Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2014, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2014, Blaðsíða 52
52 Fólk Helgarblað 3.–6. október 2014  „Sexy Sadie“Leikarinn Jude Law lét húðflúra á sig texta úr bítlalagi til að heiðra þáverandi konu sína Sadie Frost. „You came along to turn on everything, Sexy Sadie,“ var textabrotið sem Law lét breyta í hjarta eftir skilnað þeirra árið 2003. A ð fá sér húðflúr ætti alltaf að vera gert að vel ígrunduðu máli. Þá væri æskilegast að velja ein- hverja mynd, tákn eða texta sem eldist vel. Svo virðist þó sem hvatvísi og blind ást ráði stundum ferðinni þegar kemur að því að velja húðflúr. Þessar stjörn- ur sjá eflaust einhverjar eftir því að hafa fengið sér húðflúr með nafni makans, mynd af honum eða tákn sem minnir sérstaklega á hann. Sem betur fer, þá býður nútíma- tækni þó upp á að hægt sé að fjar- lægja eða breyta húðflúri , en það er þó hvorki auðvelt né sársauka- laust. n  Andlit fyrrverandi Leikkonan og fyrirsætan Amber Rose hefur nú sótt um skilnað við eiginmann sinn, Wiz Khalifa, eftir aðeins árs hjónaband, og gæti hún því mögulega séð eftir að hafa látið flúra andlit hans á handlegg sinn. Khalfia heiðraði einnig konu sína með húðflúri, en það er þó aðeins minna áberandi. Það stendur einfaldlega „Amb“ á hægri þumalfingri hans.  Bjalla í stað hrings Leikarinn Dax Shepard er með mynd af bjöllu á baugfingri vinstri handar til að heiðra eiginkonu sína, Kristen Bell. Bjallan kemur í staðinn fyrir venjulegan gift- ingarhring, en parið gifti sig á síðasta ári. Þau eru ennþá gift svo Shepard er væntanlega ennþá sáttur við húðflúrið.  Banderas hvarf Melanie Griffith heiðraði eiginmann sinn fyrrverandi, Antonio Banderas, með því að húðflúra nafn hans á handlegg sinn. Fljótlega eftir að þau tilkynntu um skilnað sinn fyrr á þessu ári, hvarf nafnið hins vegar af handlegg hennar.  Breytti í börnin Angelina Jolie hefur verið óhrædd við að fá sér húðflúr og er með þau nokkur. Þegar hún var í sambandi með Billy Bob Thornton lét hún húðflúra nafn hans á upphandlegg sinn. Eftir að þau hættu saman lét hún breyta húðflúrinu þannig að nú sýnir það fæðingarstaði allra barna hennar sex.  Ekki að eilífu Johnny Depp var með nafn fyrrverandi kærustu sinnar, Winonu Ryder, flúrað á öxlina. Þar stóð „Winona Forever“, eða Winona að eilífu. Eftir að þau hættu saman lét hann breyta því í „Wino forever“.  Fyrrverandi fauk Fyrirsætan Heidi Klum var með upphafsstafi fyrrverandi eiginmanns síns flúraða á annan handlegginn, ásamt upphafsstöfum barna þeirra. Upphafsstafi eiginmannsins lét hún að sjálfsögðu fjarlægja eftir skilnað þeirra árið 2012.  Engir upphafsstafir Söngkonan Christina Aguilera var með upphafs- stafi fyrrverandi eiginmanns síns á öðrum handleggnum, en eftir skilnað þeirra árið 2011 hurfu þeir mjög skyndilega.  Engin nía Eva Longoria var með tölustafinn 9 flúraðan með bókstöfum aftan á hálsi sínum, en það var til heiðurs fyrrverandi eiginmanni hennar Tony Parker sem lék í treyju númer 9 í NBA-deildinni. Húðflúrið hefur hins vegar ekki sést síðan þau skildu árið 2011.  Merktur Lopez Marc Anthony lét strax breyta nafni fyrrverandi eiginkonu sinnar, Jennifer Lopez, eftir skilnað þeirra árið 2011. En handleggur hans var vel merktur henni.  Charlie varð álfur Denise Richards var með nafn fyrrverandi kærasta síns, ólátabelgsins Charlie Sheen, flúrað á ökklann. Eftir að þau hættu saman árið 2006 varð nafn hans hins vegar að ljósálfi.  Fór í laseraðgerð Charlie Sheen hafði einmitt einnig heiðrað kærustu sína með því að flúra nafn hennar á úlnlið sinn. Það var þó fjarlægt með laseraðgerð eftir sambandsslitin. Vanhugsað húðflúr Hollywood-stjarna n Margir hafa látið fjarlægja nöfn fyrrverandi maka n Ekki alltaf góð hugmynd að heiðra með húðflúri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.