Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2014, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2014, Side 6
Helgarblað 3.–6. október 20146 Fréttir Lögreglan leitar eiganda reiðufjár Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu auglýsir eftir eiganda reiðufjár í erlendri mynt. Lögreglan greinir frá þessu á Facebook en þar kem- ur fram að fundvíst fólk hafi kom- ið með reiðufé í erlendri mynt á lögreglustöðina í Hafnarfirði á miðvikudag sem það hafði fundið í Reykjavík fyrr um daginn. Um er að ræða þónokkra upphæð og auglýsir lögreglan eftir eiganda peninganna. „Ef þú hefur glatað þessum pening- um eða veist hver hefur glatað þeim þá endilega sendu okkur einkaskilaboð gegnum Facebook eða tölvupóst gegnum netfang- ið abending@lrh.is. Að sjálfsögðu verður þess krafist að eigandi sanni eignarhald sitt,“ segir lög- reglan á Facebook. Á sta Stefánsdóttir, sem fannst látin í Bleiksárgljúfri þann 15. júlí, lést af völd um drukknun- ar eða ofkælingar. Ekkert bendir til annars en að um slys hafi verið að ræða í Bleiksárgljúfri þann 9. júní síðastliðinn þegar Ásta og sambýliskona hennar Pino Becerra Bolaños létust. Leitin að Ástu og Pino var viða- mikil í sumar. Á þriðjudag eft- ir hvítasunnuhelgina hafði enginn heyrt frá þeim frá laugardagskvöldi. Hófst eftirgrennslan þegar þær skil- uðu sér ekki í vinnu. Miðvikudags- kvöldið 11. júní fannst Pino látin. Nokkrum vikum síðar voru það þrír félagar í Flugbjörgunarsveitinni á Hellu sem gengu fram á lík Ástu í Bleiksárgljúfri. Ásta fannst í fyrstu ferð í áætlun sem unnið var eftir, sem var að fara í gilið á tveggja til þriggja vikna fresti, en formlegri leit að henni var hætt, eftir að björg- unarsveitir höfðu leitað nánast lát- laust að henni í nokkrar vikur og unnið mikið þrekvirki. Meðal þeirra aðgerða sem björg- unarsveitir gripu til við var að stífla rennsli árinnar í gilið í þeim tilgangi að gera leitarmönnum kleift að leita betur í hyljum undir fossinum. Vatn úr einum af hyljum gljúfursins rennur í foss sem fellur 30 metra niður í gljúfrið. Fellur það síðan niður berggang sem er um tíu metra langur. Niðurstaða krufningar liggur fyrir, en lögregla rannsakar dauða þeirra sem slys. Enn er nokkuð í að hægt verði að ljúka rannsókninni og er gagna beðið. n Drukknun eða ofkæling Rannsókn á andláti Ástu Stefánsdóttur ekki lokið Slys Ekkert bendir til annars en að um slys hafi verið að ræða í Bleiksárgljúfri þann 9. júní síðastliðinn þegar Ásta og sambýlis- kona hennar Pino Becerra Bolaños létust. Kólnandi veður í kortunum Það lítur út fyrir að veður fari kólnandi víða um land með frosti næstu daga og því má gera ráð fyrir að hálka myndist á vegum. Samgöngustofa vill hvetja öku- menn til að gera viðeigandi ráð- stafanir til að tryggja að hjólbarð- ar séu í sem bestu ástandi og hæfi væntanlegri vetrarfærð. „Það get- ur borgað sig að koma við á hjól- barðaverkstæði til að láta gera úttekt á ástandi hjólbarðanna og sjá til þess að þessi litli flötur á hjólbarðanum sem snertir veg- inn hafi gott og öruggt veggrip,“ segir Einar Magnús Magnússon hjá Samgöngustofu. Mikilvægt er að kunna að bera kennsl á hálku og þekkja mismunandi tegund- ir hennar svo komist sé hjá því að hálka og skert veggrip komi öku- manni á óvart. Stofnaði farþegum í augljóSan háSka n Bílstjóri ákærður eftir umferðarslys n Einn farþega lamaður S tuttu eftir miðnætti aðfara- nótt 4. mars árið 2012 varð skelfilegt bílslys í Hafnar firði, við Reykjanesbraut, með þeim afleiðingum að bifreið varð rústir einar og tveir af fimm far- þegum voru fluttir alvarlega slas- aðir á gjörgæsludeild. Nú í upphafi septembermánaðar var öku maður bílsins, karlmaður á fertugsaldri, ákærður af ríkissaksóknara fyrir hegningar- og umferðarlagabrot. Í ákæru kemur fram að ökumaður hafi bæði verið ölvaður og ók á um það bil 178 kílómetra hraða þegar hann missti stjórn á bílnum. Einn far- þega sem sat í aftursæti er varanlega lamaður eftir gáleysi öku mannsins. Nokkrum dögum eftir slysið greindi DV frá því að tónlistar maðurinn Val- geir Guðjónsson hefði verið einn þeirra sem kom að slysinu. „Maður gengur inn í óraunverulegan heim. Það er mjög óhugnanlegt að upplifa þetta,“ sagði Valgeir þá. Drukkinn á 180 kílómetra hraða Í ákæru gegn bílstjóranum kem- ur fram að etanólstyrkur í blóði hans hafi verið um það bil 1,4 ‰ þegar hann missti stjórn á bílnum. Hann var að keyra í norðaustur- átt eftir Reykjanesbraut á, líkt og fyrr segir, á tæplega 180 kílómetra hraða þegar hann missti stjórn þar sem Reykjanesbraut beygir til norð- urs til móts við frárein að Sörla- torgi í Hafnarfirði. Hámarkshraði þar er áttatíu kílómetrar á klukku- stund. „Með þessu raskaði ákærði umferðar öryggi á alfaraleiðum og stofnaði á ófyrirleitinn hátt lífi og heilsu annarra vegfarenda og far- þega bifreiðarinnar í augljósan háska, og ók bifreiðinni þótt hún væri ekki í ökuhæfu ástandi vegna ástands hjólbarða sem voru ásamt felgum af mismunandi gerðum, og lélegu ástandi hemla þar sem hemladiskar voru slitnir og of þunn- ir,“ segir í ákæru gegn bílstjóranum. Kastaðist úr bílnum Í ákæru kemur fram að farþegarnir tveir voru alvarlega slasaðir. Einn þeirra þriggja sem sat í aftursæti bílsins slasaðist mest. Hann kastað- ist út úr bílnum og hlaut samfalls- brot á tólfta brjósthryggjarlið sem varð þess valdandi að hann hlaut alvarlegan mænuskaða og varan- lega lömun. Enn fremur fékk hann umfangsmikinn ákverk á milta, opin sár á enni og bol, brot á fjór- um rifbeinum og öllum vinstri þvertindum í lendarhrygg. Hann hlaut innri blæðingu í mjaðmar- og lundarvöðvum. Margbrotinn í farþegasætinu Maðurinn sem sat í farþegasætinu fékk líka alvarlega áverka. Hann hlaut opið sár í hársverði, brot á kinnbeinum, á augntóftargólfi, á miðnesi, á brjósthryggjarlið, á háls- hryggjarlið og á kjálkabeini. Aðrir farþegar auk bílstjóranum sluppu merkilega vel miðað við aðstæður. Þeir hlutu aðeins mar, tognanir og aðra minni áverka. Enginn bílfar- þega var reiðubúinn til að ræða málið við DV. Einn þeirra nefndi að ástæðan fyrir því væri dómsmálið sem nú er höfðað gegn bílstjóran- um. Hann neitaði sök þegar hann kom fyrir þingfestingu og fór verj- andi hans fram á að rannsókn yrði gerð á blóðsýni sem tekið var úr manninum. Verjandinn gaf í skyn að sýnið væri ekki úr bílstjóranum. Farþegarnir tveir sem slösuðust mest fara fram á að bílstjórinn verði dæmdur til að greiða þeim miska- bætur. Sá sem lamaðist fer fram á fjórar milljónir króna meðan sá sem sat í farþegasætinu fer fram á tvær milljónir. n Hjálmar Friðriksson hjalmar@dv.is „Það er mjög óhugnanlegt að upplifa þetta Rúst Bílinn valt og var rústir einar eftir að ökumaðurinn missti stjórn á bílnum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.