Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2014, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2014, Blaðsíða 6
Helgarblað 3.–6. október 20146 Fréttir Lögreglan leitar eiganda reiðufjár Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu auglýsir eftir eiganda reiðufjár í erlendri mynt. Lögreglan greinir frá þessu á Facebook en þar kem- ur fram að fundvíst fólk hafi kom- ið með reiðufé í erlendri mynt á lögreglustöðina í Hafnarfirði á miðvikudag sem það hafði fundið í Reykjavík fyrr um daginn. Um er að ræða þónokkra upphæð og auglýsir lögreglan eftir eiganda peninganna. „Ef þú hefur glatað þessum pening- um eða veist hver hefur glatað þeim þá endilega sendu okkur einkaskilaboð gegnum Facebook eða tölvupóst gegnum netfang- ið abending@lrh.is. Að sjálfsögðu verður þess krafist að eigandi sanni eignarhald sitt,“ segir lög- reglan á Facebook. Á sta Stefánsdóttir, sem fannst látin í Bleiksárgljúfri þann 15. júlí, lést af völd um drukknun- ar eða ofkælingar. Ekkert bendir til annars en að um slys hafi verið að ræða í Bleiksárgljúfri þann 9. júní síðastliðinn þegar Ásta og sambýliskona hennar Pino Becerra Bolaños létust. Leitin að Ástu og Pino var viða- mikil í sumar. Á þriðjudag eft- ir hvítasunnuhelgina hafði enginn heyrt frá þeim frá laugardagskvöldi. Hófst eftirgrennslan þegar þær skil- uðu sér ekki í vinnu. Miðvikudags- kvöldið 11. júní fannst Pino látin. Nokkrum vikum síðar voru það þrír félagar í Flugbjörgunarsveitinni á Hellu sem gengu fram á lík Ástu í Bleiksárgljúfri. Ásta fannst í fyrstu ferð í áætlun sem unnið var eftir, sem var að fara í gilið á tveggja til þriggja vikna fresti, en formlegri leit að henni var hætt, eftir að björg- unarsveitir höfðu leitað nánast lát- laust að henni í nokkrar vikur og unnið mikið þrekvirki. Meðal þeirra aðgerða sem björg- unarsveitir gripu til við var að stífla rennsli árinnar í gilið í þeim tilgangi að gera leitarmönnum kleift að leita betur í hyljum undir fossinum. Vatn úr einum af hyljum gljúfursins rennur í foss sem fellur 30 metra niður í gljúfrið. Fellur það síðan niður berggang sem er um tíu metra langur. Niðurstaða krufningar liggur fyrir, en lögregla rannsakar dauða þeirra sem slys. Enn er nokkuð í að hægt verði að ljúka rannsókninni og er gagna beðið. n Drukknun eða ofkæling Rannsókn á andláti Ástu Stefánsdóttur ekki lokið Slys Ekkert bendir til annars en að um slys hafi verið að ræða í Bleiksárgljúfri þann 9. júní síðastliðinn þegar Ásta og sambýlis- kona hennar Pino Becerra Bolaños létust. Kólnandi veður í kortunum Það lítur út fyrir að veður fari kólnandi víða um land með frosti næstu daga og því má gera ráð fyrir að hálka myndist á vegum. Samgöngustofa vill hvetja öku- menn til að gera viðeigandi ráð- stafanir til að tryggja að hjólbarð- ar séu í sem bestu ástandi og hæfi væntanlegri vetrarfærð. „Það get- ur borgað sig að koma við á hjól- barðaverkstæði til að láta gera úttekt á ástandi hjólbarðanna og sjá til þess að þessi litli flötur á hjólbarðanum sem snertir veg- inn hafi gott og öruggt veggrip,“ segir Einar Magnús Magnússon hjá Samgöngustofu. Mikilvægt er að kunna að bera kennsl á hálku og þekkja mismunandi tegund- ir hennar svo komist sé hjá því að hálka og skert veggrip komi öku- manni á óvart. Stofnaði farþegum í augljóSan háSka n Bílstjóri ákærður eftir umferðarslys n Einn farþega lamaður S tuttu eftir miðnætti aðfara- nótt 4. mars árið 2012 varð skelfilegt bílslys í Hafnar firði, við Reykjanesbraut, með þeim afleiðingum að bifreið varð rústir einar og tveir af fimm far- þegum voru fluttir alvarlega slas- aðir á gjörgæsludeild. Nú í upphafi septembermánaðar var öku maður bílsins, karlmaður á fertugsaldri, ákærður af ríkissaksóknara fyrir hegningar- og umferðarlagabrot. Í ákæru kemur fram að ökumaður hafi bæði verið ölvaður og ók á um það bil 178 kílómetra hraða þegar hann missti stjórn á bílnum. Einn far- þega sem sat í aftursæti er varanlega lamaður eftir gáleysi öku mannsins. Nokkrum dögum eftir slysið greindi DV frá því að tónlistar maðurinn Val- geir Guðjónsson hefði verið einn þeirra sem kom að slysinu. „Maður gengur inn í óraunverulegan heim. Það er mjög óhugnanlegt að upplifa þetta,“ sagði Valgeir þá. Drukkinn á 180 kílómetra hraða Í ákæru gegn bílstjóranum kem- ur fram að etanólstyrkur í blóði hans hafi verið um það bil 1,4 ‰ þegar hann missti stjórn á bílnum. Hann var að keyra í norðaustur- átt eftir Reykjanesbraut á, líkt og fyrr segir, á tæplega 180 kílómetra hraða þegar hann missti stjórn þar sem Reykjanesbraut beygir til norð- urs til móts við frárein að Sörla- torgi í Hafnarfirði. Hámarkshraði þar er áttatíu kílómetrar á klukku- stund. „Með þessu raskaði ákærði umferðar öryggi á alfaraleiðum og stofnaði á ófyrirleitinn hátt lífi og heilsu annarra vegfarenda og far- þega bifreiðarinnar í augljósan háska, og ók bifreiðinni þótt hún væri ekki í ökuhæfu ástandi vegna ástands hjólbarða sem voru ásamt felgum af mismunandi gerðum, og lélegu ástandi hemla þar sem hemladiskar voru slitnir og of þunn- ir,“ segir í ákæru gegn bílstjóranum. Kastaðist úr bílnum Í ákæru kemur fram að farþegarnir tveir voru alvarlega slasaðir. Einn þeirra þriggja sem sat í aftursæti bílsins slasaðist mest. Hann kastað- ist út úr bílnum og hlaut samfalls- brot á tólfta brjósthryggjarlið sem varð þess valdandi að hann hlaut alvarlegan mænuskaða og varan- lega lömun. Enn fremur fékk hann umfangsmikinn ákverk á milta, opin sár á enni og bol, brot á fjór- um rifbeinum og öllum vinstri þvertindum í lendarhrygg. Hann hlaut innri blæðingu í mjaðmar- og lundarvöðvum. Margbrotinn í farþegasætinu Maðurinn sem sat í farþegasætinu fékk líka alvarlega áverka. Hann hlaut opið sár í hársverði, brot á kinnbeinum, á augntóftargólfi, á miðnesi, á brjósthryggjarlið, á háls- hryggjarlið og á kjálkabeini. Aðrir farþegar auk bílstjóranum sluppu merkilega vel miðað við aðstæður. Þeir hlutu aðeins mar, tognanir og aðra minni áverka. Enginn bílfar- þega var reiðubúinn til að ræða málið við DV. Einn þeirra nefndi að ástæðan fyrir því væri dómsmálið sem nú er höfðað gegn bílstjóran- um. Hann neitaði sök þegar hann kom fyrir þingfestingu og fór verj- andi hans fram á að rannsókn yrði gerð á blóðsýni sem tekið var úr manninum. Verjandinn gaf í skyn að sýnið væri ekki úr bílstjóranum. Farþegarnir tveir sem slösuðust mest fara fram á að bílstjórinn verði dæmdur til að greiða þeim miska- bætur. Sá sem lamaðist fer fram á fjórar milljónir króna meðan sá sem sat í farþegasætinu fer fram á tvær milljónir. n Hjálmar Friðriksson hjalmar@dv.is „Það er mjög óhugnanlegt að upplifa þetta Rúst Bílinn valt og var rústir einar eftir að ökumaðurinn missti stjórn á bílnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.