ trygginga sálugu gætu enn­ þá átt von á útgreiðslum frá félögunum sem tóku við eignum þess. Félagið á í dag eignir upp tæplega 600 milljónir króna. Þetta kemur fram í ársreikn­ ingi Eignarhaldsfélagsins Andvöku g.f. fyrir árið í fyrra en unnið hefur verið að slitum á félaginu frá árinu 2011. Um 8.000 fyrir tæki og einstak­ lingar eru hluthafar Andvöku, aðallega er um að ræða gamla tryggingartaka. Andvaka var líftryggingafélag Samvinnutrygginga sem varð að Lífís með sameiningu við Bruna­ bótafélag Íslands árið 1990 og varð hluti af tryggingafélaginu VÍS. Fjár­ festingarfélagið Gift er stærsti einstaki eigandi Andvöku, en það er stofnað á grunni eigna Samvinnutrygginga, og eru Gift og Andvaka því nátengd. Eignarhaldsfélag Samvinnu­ trygginga, eigandi Giftar, og Andvaka voru stórir hluthaf­ ar í VÍS til ársins 2006 þegar hlutabréfin voru seld til Exista. Stjórnarmenn Eignar­ haldsfélagsins Andvöku eru Ólafur Friðriksson, Guð­ steinn Einarsson og Gunn­ laugur Úlfsson. Staðið yfir frá 2011 Slitin á Eignarhaldsfé­ lagi Samvinnutrygginga og Andvöku hafa dregist um árabil en til stóð að slíta fé­ lögunum strax árið 2006. Af slitun­ um varð hins vegar ekki en ef af þeim orðið hefðu tryggingartakarnir sem áttu fjármuni í félögunum fengið þá greidda út. Í stað þess voru eignirn­ ar notaðar til að setja á laggirnar fjár­ festingarfélagið Gift og hóf það félag áhættufjárfestingar á hlutabréfa­ markaði, keypti meðal annars stór­ an hlut í Kaupþingi síðla árs 2007. Slitunum hraðað Í bréfi sem Gunnlaugur Úlfsson, sem situr í skilanefnd Andvöku, sendi til samvinnufélagaskrár ríkisskatt­ stjóra í byrjun ársins segir orðrétt um slitaferli félagsins: „Skilanefnd Andvöku mun sem fyrr kappkosta við að hraða slitaferli félagsins eins og kostur er. Skilanefnd ráðgerir að kynna fyrir eigendum félagsins drög að úthlutunarfrumvarpi á komandi mánuðum og mun slitaferlinu vænt­ anlega ljúka í kjölfar þess.“ Í bréfinu er rakið að slit félags­ ins hafi tafist vegna þess að þau séu flókin og tímafrek þar sem taka þurfi afstöðu til fjölmargra laga­ legra álitamála. Meðal annars hefur skilanefnd Andvöku þurft að ræða við Persónuvernd og Þjóðskrá um framkvæmd slitaferlisins, að því er segir í bréfinu. Samkvæmt lögum um sam­ vinnufélög þarf að tilkynna sam­ vinnufélagaskrá um það tvívegis á ári hverju af hverju slit á slíkum fé­ lögum dragast. Skilanefnd Andvöku hefur gert þetta og voru sambærileg erindi send til ríkisskattstjóra í fyrra. Miðað við upplýsingar sem fyr­ ir liggja hjá ríkisskattstjóra þá hef­ ur skiptum félagsins hins vegar ekki verið lokið enn. Tryggingartakar missa réttindi sin Stærsti hluti eigna Eignarhaldsfélagið Andvöku er í sérstökum séreignasjóði, samtals 330 milljónir króna. Gift á rúm 50 prósent í sér­ eignasjóðnum, tryggingar­ takarnir sem höfðu tryggt hjá líftryggingafélaginu áttu tæp 43 prósent og svo er það sér­ stakur sjóður, Andvökusjóð­ urinn, sem á rúm sjö prósent. Samkvæmt samþykktum Andvöku þá falla eignar­ réttindi tryggingartakanna niður ef þau verða óvirk. Þau verða meðal annars óvirk tveimur árum eftir að tryggingartakarnir falla frá – réttindi til fjármuna Andvöku erfast sem sagt ekki – og eins falla þau nið­ ur þegar einstaklingar verða 72 ára. Andvökusjóðurinn tekur við hlutum Það er líklega vegna þessa sem viðhafa þarf samráð við bæði Þjóð­ skrá og Persónuvernd vegna slita á félaginu. Ekkert lítið mál er að halda bara utan um eigendahóp Andvöku, athuga hverjir hafa fallið frá og kom­ ist á aldur og annað í þeim dúr, sem telur meira en 8.000 þúsund aðila – fyrst og fremst einstaklinga sem voru tryggingartakar. Þeim mun lengri tími sem líður þar til slitum félagsins lýkur þeim mun fleiri tryggingartakar verða 72 ára og þeim mun fleiri falla frá. Af þessu leiðir að hlutur tryggingar­ takanna verður alltaf minni á hverju nýju ári. Nú er svo komið að eignarhluti tryggingartakanna í séreignasjóði Andvöku er kominn niður í tæp 43 prósent en eignarhluti Andvöku­ sjóðsins, sérstaks sjóðs sem tekur við eignarréttindum tryggingartaka sem falla frá eða þeirra sem verða 72 ára, á rúm sjö prósent í honum. Þetta eru hins vegar gamlar tölur en í ársreikn­ ingi Andvöku segir meðal annars: „Útreikningar á breytingum á eignar­ aðild í árslok 2012 og 2013 liggur ekki fyrir og er því skipting séreignasjóðs­ ins óbreytt á milli ára.“ Þeir sem stýra Andvökusjóðnum eru svo fulltrúaráð Eignarhaldsfé­ lagsins Andvöku. Meðal þeirra sem áttu sæti í fulltrúaráði Andvöku voru Guðsteinn Einarsson, kaupfélags­ stjóri í Borgarnesi, Sigurjón Rúnar Rafnsson, aðstoðarkaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirðinga, Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi ráðherra Framsóknarflokksins, Jón E. Frið­ riksson, forstjóri FISK Seafood, og Helgi S. Guðmundsson, fyrrverandi formaður bankaráðs Seðlabanka Ís­ lands og Landsbankans. Eftir að félagið fór í slitameðferð stýrir fulltrúaráðið hins vegar ekki Andvökusjóðnum eða félaginu sjálfu heldur skilanefnd þess. n Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is Í báðum fulltrúaráðunum Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi viðskipta- og iðnaðarráðherra, sat bæði í fulltrúaráði Eignarhaldsfélags Samvinnutrygginga og eins fulltrúaráði Eignarhaldsfélagsins Andvöku. Unnið er að slitum á báðum félögunum. Komu að stjórninni Þórólfur Gíslason og Sigurjón Rúnar Rafnsson, æðstu stjórnendur Kaupfélags Skagfirðinga, komu báðir að stjórn Andvöku. Þórólfur sat í stjórn félagsins og Sigurjón var í fulltrúaráðinu. Eiga hlut í Síldarvinnslunni Einar og Gísli Baldur keyptu hlut Olís í fyrirtækinu áður en það var selt O lís átti þessi bréf og við keypt­ um þau út úr fyrirtækinu þegar stóð til að selja það,“ segir Einar Benediktsson, fyrrverandi forstjóri Olís, sem var annar stærsti hluthafi olíufélagsins áður en Samherji og FISK Seafood urðu meirihlutaeigendur, aðspurð­ ur um hlutabréfaeign sína í Síldar­ vinnslunni í Neskaupstað. Einar og viðskiptafélagi hans til margra ára og meðfjárfestir í Olís, Gísli Baldur Garðarsson, eru fimmtu stærstu hluthafar Síldarvinnsl­ unnar í gegnum eignarhaldsfélag­ ið Hraunlón ehf. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi Síldarvinnsl­ unnar fyrir árið 2013. Þeir Einar og Gísli eiga 1,62 prósent í Síldarvinnsl­ unni í gegnum Hraunlón og er hluta­ féð bókfært á tæpar 28 milljónir. „Þetta er hlutur sem Olís var búinn að eiga í fjöldamörg ár. Þegar við sáum hvers konar gullkálfur [Síldarvinnslan] þetta er þá langaði okkur að eiga hann áfram. Þetta er al­ veg ótrúleg maskína að fylgjast með,“ segir Einar og staldrar sérstaklega við uppsjávarveiðar Síldarvinnsl­ unnar en fyrirtækið hefur verið sér­ staklega öflugt í makrílveiðum síð­ ustu árin, skilað miklum hagnaði og stækkað mikið. Í ársreikningi Síldarvinnslunnar eru tilgreindir allir hluthafar Síldar­ vinnslunnar. Þetta hefur ekki áður verið gert í ársreikningum félags­ ins en ótalmargir einstaklingar eiga pínulitla hluti í fyrirtækinu á móti aðaleigendunum. Samherji er stærstur með tæp 45 prósent. Gjögur er næst þar á eftir og svo samvinnu­ félag útgerðarmanna í Neskaupstað. Þar á eftir kemur eignarhaldsfélag­ ið Snæfugl, sem Samherji er meðal annars hluthafi í, og loks Hraunlón þeirra Einars og Gísla. Líkt og komið hefur fram opin­ berlega nam hagnaður Síldar­ vinnslunnar rúmlega 5,5 milljörð­ um króna í fyrra og er gert ráð fyrir tveggja milljarða króna arðgreiðslu í ár vegna þess hagnaðar. n ingi@dv.is „Gullkálfur“ Einar Bene- diktsson segist hafa viljað halda hlutnum í Síldar- vinnslunni þegar hann áttaði sig á því hvers konar „gullkálfur“ fyrirtækið væri. Kveiktu ljósin Töluvert er um það að nýjum bílum sé ekið um vegi lands­ ins í rökkri og slæmu skyggni án þess að kveikt sé á aðalljósum. Svo virðist sem misskilnings gæti meðal ökumanna nýlegra bíla um virkni þess dagljósabúnaðar sem fylgir bílnum. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Sam­ göngustofa hefur sent frá sér. Þar kemur fram að flestir nýir nýir bílar í dag eru með LED­ ljós að framan, svonefnd dag­ ljós, sem stöðugt er kveikt á svo lengi sem bíllinn er í gangi. Gall­ inn er hins vegar sá að ökuljósin, þar með talin afturljósin, loga ekki nema kveikt sé á aðalljós­ unum og því eru dagljósin ekki fullnægjandi þegar rökkva tekur eða þegar skyggni er slæmt. „Tek­ ið skal fram að heimilt er að aka um með aðeins dagljósin kveikt á björtum degi en um leið og dimma tekur eða skyggni skerðist er mikilvægt og skylt að kveikja á aðalljósum. Samgöngustofa vill benda eigendum nýlegra og nýrra bíla á að nauðsynlegt er að kveikja á ökuljósum við þessar aðstæður svo bæði logi ljós að framan og aftan. Það getur borg­ að sig að kveikja einfaldlega á að­ alljósunum um leið og bifreiðin er ræst,“ segir í tilkynningunni og þá nefnt að ljósin eru til þess að ökumaður sjái betur en jafnframt til þess að hann sjáist betur. Með því sé fyllsta öryggis gætt og farið að ákvæðum umferðarlaga. „Nú þegar dimma tekur skiptir miklu máli að ljósabúnaður öku­ tækja sé í lagi og hann rétt notað­ ur. Ágætt er að ganga úr skugga um það reglulega að öll ljós séu í lagi því það getur reynst bæði hættulegt og ólöglegt að vera með bilaðan ófullnægjandi ljósa­ búnað,“ segir í tilkynningu Sam­ göngustofu. Tómas tekinn við embætti Tómas H. Heiðar tók á miðviku­ dag formlega við embætti dóm­ ara við Alþjóðlega hafréttar­ dóminn í Hamborg og sór hann embættiseið við hátíðlega athöfn. Tómas var kjörinn dómari til níu ára á fundi aðildarríkja hafréttar­ samnings Sameinuðu þjóðanna 11. júní sl. Skipar hann eitt af þremur sætum sem tilheyra hópi vestrænna ríkja en hin sætin eru skipuð dómurum frá Frakklandi og Þýskalandi. Tómas var áður þjóðréttarfræðingur í utanríkis­ ráðuneytinu þar sem hann starf­ aði í um 20 ár. Alþjóðlega hafréttardóminum var komið á fót með hafréttar­ samningnum og er hann skipað­ ur 21 óháðum dómara, kosn­ um úr hópi sérfræðinga á sviði hafréttar. Dómurinn tók til starfa árið 1996 og hefur hann haft alls 22 mál til meðferðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.